koldslodBma.jpg

FK 40 ára

FK 40 ára 2006

Félag kvikmyndagerðarmanna varð 40 ára árið 2006 og í tilefni afmælisins tók stjórn félagsins ákvörðun um að sleppa hefðbundnum hátíðahöldum en reyna þess í stað að stuðla að eflingu íslenskrar kvikmyndagerðar með því að vekja athygli á þeim skorti sem var á leiknu efni í sjónvarpi. 

Í stað þess að kvarta meira en orðið er undan þessu ástandi var ákveðið að reyna að sýna jákvæða hlið málsins með því að stuðla að framleiðslu á slíku efni - þótt í smáum stíl væri.40_ara_afmaeli_poster

Við buðum því 40 leikstjórum að gera 40 einnar mínútu langar leiknar kvikmyndir. Myndirnar verða sýndar í Kastljósi, ein eða tvær í einu (meðaláhorf þáttarins er um 100.000 manns) og síðan í tveimur sérstökum hálftíma þáttum í Sjónvarpinu.

Þetta verkefni hefur gefið kvikmyndagerðarmönnum tækifæri til að vinna saman að því hagsmunamáli okkar allra að auka hlut leikins efnis í sjónvarpi á Íslandi. Með því að þjóðin fái að sjá svo fjölbreytta flóru skemmtilegra kvikmynda getum við vonandi opnað fleiri augu fyrir þessari þörf - og aukið áhuga yfirvalda og almennings á íslenskum kvikmyndum.

Allar þessar 40 stuttmyndir verður nú hægt að sjá á þessari nýju síðu okkar, sem fór í loftið þann 26.nóv. '09.
Félag kvikmyndagerðamanna / The Icelandic Film Makers Association | Hverfisgata 54 | 101 Reykjavík | Iceland
Vefhönnun: Hugsa sér!