Merki Félags kvikmyndagerðarmanna
*/?>
fk3heim.jpg

Fréttir

Safnanótt í Reykjavík

Næstkomandi föstudagskvöld, 12.febrúar, er Safnanótt í Reykjavík.island_kvikmyndirsyning

Fólki er bent á kvikmyndasögusýninguna ÍSLAND::KVIKMYNDIR sem er í Þjóðmenningarhúsinu, Hverfisgötu 15 (gamla Landsbókasafnið við hliðina á Þjóðleikhúsinu), uppi á þriðju hæð.
Með sýningunni ÍSLAND::KVIKMYNDIR er í fyrsta skipti dregin upp mynd af þróun kvikmyndagerðar á Íslandi á árabilinu 1904 til 2009.


Sýningin endurspeglar andrúmsloft og umfjöllunarefni íslenskra kvikmynda og á fjórum „kvikmyndaeyjum“ er hægt að horfa á um 100 kvikmyndir að eigin vali í fullri lengd.

Eru myndirnar flokkaðar í leiknar myndir, stuttmyndir, heimildarmyndir og myndir byggðar á bókmenntaverkum. Sýningin er eins og opið skjalasafn þar sem hægt er að fá yfirsýn yfir helstu sérkenni íslenskrar kvikmyndagerðar og upplifa þjóðfélags- og menningarsögu Íslendinga síðustu 100 ár.

Sýning er opin frá 20:00 – 24:00 um kvöldið og von er á að einhverjir aðstandenda þeirra 100 mynda sem til sýnis eru, verði á vappi í góðum gír.

Aðgangur er ókeypis og á sýningunni verður VÍNBAR.

 

Á Safnanótt verða einnig sýndar tvær leiknar sjónvarpsmyndir eftir Ásthildi Kjartansdóttur í Þjóðminjasafninu:

Palli var einn í heiminum og Draumur um Draum, en  þema kvöldsins er draumar af ýmsum toga.

Félag kvikmyndagerðamanna / The Icelandic Film Makers Association | Hverfisgata 54 | 101 Reykjavík | Iceland
Vefhönnun: Hugsa sér!
Merki Félags kvikmyndagerðarmanna