Merki Félags kvikmyndagerðarmanna
*/?>
AdalfundurFK8.feb2010.jpg

Aðalfundur FK v. 2010 þann 26.febrúar

 

Aðalfundur FK verður haldinn á efri hæð Iðnó að Vonarstræti 3, laugardaginn 26.febrúar kl.16:00.

 

Dagskrá:FK_logoAðalfundarstörf skv. lögum félagsins.
1. skýrsla stjórnar
2. endurskoðaðir reikningar félagsins
3. lagabreytingar ef einhverjar eru
4. kosning stjórnar
5. kosning endurskoðenda
6. önnur mál

Vonumst við eftir að sjá sem flesta.
Þetta félag á að innihalda okkur öll sem höfum starfað í kvikmyndageiranum í meira en eitt ár.
Nýtum okkur þennan hatt til að sameinast undir og berjast fyrir okkar kjörum.

Verið er að vinna í að stofna kjaradeild FK og mun það mál einnig vera rætt á fundinum. Bindum við miklar vonir til þess að með því skrefi komi meiri alvara í okkar baráttu og við getum tryggt meira öryggi og faglega viðurkenningu á hinum ýmsu störfum innan kvikmyndabransans.

Aðalfundur FK 2011

Aðalfundur FK var haldinn á efri hæð Iðnó að Vonarstræti 3, laugardaginn 26.febrúar kl.16:00-18:00

FK_logo
Buðum við þar Goða Má Guðbjörnsson velkominn í stjórnina.

Stjórn 2011:
Formaður
     Hrafnhildur Gunnarsdóttir
Varaformaður
     Stefanía Thors
Gjaldkeri
     Guðbergur Davíðsson
Ritari
     Anna Þóra Steinþórsdóttir
Stjórnarmaður
     Anton Máni Svansson
Stjórnarmaður    
     Arnar Marrow Einarsson
Stjórnarmaður
    Júlía Embla Katrínardóttir
Varamaður stjórnar
    Guðmundur Erlingsson
Varamaður stjórnar
    Goði Már Guðbjörnsson

Jón Karl Helgason og Hákon Már Oddsson voru samþykktir áfram sem endurskoðendur félagsins.

Smellið á eftirfarandi til að skoða nánar:
Skýrsla formanns FK v. starfsársins 2010.
Fundargerð aðalfundar FK 2011

Reykjavík Shorts&Docs 2011

rsd2010_logo

Heimilda- og stuttmyndahátíðin í Reykjavík, REYKJAVIK SHORTS&DOCS verður haldin í níunda sinn frá 27-31.janúar 2011 í Bíó Paradís ! 

Kíkjið á facebook síðu hátíðarinnar fyrir allar nánari upplýsingar, einnig er öll dagskráin á vefsíðu Bíó Paradísar !

Bæklinginn með öllum helstu upplýsingum er einnig hægt að sækja í pdf formi með því að klikka HÉR ! !


Sýndar verða 40 myndir frá Íslandi og Norðurlöndum. Stuttmyndir, heimildamyndir og teiknimyndir. Miðaverð einungis 500.kr !
 

Hátíðin verður sett fimmtudagskvöldið 27. janúar með íslensku heimildamyndinni Roðlaust og Beinlaust eftir Ingvar Á. Þórisson en hann hefur fylgst með áhöfninni á Kleifarberginu sem sýnir íslenska sjómenn í ólgusjó, hvunndagshetjur sem hafa fundið skemmtilega leið til að létta sér lífið með því að spila og syngja saman í samnefndri hljómsveit. Rodlaust_og_beinlaust_FINAL

Þá verður fjöldi áhugaverðra mynda frumsýndur á hátíðinni, íslenskar og erlendar, þar á meðal splunkuný íslensk stuttmynd Yes Yes eftir MaríuYes_yes_still Reyndal um taílenska konu sem kemur til Íslands til að ganga í hjónaband og í von um betra líf. 

 

Aðrir áhugaverðir atburðir eru t.d. frumsýning á myndinni Blood in the mobile eða Blóðgemsar eftir danska leikstjórann Frank Poulsen, sem verður sérstakur gestur hátíðarinnar. Heimildamyndin hans hefurblood_in_the_mobile vakið verðskuldaða athygli á ýmsum kvikmyndahátíðum m.a. IDFA í Amsterdam en hún fjallar um málma frá Kongó sem notaðir eru í framleiðslu á farsímum. Á síðustu 15 árum hafa fimm milljón manns látist í borgarstyrjöld í landinu og SÞ hefur staðfest að tengsl séu á milli styrjaldarinnar og málmiðnaðarins.

