Merki Félags kvikmyndagerðarmanna
*/?>
cameracrew.jpg

Fréttir

Umræða um framtíðina með Katrínu og Páli !

Upp úr skotgröfunum - umræða um framtíð íslenskrar kvikmyndagerðar

Nemendur áfangans BÍÓ213 í Fjölbrautaskólanum við Ármúla hafa efnt til fundar á þriðjudaginn 2. mars, kl.12:00 í skólanum sem nefnist „Upp úr skotgröfunum - umræða um framtíð íslenskrar kvikmyndagerðar".

Hópurinn hefur boðið Katrínu Jakobsdóttur, Menntamálaráðherra, Páli Magnússyni, útvarpsstjóra, Ragnari Bragasyni leikstjóra og Hrönn Kristinsdóttir, framleiðenda, að taka þátt á fundinum, og hafa þau staðfest komu sína.


Markmið fundarins er að stuðla að málefnalegri umræðu um framtíð kvikmyndagerðar hérlendis. Fundurinn verður tekinn upp, unninn og síðan sýndur fullkláraður á heimasíðu skólans.

„Skólastjórnin er afar ánægð með þetta framtak nemenda BÍÓ-áfangans," segir Gísli Ragnarsson, skólameistari. „Við hvetjum sem flesta fjölmiðla að mæta fundinn".

Fundarstjórar/Þáttastjórnendur eru Þorfinnur Ómarsson og Gylfi Þór Sigurðsson, nemandi við skólann.

Hópurinn er undir handleiðslu Þórs Elís Pálssonar kvikmyndagerðamanns sem kennir við skólans, og snýr verkefnið að upptöku og vinnslu á sjónvarpsefni.

Fundurinn verður haldinn í anddyri Fjölbrautaskólans við Ármúla, þriðjudaginn 2. mars kl. 12:00 og er áætlað að fundurinn taki 40-50 mínútur.
Félag kvikmyndagerðamanna / The Icelandic Film Makers Association | Hverfisgata 54 | 101 Reykjavík | Iceland
Vefhönnun: Hugsa sér!
Merki Félags kvikmyndagerðarmanna