Merki Félags kvikmyndagerðarmanna
*/?>
fk3heim.jpg

Fréttir

Regnboginn - heimili kvikmyndanna

Undirbúningshópur um bíótek (cinematheque) í Regnboganum við Hverfisgötu fagnar ákvörðun borgarráðs um að veita alls 1seq_2007_regnboginn2 milljónum króna til þessa mikilvæga verkefnis. Fénu verður annarsvegar varið í breytingar á forsölum og framhlið hússins og hinsvegar í að ýta starfseminni úr vör.

Stefnt er að því að starfsemi hefjist í september og verður reglulega boðið uppá fjölbreytt úrval kvikmynda, gamalla og nýrra, úr öllum áttum og við hæfi allra aldurshópa. Í Regnboganum verður aðsetur kvikmyndahátíða og sérstök áhersla verður lögð á að kynna börnum og unglingum kvikmyndasöguna, innlenda og erlenda, með sérstökum skólasýningum. Stefnt er að því að þær hefjist á næsta ári. Þarna verður einnig að finna kaffihús og verslun með mynddiska, bækur og annað kvikmyndatengt efni. Verður Regnboginn því áfangastaður allra þeirra sem vilja dvelja í heimi kvikmyndanna til lengri eða skemmri tíma.

Undirbúningur þessa verkefnis hefur staðið yfir frá síðasta ári. Sérstakt félag um reksturinn verður stofnað á næstu dögum. Það verður í eigu fagfélaga kvikmyndagerðar, dreifingaraðila kvikmynda, Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík og nýstofnaðra samtaka kvikmyndaunnenda. Auglýst verður eftir framkvæmdastjóra hins nýja félags nú um helgina.

Kvikmyndamiðstöð Íslands hefur þegar tekið aðra hæð Regnbogahússins á leigu undir starfsemi sína. Þá er stefnt að því að Kvikmyndaskóli Íslands nýti húsnæðið yfir daginn virka daga. Húsið mun því verða nokkurskonar hjarta kvikmyndamenningar í landinu; heimili kvikmyndanna. Hús af þessu tagi eru meðal lykilmenningarmiðstöðva höfuðborga víðsvegar um heim, vinsælir áfangastaðir fyrir heimamenn jafnt sem ferðamenn. Þau má til dæmis finna á öllum Norðurlöndunum, velflestum Evrópulöndum og flestum stærstu borgum Bandaríkjanna og Kanada.

Hugmyndin er að Regnboginn bíótek verði samvinnuvettvangur sem flestra þeirra sem koma að kvikmyndamálum í landinu, þar með talið dreifingaraðila kvikmynda, íslenskra kvikmyndaframleiðenda, Kvikmyndamiðstöðvar Íslands, Kvikmyndasafns Íslands og kvikmyndahátíða ásamt Kvikmyndaskóla Íslands og annarra menntunaraðila á sviði kvikmynda. Markmiðið er að veita almenningi nýja þjónustu á sviði kvikmynda.

Alhliða kvikmyndamenningarmiðstöð hefur aldrei verið til hér á landi fyrr. Það er sannfæring aðstandenda verkefnisins að þetta verði ekki aðeins til að efla uppbyggingu í miðborginni, heldur einnig til að auka breiddina í menningarflóru Reykjavíkurborgar, borgarbúum og landsmönnum öllum til hagsbóta, auk þeirra tugþúsunda erlendra ferðamanna sem árlega heimsækja borgina.

______________________________________________________________________________________________________

Nánari upplýsingar gefur framkvæmdastjóri undirbúningshópsins, Ásgrímur Sverrisson, í síma 861 9126. Netfang: This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Félag kvikmyndagerðamanna / The Icelandic Film Makers Association | Hverfisgata 54 | 101 Reykjavík | Iceland
Vefhönnun: Hugsa sér!
Merki Félags kvikmyndagerðarmanna