   

Í ár hafa aðstandendur Reykjavík Shorts and Docs tekið upp á þeirri nýbreytni að helga hluta hátíðarinnar teikni- og hreyfimyndum. Sýndar verða íslenskar hreyfimyndir, sem eru að sækja í sig veðrið, og miss-barwebdansk/sænska verðlaunamyndin Miss Remarkable & Her Career, en myndin var valin besta stuttmynd hátíðar á Nordisk Panorama í Bergen síðastliðið haust. Þetta er sannkallaður gimsteinn, teiknimynd fyrir fullorðna, uppfull af svörtum húmor um neikvæðar innri raddir, óraunhæfar væntingar foreldra og starfsferil á leið í vaskinn.

 

Að lokum má nefna afar merkilega heimildamynd sem heitir Ångrarna eða Eftirsjá sem fjallar um tvo sænska karla sem gengust undir skurðaðgerð til leiðréttingar á kyniangrarna_tall_455 sínu og gengu stóran hluta lífs síns sem konur. Báðar komast þær að þeirri niðurstöðu, hvor í sínu lagi, að leiðréttingaraðgerðin hafi verið mistök og lifa nú sem karlar á ný. Í þessari ótrúlegu og fallegu sögu hittast tveir menn og ræða hispurslaust um líf sitt. Á eftir sýningu kvikmyndarinnar verða pallborðsumræður um innihald hennar, fjölbreytileika transfólks og kynjamismun. Í pallborðinu taka þátt Anna Jonna Ármannsdóttir, ritari Trans Íslands, Óttar Guðmundsson, geðlæknir, Rannveig Traustadóttir, prófessor og Tora Victoría, listamanneskja og trans.

Metár í úthlutun evrópskra styrkja

Metár í úthlutun evrópskra styrkja frá MEDIA áætlun ESB og Eurimages kvikmyndasjóði Evrópuráðsins til íslenskra kvikmynda árið 2010
Árið 2010 var metár í úthlutun styrkja frá evrópsku kvikmynda-sjóðunum til íslenskra verkefna, en ríflega 836 þúsund evrum (ríflega 136 milljónum króna á meðalgengi ársins) var úthlutað frá Eurimages kvikmyndasjóði Evrópuráðsins og MEDIA áætlun ESB til að framleiða og dreifa íslenskum kvikmyndum sem og til að sýna evrópskar kvikmyndir á Íslandi. Þetta sýnir kjark og dugnað íslenskra kvikmyndagerðarmanna í erfiðu árferði

Um þessar mundir eru 18 ár frá því að Ísland byrjaði að taka þátt í MEDIA áætlun ESB. Á þessum tíma hefur verið úthlutað um 800 milljónum íslenskra króna til íslenskra fyrirtækja til að undirbúa gerð kvikmynda og til framleiðslu þeirra og til íslenskra dreifenda til að sýna um 100 evrópskar kvikmyndir á Íslandi.  Þá hafa 12 íslenskar kvikmyndir fengið úthlutað tæpum 250 milljónum til að styrkja sýningar þeirra í samtals 27 löndum.

Sjá nánar...

Viltu gera stuttmynd? umsóknarfrestur til 10.des.2010

Skæruhernaður í kvikmyndagerð:skaeruhernadur-207x300

Kvikmyndafélagið Klapp auglýsir eftir fólki sem vill gera stuttmynd!

Klapp er samvinnufélag Kvikmyndagerðafólks sem var stofnað 2010. Markmið

félagsins er að ýta undir grastótastarfsemi í kvikmyndagerð og að skapa

samfélag kvikmyndagerðafólks sem nýtur stuðnings hvers annars.

Skæruhernaður í kvikmyndagerð er verkefni sem stutt er af Reykjavíkurborg.

Félagið mun veita stuðning til framleiðslu 10 stuttmynda. Stuðningurinn felst í:

1) Afnotum af grunn búnað til kvikmyndagerðar

     ‐ Myndavél, hljóðbúnað, ljosa‐ og gripbúnað.

2) Aðstoð við framleiðslu

     ‐ Áætlunargerð á tima‐ og kostnað, auk ráðgjafar á öðrum sviðum.

3) Aðgengi að handrita og leiklistarsmiðjum

     ‐Smiðjurnar gefa þáttakendum tækifæri til að þróa hugmyndir sínar og fá

uppbyggilega gagnrýni hvers annars auk þess sem það er kjörinn vetvangur til að

kynnast öðru kvikmyndagerðarfólki og leikurum.

Myndirnar geta verið í hvaða formi sem er, söguformi, ljóðrænar

stemningsmyndir, stuttar heimildarmyndir eða tónlistarmyndbönd.

Ennfremur eru þáttakendur ábyrgir fyrir framleiðslu sinna mynda og eiga einir

réttinn af þeim að verkefninu loknu.

Umsóknarfrestur er til 10. desember 2010.

Nánari upplýsingar á www.klapp.is

Félag kvikmyndagerðamanna / The Icelandic Film Makers Association | Hverfisgata 54 | 101 Reykjavík | Iceland
Vefhönnun: Hugsa sér!
Merki Félags kvikmyndagerðarmanna