Merki Félags kvikmyndagerðarmanna
*/?>
tkur__Alfre_Elasson_og_Loftleiir2.jpg

Fréttir

Sýning í Bæjarbíói 23. og 27. mars

Kvikmyndasafnið sýnir: "Romeo and Juliet" frá 1997 með DiCaprio og Danes, þriðjudag. 23. mars kl. 20:00 og laugardag 27. mars kl. 16:00

Húsið opnar ca. hálftíma fyrir sýningu.

Verð aðgöngumiða er kr. 400.- f. meðlimi FK er framvísa skírteini.

romeojuliaLeikstjóri :Baz Luhrman

Rómeó og Júlía er nútímaleg kvikmyndaaðlögun að samnefndu leikriti Williams Shakespeare og sérstaklega ætlað að ná til ungs fólks. Sögusviðið er tilbúinn bær, Verónaströndin eða VeronaBeach. Þar er háð stríð sem stendur á milli fyrirtækja iðnjöfranna Montague og Capulet fremur en að það byggi á beinum fjölskyldudeilum. Þó verður unga fólkið Rómeó og Júlía sem tilheyra hvort sinni fjölskyldunni, að fara leynt með ástarsamband sitt. Í myndinni eru vopnin byssur í stað sverða leikritsins og eltingaleikir fara ekki fram á hlaupum heldur í bílum en engu að síður er texta skáldsins haldið að mestu óbreyttum þótt um úrdrátt úr upprunalega verkinu sé að ræða.

Tónlist myndarinnar samanstendur af rokk- og popplögum sem mörg hver náðu miklum vinsældum en hljóðrásin hefur einnig að geyma dramatískar útsetningar fyrir sinfóníuhljómsveit og undir lokaatriði myndarinnar heyrist lokakafli Tristan og Ísold eftir Wagner. Tónlistin úr myndinni var næstsöluhæsta plata Ástralíu 1997.

Leikstjórinn Luhrman hafði Leonardo DiCaprio alltaf í huga sem Rómeó en það tók hann nokkurn tíma að finna réttu leikkonuna í hlutverk Júlíu, Claire Danes. Valið virðist hafa verið rétt því bæði hafa hlotið fjölda verðlauna fyrir leik sinn í rómantískri kvikmynd.

 

Bandaríkin (1996). FILMA.

Aðalleikarar: Leonardo DiCaprio, Claire Danes.

Lengd: 120 mín, litur. - Íslenskur texti.

Sýningar eru í Bæjarbíói, Strandgötu 6, Hafnarfirði, þriðjudaga kl. 20:00 og laugardaga kl. 16:00.

 

Húsið opnar ca. hálftíma fyrir sýningu.

Verð aðgöngumiða er kr. 500.-

Sími í Bæjarbíói á sýningartíma 555-6160
Sími Kvikmyndasafns Íslands: 565 5993 á skrifstofutíma.

www.kvikmyndasafn.is

kvikmyndasafn hjá kvikmyndasafn.is

 


Félag kvikmyndagerðamanna / The Icelandic Film Makers Association | Hverfisgata 54 | 101 Reykjavík | Iceland
Vefhönnun: Hugsa sér!
Merki Félags kvikmyndagerðarmanna