Merki Félags kvikmyndagerðarmanna
*/?>
koldslodBma.jpg

Fréttir

Northern Wave Film Festival á Grundarfirði 5-7.mars

Ætlar þú að koma á Kvikmyndahátíðina  ???Stilla úr norsku myndinni

Frábær tónlist, grunfirsk fiskisúpa, áhugavert fólk og ótrúlega frábærar alþjóðlegar stuttmyndir og já tónlistarmyndbönd .....
allt frítt !!!

Hátíðin á facebook
Heimasíða hátíðarinnar
Frétt á RÚV.is

Alþjóðlega stuttmyndahátíðin Northern Wave verður haldin í þriðja skiptið í
Grundarfirði á Snæfellsnesi helgina 3.-7. mars næstkomandi. Sýnd verða 75
tónlistarmyndbönd og stuttmyndir frá 20 löndum en hátíðinni bárust í kringum
150 myndir frá 40 mismundandi löndum.̈


Í ár voru tvenn markmið sett hjá hátíðarholdurum, það fyrsta að hafa frítt inn á alla viðburði og hið síðara að fá Grundfirðinga til að láta í ljós sína einstoku gestrisni og taka virkan þátt í hátíðinni. Þar sem að lítið er um kvikmyndargerðarmenn í Hátíðin 2009 Grundafirði verður haldin fiskisúpukeppni meðal þeirra en sjálfur sóknarprestur bæjarins, Aðalsteinn Þorvaldsson, sýndi gott fordæmi og var fyrstur til að skrá sig. Keppnin verður haldin á laugardagskvoldið (6.mars) og koma gestir hátíðarinnar til með að smakka á súpunum og greiða atkvæði um þá bestu.
Boðið verður uppá ókeypis tónleika bæði kvoldin en hljómsveitirnar Bárujárn, Quadruplos, DLX ATX og DJ Unnur Andrea munu sjá um tónlistina.

Hin margverðlaunaða Valdís Óskarsdóttir klippari og leikstjóri situr fyrir svorum á laugardeginum og sýnir brot úr nýjustu mynd sinni Kóngavegi 7. Ragnar Bragason er gestadómari hátíðarinnar í ár en Kristín Jóhannesdóttir leikstjóri og Hilmar Orn Hilmarsson tónskáld sitja með honum í dómnefnd enþau hafa verið í dómnefndinni frá upphafi.

Hátíðin hefur farið stækkandi á hverju ári en í fyrra fylltist oll gisting á svæðinu, bændagisting, farfuglaheimili Grundarfjarðar og Hótel Framnes. Vonast er til að þátttakan verði enn betri í ár.

Síðasliðin ár hefur Grundarfjorður verið fallega snævi þakinn yfir hátíðina og móðir náttúra boðið uppá norðurljósa sýningu og vonast skipuleggjendur Northern Wave til að hún taki uppá á því sama í ár.
Frekari upplýsingar um hátíðina, gisting og samgongur má finna á www.northernwavefestival.com̈ ̈ ̈ ̈ ̈ ̈ ̈ ̈ ̈


northernwave

Þriðja Northern Wave Kvikmyndahátíðin fer fram helgina 5.-7. mars 2010 í Grundarfirðii. Hugmyndafræðin á bakvið nafnið og hátíðina í heild sinni er byggð á Nýbylgjustefnunni (Nouvelle Vague eða New Wave). Með hátíðinni viljum við enduheimta viðurkenningu á kvikmyndagerðinni sem listgrein og kvikmyndagerðarmönnum sem listamönnum. Markmið hátíðarinnar er einnig að koma af stað tengslaneti meðal íslensks og erlends kvikmyndagerðafólks sem að er að byrja að koma sér áfram og þeirra sem meiri reynslu hafa. Hátíðin er skipulögð af hugsjón þar sem sérstaklega vel er tekiðáóti listrænum myndum eftir kvikmyndagerðarfólk sem að þorir að taka áhættur.

Hátíðinni er skipt í tvo flokka stuttmynda og tónlistarmyndbanda en engin alþjóðleg kvikmyndahátíð á Íslandi hefur hleypt að tónlistarmynböndum hingað til. Með tónlistarmyndböndunum verða hljómsveitir hvattar til að koma og styðja við bakið á sínu myndbandi með tónleikum á meðan á hátíðinni stendur. Þetta er gert til þess að tónlistarfólk komist í tengls við kvikmyndagerðamenn og öfugt uppá framtíðarsamstarf.

Eitt af aðalmarkmiðum hátíðarinnar er að gera hana að árlegum viðburði sem kemur til með að skapa atvinnu, auka ferðamannastrauminn og lýsa upp sólarleysið á veturnar.

 

http://www.northernwavefestival.com

 

The Northern Wave International Film Festival will be celebrated from the 3rd to the 5th of March 2010. The philosophy of the festival, upon which its name is based, is Nouvelle Vague, or New Wave. Like Nouvelle Vague, Northern Wave attempts to revive the recognition of filmmaking as an art form and the director as artist/author. An important goal of the festival is to develop relationships between experienced filmmakers and emerging filmmakers in Iceland and other countries. We are a  visionary festival that celebrates artistic and ground braking films by filmmakers who dare to take risks.

The festival will consist of a short film section and, for the first time ever in an Icelandic film festival, a music video section.  Bands will be encouraged to attend the festival and support their videos with a concert during the weekend. In this way, the musicians can make contacts with filmmakers and vice versa.

Last years festival was extremely well received by both locals, Icelanders and foreigners and we will do our best to make this year even better

 

Félag kvikmyndagerðamanna / The Icelandic Film Makers Association | Hverfisgata 54 | 101 Reykjavík | Iceland
Vefhönnun: Hugsa sér!
Merki Félags kvikmyndagerðarmanna