Merki Félags kvikmyndagerðarmanna
*/?>
koldslodBma.jpg

Fréttir

Frumsýning 2.mars á húsvegg Laugavegi 159

Kvikmyndin Hringurinn II eftir Eystein Guðna Guðnason verður frumsýnd 2.mars 2010, nákvæmlega 25 árum eftir að Friðrik Þór Friðriksson frumsýndi fyrstu myndina en í þetta sinn er farið fyrst norður fyrir í staðinn fyrir að fara suður eins og Friðrik gerði. Að auki eru tveir rammar, einn sem snýr aftur og annar sem snýr fram. Upplifðu hringveginn á hljóðhraða. Áhorfendur þeytast um sveitir og þorp og upplifa rigningu og sól, þoku og snjó. Lagt verður af stað frá Reykjavík og haldið norður.

Farið um Holtavörðuheiði. Komið við á Akureyri. Þaðan haldið áfram til Austfjarða. Svo verður haldið áfram framhjá Vatnajökli og svo loks endað aftur í Reykjavík 70 mínútum síðar.

Sýningin hefst kl. 20:00 og verður á tveimur húsveggjum á móti hvor öðrum á Laugavegi 159 (á milli Hlemms og Fíladelfíu).
Þar geta gangandi vegfarendur sem og ökumenn komið við lengur eða skemur.

Bæði myndin og tónlistin er gefin út undir Creative Commons leyfi en tónlistin er eftir Doc & Lena Selyanina frá Finnlandi. Þetta mun vera fyrsta íslenska kvikmyndin í fullri lengd sem gefin er út undir slíku leyfi. Nánar á http://creativecommons.org/licenses/by/3.0/

Hringferðin var kolefnisjöfnuð í gegnum Kolvið www.kolvidur.is

Upplýsingar fást í síma 8223559
Eysteinn Guðni Guðnason
http://www.facebook.com/HringurinnII

Félag kvikmyndagerðamanna / The Icelandic Film Makers Association | Hverfisgata 54 | 101 Reykjavík | Iceland
Vefhönnun: Hugsa sér!
Merki Félags kvikmyndagerðarmanna