Merki Félags kvikmyndagerðarmanna
*/?>
koldslodBma.jpg

Störf í boði í Bíótekinu

FRAMKVÆMDASTJÓRI &  REKSTRARAÐILI KAFFIHÚSS OG VERSLUNAR

Fyrirhugað félag um bíótek í Regnboganum óskar eftir að ráða framkvæmdastjóra.
Einnig er óskað eftir samstarfi við rekstraraðila kaffihúss og verslunar í húsinu.
• Við leitum annarsvegar að manneskju í framkvæmdastjórastöðu sem hefur skýra sýn á starfsemi af þessu tagi. Viðkomandi þarf að hafa reynslu af rekstri og stjórnun; geta sýnt frumkvæði, fagmennsku, samskiptahæfni og metnað í vinnubrögðum og hafa hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku. Þekking á kvikmyndadreifingu og kvikmyndasýningum er kostur. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.
• Hinsvegar leitum við að samstarfi við rekstraraðila kaffihúss og verslunar í húsinu. Þetta gæti verið sami aðilinn eða sitthvor. Á kaffihúsinu verður lögð áhersla á gott kaffi, létt meðlæti og léttvín/bjór. Í versluninni verður boðið uppá mynddiska, bækur um kvikmyndir og hverskyns annan varning tengdan kvikmyndum.
Umsóknarfrestur er til og með 20. júlí 2010.

Bíótek (Cinematheque) mun taka til starfa í Regnboganum við Hverfisgötu í haust. Boðið verður uppá daglegar sýningar á fjölbreyttu úrval kvikmynda, gamalla og nýrra, úr öllum áttum og við hæfi allra aldurshópa. Einnig verður Regnboginn vettvangur kvikmyndahátíða og hverskyns viðburða á sviði kvikmynda. Þá mun Kvikmyndaskóli Íslands vera með starfsemi í húsinu yfir daginn, virka daga. Ætlunin er að kaffihús og verslun með mynddiska, bækur og annað kvikmyndatengt verði í húsinu.
Nánari upplýsingar veitir Ásgrímur Sverrisson í síma 861 9126, netfang: This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..
Umsókn og fylgigögn sendist á This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it., merkt „Regnboginn bíótek“.

Allar umsóknir verða meðhöndlaðar sem trúnaðarmál. Öllum umsóknum verður svarað.

Regnboginn - heimili kvikmyndanna

Undirbúningshópur um bíótek (cinematheque) í Regnboganum við Hverfisgötu fagnar ákvörðun borgarráðs um að veita alls 1seq_2007_regnboginn2 milljónum króna til þessa mikilvæga verkefnis. Fénu verður annarsvegar varið í breytingar á forsölum og framhlið hússins og hinsvegar í að ýta starfseminni úr vör.

Stefnt er að því að starfsemi hefjist í september og verður reglulega boðið uppá fjölbreytt úrval kvikmynda, gamalla og nýrra, úr öllum áttum og við hæfi allra aldurshópa. Í Regnboganum verður aðsetur kvikmyndahátíða og sérstök áhersla verður lögð á að kynna börnum og unglingum kvikmyndasöguna, innlenda og erlenda, með sérstökum skólasýningum. Stefnt er að því að þær hefjist á næsta ári. Þarna verður einnig að finna kaffihús og verslun með mynddiska, bækur og annað kvikmyndatengt efni. Verður Regnboginn því áfangastaður allra þeirra sem vilja dvelja í heimi kvikmyndanna til lengri eða skemmri tíma.

Undirbúningur þessa verkefnis hefur staðið yfir frá síðasta ári. Sérstakt félag um reksturinn verður stofnað á næstu dögum. Það verður í eigu fagfélaga kvikmyndagerðar, dreifingaraðila kvikmynda, Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík og nýstofnaðra samtaka kvikmyndaunnenda. Auglýst verður eftir framkvæmdastjóra hins nýja félags nú um helgina.

Sjá nánar...

Íslenskur kvikmynda gagnagrunnur !

