Merki Félags kvikmyndagerðarmanna
*/?>
koldslodBma.jpg

Fréttir

Fræðslukvöld ÚTÓN um höfundaréttartekjur og samninga

Tekjustreymi vegna útgáfu tónlistar og tónlistarflutnings

Fræðslukvöld um höfundaréttartekjur og samninga verður haldið
þriðjudaginn 2. mars frá kl. 19.30-22.00 í Norræna húsinu.

Farið verður djúpt ofan í saumana á höfundaréttarsamningum (publishing) og hvað ber að hafa í huga við samningagerð. Skoðuð verða tengsl höfundaréttar og sölu tónlistar í kvikmyndum, sjónvarpi og auglýsingum. Leitast verður við að svara spurningum á borð við:

• Hvert er hlutverk höfundaréttarsamtaka? 
• Hver er munurinn á að vera með "publishing" samning eða sjá um höfundaréttarmál sjálfur? 
• Hvað eru flutningsréttindi og upptökuréttindi ("mekanísk" réttindi)? 
• Hvaða mismunandi tekjustraumar eru af flutnings- og upptökurétti og hvernig berast höfundarréttartekjur eigendum sínum? 
• Hvernig vinna höfunda og grenndarréttarsamtök saman? 

Góðir gestir munu deila sérfræðikunnáttu sinni þar á meðal Keith Harris, sem starfar hjá PPL (Innheimtusamtök flytjenda og framleiðenda í Bretlandi) og er umboðsmaður Stevie Wonder. Hann mun tala um mismunandi tekjustrauma af flutnings- og upptökurétti og hlutverk PPL í Bretlandi. Hann mun einnig fjalla um hvernig fólk getur varið réttindi sín og reynt að tryggjaað allar tekjur þeirra berist þeim, þ.m.t. flutningstekjur af því að spila inn á erlendum hljóðupptökum. Jenný Davíðsdóttir fjallar um hlutverk STEFs; úrvinnslu upplýsinga s.s. skráningu verka og réttinda sem berast frá höfundum, auk skráningu tónlistarskýrslna sem leggja grunn að úthlutun og þá úthlutun höfundaréttartekna frá Íslandi og erlendis frá. Hjördís Halldórsdóttir fjallar um helstu hugtökin í höfundarétti og eðli höfundaréttarsamninga. Ólafur Arnalds fjallar um reynslu sína af höfundarréttarsamningum og hvernig nýta má tækifæri í "publishing".Gunnar Guðmundson framkvæmdastjóri SFH gerir grein fyrir starfsemi SFH, Sambandi flytjenda og hljómplötuframleiðenda.

Námskeiðsgjald er 4000 krónur. Innifalið í námskeiðsgjaldi eru námskeiðsgögn og létt hressing. Nauðsynlegt er að skrá sig fyrirfram. Námskeiðsgjald er 2500 krónur fyrir félagsmenn FTT, TÍ, FÍH, FÍT og FHF.

Skráning fer fram hjá This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og í síma 511 4000 og allar nánari upplýsingar fást hjá This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..
Félag kvikmyndagerðamanna / The Icelandic Film Makers Association | Hverfisgata 54 | 101 Reykjavík | Iceland
Vefhönnun: Hugsa sér!
Merki Félags kvikmyndagerðarmanna