Merki Félags kvikmyndagerðarmanna
*/?>
fk4heim.jpg

Fréttir

Niðurstöður nýrrar könnunar !

Við það að skera framlag íslenskra kvikmyndasjóða niður um 240 milljónir króna eins og gert er í fjárlögum 2010, mun greinin verða af 5 milljarða tekjum á árunum 2010–2013.

Frétt á MBL

Félög kvikmyndagerðarmanna kynntu skýrslu í vikunni sem nefnist „Hver fjármagnar íslenska kvikmyndagerð“ á blaðamannafundi í Þjóðmenningarhúsinu.

Skýrslan er fjármögnuð af hagsmunafélögum kvikmyndagerðarmanna: FK, SÍK, SKL og FSK og var unnin af Ólafi Arnarsyni sjálfstætt starfandi ráðgjafa, Hilmari Sigurðssyni ritara SÍK og Önnu Maríu Sigurjónsdóttur sem stjórnaði upplýsingaöflun frá framleiðendum. Þetta er nákvæm og vel unnin skýrsla og niðurstaða hennar er í stuttu máli sú að allt það fé sem að íslenska ríkið leggur til kvikmyndagerðar í gegnum Kvikmyndamiðstöð og Iðnaðarráðuneytið skilast til baka í kassann á framleiðslutímabili kvikmyndaverksins.
Niðurskurður um 240 miljónir í greininni eins og gert er í fjárlögum þessa árs leiðir það af sér að greininni mun verða af 5 milljörðum í tekjum á árunum 2010-2013.
Þar af leiðir munu um 300 störf tapast í greininni og til samanburðar má benda á að atvinnuleysisbætur fyrir 300 manns í 1 ár nema um 540 milljónum króna.
Því er er ljóst að þessi niðurskurður er mjög heimskulegur þar sem að hann veldur mun meiri skaða en sparnaði líkt og ætlun er með niðurskurði.
Það er því ljóst að fulltrúar stjórnvalda bera ekki skynbragð á hvernig til lagt fjármagn margfaldast í meðförum kvikmyndabransans og skilar sér að fullu í kassann til baka. Skýrsluna er hægt að nálgast hér í heild sinni.
Félag kvikmyndagerðamanna / The Icelandic Film Makers Association | Hverfisgata 54 | 101 Reykjavík | Iceland
Vefhönnun: Hugsa sér!
Merki Félags kvikmyndagerðarmanna