Kæru FK-félagar kvikmyndamidstod

Kvikmyndamiðstöð Íslands hefur í nokkurn tíma unnið að því að hleypa af stokkunum gagnagrunni um íslenskar kvikmyndir. Þrátt fyrir að forritun grunnsins sé á lokastigi er mikið verk óunnið, því innskráning í grunninn er rétt að hefjast. Kvikmyndamiðstöð Íslands hefur hlotið mikinn liðsstyrk tengdan þessu verkefni, þar sem stofnunin fékk úthlutaða frá Vinnumálastofnun Íslands og Nýsköpunarsjóði námsmanna sex sumarstarfsmenn í tvo mánuði. Munu þessir starfsmenn annast gagnaöflun og innskráningu í grunninn.

Þar sem eingöngu er um tvo mánuði að ræða þarf að nýta starfskrafta þeirra vel. Við viljum því biðja ykkur um að vera reiðubúin og vinna hratt og örugglega þegar óskað verður eftir upplýsingum um myndirnar ykkar. Þetta er afar mikilvægt, því innskráning í slíkan grunn er tímafrekt ferli og samvinna allra aðila nauðsynleg svo vel megi til takast.

Tengiliðir verkefnisins eru ;

Þór Tjörvi Þórsson, This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Guðbergur Davíðsson, This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Mínútu myndir og fleiri myndbrot á síðunni

Mögulegt er að skoða ýmis myndbrot á síðunni undir flipanum "myndbrot" hér að ofan:
t.d. 1. mín myndir sem gerðar voru árið 2006 í tilefni af 40 ára afmæli Félags Kvikmyndagerðarmanna.


Þrjátíu og þrjár myndir eru komnar inn.

Þær eru eftir: Elvar Gunnarsson, Gunnar Karlsson, Ásgrím Sverrisson, Júlíus Kemp, Lárus Jónsson, Robert Douglas, Helga Sverrisson, Önnu Rögnvaldsdóttir, Gulla Magga, Ara Alexander Ergis Magnússon, Björn B. Björnsson, Rúnar Rúnarsson, Ásthildi Kjartansdóttur, Helenu Stefánsdóttir, Egil Eðvaldsson, Styrmi Sigurðsson, Reyni Lyngdal, Dag Kára Pétursson, Ólaf Jóhannesson, Katrínu Ólafsdóttir, Markel, Lárus Ýmir Óskarsson, Gunnar Björn Guðmundsson, Þorfinn Guðnason, Martein Þórsson, Erlu B. Skúladóttir, Þorgeir Guðmundsson, Silju Hauksdóttir, Jakob Frímann Magnússon, Ásdís Thoroddsen, Guðjón Jónsson, Baltasar Kormák og Sam og Gunn.

------"Sérðu Rúnar frænda" eftir Sam og Gunn má sjá hérna á forsíðunni, niðri til hægri ------

Restin kemur fljótlega !
Endilega fylgist með. Þetta eru mjög fjölbreyttar myndir frá mörgu okkar færasta kvikmyndagerðarfólki.

Artist open

Listagolf.

Fyrsta golfmót listamanna á Íslandi verður haldið á hvítasunnudag, 23. maí nk. á Nesvelli á Seltjarnarnesi.
Mótið er opið öllum félögum í fagfélögum listamanna sem aðild eiga að Bandalagi íslenskra listamanna.

Mótið er punktamót og verða veitt verðlaun fyrir þrjú efstu sætin. Þá verða bílar í verðlaun fyrir að vera næst holu á par 3 brautum.

Skráning fer fram á heimasíðu FÍH (fih.is) og verður opnað fyrir skráningu laugardaginn 1.maí kl 12 á hádegi.
Fjöldi þátttakenda er takmarkaður og því er áhugasömum bent á að skrá sig strax.

Mótið hefst kl. 9:00 og verður ræst út á öllum teigum samtímis. Mótsgjald kr 3.500 og innifalið í því gjaldi er súpa og brauð.

Í mótslok verður verðlaunaafhending með skemmtiatriðum og öðrum listrænum uppákomum.

Undirbúningsnefnd,

Arnar Jónsson FÍL

Björn B Björnsson FK

Björn Th Árnason FÍH

Helga Möller FÍH

Randver Þorláksson FÍL

Félag kvikmyndagerðamanna / The Icelandic Film Makers Association | Hverfisgata 54 | 101 Reykjavík | Iceland
Vefhönnun: Hugsa sér!
Merki Félags kvikmyndagerðarmanna