Merki Félags kvikmyndagerðarmanna
*/?>
fk3heim.jpg

Fréttir

Staðan í kjölfar niðurskurðar - KMÍ heldur opinn fund með kvikmyndagerðarmönnum

Kvikmyndamiðstöð Íslands býður kvikmyndagerðarmönnum til fundar í Bíó Paradís þann 23. apríl klukkan 16. Farið verður yfir stöðu kvikmyndagerðar á Íslandi í kjölfar niðurskurðar til Kvikmyndasjóðs auk fleiri mála, þeirra á meðal endurgreiðslukerfi Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. Nýr formaður nefndar um endurgreiðslu kvikmynda, Helga Haraldsdóttir, mun ræða kerfið og svara fyrirspurnum.

Önnur mál á dagskrá eru meðal annars rafrænar umsóknir til Kvikmyndasjóðs og streymismál, þar sem farið er yfir áætlun Kvikmyndamiðstöðvar um að segja skilið við notkun DVD diska og taka upp streymiskerfi.

Félag kvikmyndagerðamanna / The Icelandic Film Makers Association | Hverfisgata 54 | 101 Reykjavík | Iceland
Vefhönnun: Hugsa sér!
Merki Félags kvikmyndagerðarmanna