Merki Félags kvikmyndagerðarmanna
*/?>
fk4heim.jpg

HOLDING HANDS FOR 74 YEARS VINNUR ÁHORFENDAVERÐLAUN RS&DStutta heimildamyndin Holding Hands for 74 years í leikstjórn Sigríðar Þóru Ásgeirsdóttur vann áhorfendaverðlaunin á Reykjavík Shorts&Docs Festival sem veitt voru í Bíó Paradís nú fyrr í kvöld. Holding Hands for 74 Years er ástarsaga. Sagan hefst í Reykjavík 1939 þar sem við kynnumst Lúðvík og Arnbjörgu. Við kynnumst hvernig æskuást þeirra þroskaðist og dafnaði í 74 ár. Það er einstakt að eiga sama lífsförunaut svo lengi og fáir fá að verða þeirrar gæfu og ástar aðnjótandi.

Stuttmyndirnar Sker eftir Eyþór Jóvinsson varð í 2. sæti í áhorfendakosningunni og stuttmyndin Leitin af Livingstone eftir Veru Sölvadóttur varð í 3. sæti.  Áhorfendaverðlaunin voru í boði Tónastöðvarinnar.

12. hátíð Reykjavík Shorts&Docs Festival er lokið og þótti hátíðin vel heppnuð. Opnunarmyndin, 20.000 Days on Earth, heimildamynd um tónlistarmanninn Nick Cave, fékk afbragðsdóma áhorfenda og bíógagnrýnenda í Harmageddon og Morgunblaðinu. Myndin verður tekin til sýninga í Bíó Paradís seinna á árinu svo að aðdáendur Nick Cave þurfa ekki að örvænta ef þeir misstu af sýningu myndarinnar á hátíðinni.

BOÐAÐ TIL AÐALFUNDAR FÉLAGS KVIKMYNDAGERÐARMANNA


Mánudaginn
7. apríl 2014 í Iðnó kl. 20:00

Stjórn félags kvikmyndagerðarmanna boðar til aðalfundar.

Dagskrá:
Aðalfundarstörf skv. lögum félagsins.
1. skýrsla stjórnar
2. endurskoðaðir reikningar félagsins
3. lagabreytingar - stéttarfélagið FK
4. kosning stjórnar
5. kosning endurskoðenda
6. önnur mál

DRÖG AÐ NÝJUM LÖGUM FK

Nú hafa lögfræðingar félagsins Ágúst Karl Karlsson og Halldór Bachmann ásamt lögfræðingi RSÍ Dagný Ósk Aradóttir Pind og lögfræðingur ASÍ Magnús Norðdahl yfirfarið drög að nýjum lögum Félags kvikmyndagerðarmanna og þeir annmarkar sniðnir af þeim sem augljósir eru á þessari stundu.

Hægt er að skoða drögin með því að smella >>>HÉR<<<

Lögin voru lögð fyrir félagsfund í byrjun mars þar sem að nokkrar athugasemdir komu fram svo og við nokkrar til viðbótar eftir frekari yfirferð af hálfu lögfræðingateymisins.

FK GERIST SYSTRAFÉLAG NORSK FILMFORBUNDET


Um miðjan mars áttu formaður FK, Hrafnhildur Gunnarsdóttir og Sverre Pedersen formaður Norsk Filmforbund fund í Oslo um þá stéttarfélagsbaráttu sem framundan er hjá kvikmyndgerðarmönnum á Íslandi. Sverre Pedersen bauðst til að aðstoða FK í því ferli sem er framundan og bauð FK að gerast systrafélag NF. Stjórn Félags kvikmyndagerðarmanna samþykkti á stjórnarfundi í vikunni að þiggja þetta góða boð.  Norska filmforbunded er eitt sterkast stéttarfélag sem starfrækt er á Norðurlöndunum og því er aðstoð þeirra vel þegin. Áætluðu formenn félaganna að sækja um styrk til þess að halda námskeið næsta haust fyrir félagsmenn um réttindi þeirra og skyldur svo og að bjóða fulltrúum kvikmyndatökumanna, ljósamanna/grip og klippara að koma til Íslands og ræða fagleg málefni og skipulag gilda félagsins

HUGBÚNAÐARSETRIÐ BÝÐUR UPP Á NÁMSKEIÐ Í ADOBE HUGBÚNAÐI


Hugbúnaðarsetrið býður upp á Adobe hugbúnað á einfaldan hátt og á kjörum sem mælt er með frá Adobe Europe að Adobe Certifed Reseller.
Fyrirtækið býður ekki bara upp á Adobe hugbúnað, heldur einnig upp á námskeið með bestu fáanlegum kennurum á mismunandi sviðum. Í næstu viku stendu fyrirtækið fyrir þremur námskeiðum í kvikmynda- og vídeóvinnslu með Adobe hugbúnaðarlausnum sem hér segir:
Fimmtudaginn 27. mars frá 9-5 Kynning á klippiforritinu Adobe Premiere Pro
Föstudaginn 28. mars frá 9-5 – Adobe Creative Cloud video workflows
Mánudaginn 31. mars frá 9-5 – Advanced editing techniques and efficiency with Premiere Pro
Námskeiðin sem eru í boði í næstu viku er kennd af Maxim Jago. Maxim er kvikmyndagerðarmaður, sem hefur framleitt kennsluefni fyrir Adobe og ýmsa aðra sem miðla slíku kennsluefni.
Frekari upplýsingar og skráning fer fram á: https://www.hugbunadarsetrid.is/innlend-kennsla
Félagar í FK fá góðan afslátt sem hér segir:
Fyrir 1 dag, 20 % afsláttur.     Kóði:  HS201403MJ_SKU_F1

Fyrir 2 daga, 30% afsláttur.    Kóði:  HS201403MJ_SKU_F13

Fyrir 3 daga, 40% afsláttur.    Kóði:  HS201403MJ_SKU_F24

VIÐKOMANDI KÓÐI ER SETTUR INN EFTIR AÐ VIÐKOMANDI HEFUR SETT ÞAU NÁMSKEIÐ SEM HANN ÆTLAR AÐ SÆKJA Í KÖRFU Á VEFVERSLUN HUGBÚNAÐARSETURSINS.

GREIÐSLA ÞARF AÐ FARA FRAM MEÐ KREDIT KORTI.

Félag kvikmyndagerðamanna / The Icelandic Film Makers Association | Hverfisgata 54 | 101 Reykjavík | Iceland
Vefhönnun: Hugsa sér!
Merki Félags kvikmyndagerðarmanna