Merki Félags kvikmyndagerðarmanna
*/?>
cameracrew.jpg

Fréttir

Boðun á blaðamannafund

Niðurstöður nýrrar könnunar um fjármögnun íslenskra kvikmyndaverka verða kynntar á blaðamannafundi í Þjóðmenningarhúsi – miðvikudag 17. mars kl. 14

Mikill skortur hefur ávallt verið á upplýsingum um fjármögnun íslenskra kvikmyndaverka. Í umræðunni, sem vaknaði í aðdraganda og kjölfar stórfells niðurskurðar kvikmyndasjóða í fjárlögum fyrir árið 2010 varð þessi skortur sérlega áberandi.

Því hafa fagfélög kvikmyndagerðar látið gera könnun á því HVAÐAN FJÁRMUNIR til íslenskrar kvikmyndagerðar koma. Óhætt er að segja að niðurstöðurnar koma verulega á óvart og eru um margt ólíkar því sem áður hefur verið haldið á lofti. Hulunni verður svipt af könnuninni á blaðamannafundinum í Þjóðmenningarhúsinu, miðvikudaginn 17. mars, kl. 14.

Ólafur Arnarson, Anna María Sigurjónsdóttir og Hilmar Sigurðsson hafa unnið könnunina og munu þau kynna helstu niðurstöður. Könnunin svarar einnig spurningum um hvaða afleiðingar blasa við í kjölfar 35% niðurskurðar frá samningi kvikmyndagerðarfélaganna við mennta- og fjármálaráðherra frá 2006 um framlög til kvikmyndasjóða í umsjá Kvikmyndastöðvar Íslands.

Að lokinni kynningu á niðurstöðum könnunarinnar munu formenn félaga í kvikmyndagerð sitja fyrir svörum um niðurstöður könnunarinnar, afleiðingar niðurskurðar framlaga til kvikmyndagerðar og þá stöðu sem nú er uppi í kvikmyndaiðnaðinum á Íslandi.

Fyrir svörum sitja:
Ari Kristinnsson, formaður SÍK – Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda                                            
Björn B Björnsson, formaður ÍKSA – Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar
Hrafnhildur Gunnarsdóttir, formaður FK – Félags kvikmyndagerðarmanna
Ragnar Bragason, formaður SKL – Sambands kvikmyndaleikstjóra

- - -
Nánari upplýsingar veita:
Maríanna Friðjónsdóttir – 663 7151
Hilmar Sigurðsson – 821-3555
Félag kvikmyndagerðamanna / The Icelandic Film Makers Association | Hverfisgata 54 | 101 Reykjavík | Iceland
Vefhönnun: Hugsa sér!
Merki Félags kvikmyndagerðarmanna