Merki Félags kvikmyndagerðarmanna
*/?>
cameracrew.jpg

Fréttir

Umsóknir í Menningarsjóð FK

Félag kvikmyndagerðarmanna auglýsir eftir umsóknum í menningarsjóð félagsins !

Hægt er að sækja um á þessari síðu. Hnappur neðst til hægri.Félagsmönnum Fk er bent á að Menningarsjóðurinn úthlutar allt
árið skv. reglugerð sem er að finna á vefnum.
Hámarksupphæð hefur verið hækkuð í kr. 100,000.
Kynnið ykkur reglugerðina og nýtið þennan möguleika sem
stendur öllum skuldlausum félagsmönnum til boða.


Reglugerð
1. grein.

Sjóðurinn heitir Menningarsjóður Félags kvikmyndagerðarmanna (FK) og er í umsjón
stjórnar FK. 3ja manna stjórn Menningarsjóðs FK, sem jafnframt er úthlutunarnefnd
höfundarsjóðs FK, skal skipuð gjaldkera stjórnar, lögfræðingi félagsins og einum
félagsmanni utan stjórnar ásamt einum varamanni, sem stjórnin skipar á fyrsta fundi eftir
aðalfund. Þegar umsóknir tengjast nefndarmönnum með einhverjum þeim hætti sem
vekur upp spurningar um vanhæfi, skal varamaður kallaður til í stað þess vanhæfa.
2. grein
Ráðstöfunarfé sjóðsins er 50% innheimtutekna FK frá Innheimtumiðstöð gjalda (IHM) að
frádregnum kostnaði sem félagið dregur frá heildarupphæðinni sem kemur í hlut FK.
Úthlutun til eins verkefnis má aldrei vera hærri en sem nemur 10% af úthlutun hvers árs.
3. grein
Menningarsjóður FK úthlutar styrkjum til höfunda kvikmyndaverka skv. niðurstöðu
gerðardóms IHM 1999. Höfundar sem geta sótt um í menningarsjóð eru:
kvikmyndastjórar (heimilda- og stuttmynda sem ekki eru leiknar), kvikmyndatökumenn
klipparar, hljóðhöfundar og ljósahönnuðir. Menningarsjóður FK starfar á grundvelli laga
félagsins þar sem segir: „tilgangur félagsins og markmið er að efla íslenska
kvikmyndaframleiðslu og stuðla að skapandi, listrænni og menningarlegri kvikmyndagerð og
standa vörð um hagsmuni og höfundarrétt félagsmanna“. Menningarsjóðurinn úthlutar
styrkjum eingöngu til einstaklinga sem eru félagar í FK og eru skuldlausir við félagið.
4. grein
Umsóknum skal skilað til FK með útfylltu eyðublaði sem er aðgengilegt á heimasíðu
félagsins. Úthlutun fer fram eftir því sem umsóknir berast, en að lágmarki 4 sinnum á ári.
5. grein
Í styrkumsókn skal koma fram markmið verkefna og áætlanir um framkvæmd þeirra, sem
skulu vera skýrar og raunhæfar hvað varðar kostnað og tímasetningar. Sýnt skal fram á
að styrkurinn sé líklegur til að efla kvikmyndagerð í samræmi við 3. grein
reglugerðarinnar. Styrkupphæð til verkefna fer eftir eðli þeirra, fjölda umsókna og því fé
sem er til úthlutunar hverju sinni. Hver félagsmaður getur aðeins hlotið einn styrk á
hverju starfsári menningarsjóðsins.
6. grein
Styrkurinn er greiddur út að verkefninu loknu, nema um annað sé sérstaklega samið,
enda liggi uppgjör verkefnisins fyrir.
7. grein
Starfsár sjóðsins er almanaksárið. Gjaldkeri FK hefur umsjón með fjármunum sjóðsins og
sér um greiðslur og uppgjör sem skal lagt fyrir aðalfund félagsins.

Félag kvikmyndagerðamanna / The Icelandic Film Makers Association | Hverfisgata 54 | 101 Reykjavík | Iceland
Vefhönnun: Hugsa sér!
Merki Félags kvikmyndagerðarmanna