Merki Félags kvikmyndagerðarmanna
*/?>
AdalfundurFK8.feb2010.jpg

Neðansjávarkvikmyndataka

Einar Magnús Magnússon hjá Ice Art filmproduction hefur undanfarin ár sérhæft sig í neðansjávarkvikmyndun
en hann hefur langa reynslu sem leikstjóri, klippari og framleiðandi sjónvarpsmynda og auglýsinga.
Einar er með mikla reynslu af neðansjávarkvikmyndatökum eins og sjá má í meðfylgjandi sýnishorni *SMELLIÐ HÉR*
Hann hefur unnið að neðansjávarkvikmyndatökum fyrir fjölda verkefna.
Ice-Art er með afnot og aðgang að fullkomnum köfunarbúnaði, báti og í raun öllu því sem til þarf
fyrir flóknar sem og einfaldar neðansjávarkvikmyndatökur.

Ef neðansjávarkvikmynd er eitthvað sem þú hefur þörf á fyrir þitt verkefni þá ekki hika við að hafa samband við Einar í síma 659-5060.

Menningarlandið 2010 - Mótun menningarstefnu

Hvetjum kvikmyndagerðarfólk til að fjölmenna. Okkar rödd þarf að heyrast !
Skráið ykkur eigi síðar en 26.apríl. Takmarkað pláss.

Mennta- og menningarmálaráðuneyti boðar til menningarþings undir yfirskriftinni Menningarlandið 2010 – Mótun menningarstefnu, á Hótel Loftleiðum, föstudaginn 30. apríl 2010 kl. 12:30-16:45.
Á þinginu verður kynnt greining á núverandi menningarstefnu á sviði lista, menningararfs, safna, fjölmiðla og æskulýðs- og íþróttamála. Tilgangur þingsins er að fá viðbrögð við fyrirliggjandi greiningu og að fá fram hugmyndir sem gætu nýst í áframhaldandi vinnu við mótun menningarstefnu til framtíðar. Einnig verður kynnt sóknaráætlun stjórnvalda í menningarmálum og nýleg menningarneyslukönnun.

Á þinginu verður unnið í vinnuhópum með fjóra málaflokka sem eru:

-listir
-menningararfur og söfn
-fjölmiðlar
-íþrótta- og æskulýðsmál.

Við skráningu þurfa þingfulltrúar að velja einn af málaflokkunum. Áhugasamir eru beðnir að skrá sig á þingið og í hópana á vef mennta- og menningarmálaráðuneytis eigi síðar en 26. apríl.
Menningarþingið er öllum opið en nauðsynlegt getur reynst að takmarka þátttöku vegna húsrýmis en ráðstefnusalurinn tekur 200 manns í sæti.
Aðgangur er ókeypis

Getur þín sköpun skipt sköpum ?

Þér er boðið í ÞANKATANK um framtíð hinna skapandi greina á Íslandi

laugardaginn 24. apríl n.k. kl. 10:00 – 15:00

- húsið opnar kl. 9:30 - og er þátttakendum að kostnaðarlausu. Boðið verður upp á hádegishressingu. Væntanlegir þátttakendur eru beðnir að senda póst á netfangið This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. með upplýsingum um nafn, netfang , síma og listgreinina sem þeir starfa við. Staðfesting óskast fyrir dagslok mánudaginn 19.apríl.

 

Sjá nánar...

Árshátíð Kvikmyndagerðarinnar 2010 verður haldin 21 apríl!

Kæru kollegar og félagar.
emaarshatid2010 Nú er komið að árshátíðinni okkar góðu, sem var haldin fyrst í fyrra og vakti mikla lukku.  Ákveðið var að halda sama degi, þ.e.a.s. síðasta vetrardegi, og verður því árshátíðin haldin miðvikudaginn 21. apríl (í næstu viku) í Víkingasal Hótel Loftleiða og hefst hún kl. 19:00 með fordrykk.  Þemað í ár er FILM NOIR / GANGSTER, og er fólk hvatt til þess að velja lookið í samræmi við það. 

Verðið er lægra en í fyrra, þar sem við höfum gert allt sem í okkar valdi stendur til þess að keyra það niður, og kostar 6.000,- fyrir meðlimi FK, en 6.500,- fyrir aðra.  Um er að ræða forrétt og steikarhlaðborð, skemmtiatriði, verðlaunaafhendingu, DJ og fjör fram á nótt.  Innifalið í verði er matur og fordrykkur. Þeir sem gætu hugsað sér að vera með skemmtiatriði eru sérstaklega boðnir velkomnir.  Þeim sem ekki hafa sótt um inngöngu í FK, en hafa hugsað sér að gera það, geta sótt um hér á heimasíðunni til hægri: "Umsókn um aðild".

Miðasala mun fara fram frá og með næsta laugardegi til og með þriðjudegi 20. apríl á Íslenska barnum, við hliðina á Hótel Borg við Austurvöll, en þess má geta að FK meðlimir fá afslátt á þeim bar.  Þar munu meðlimir nefndarinnar standa vaktina laugard. og sunnud. kl. 14-18 og mánud. og þriðjud. kl. 16-20.  Gott væri ef þið sem eruð ákveðin í að mæta mynduð senda staðfestingu þess efnis á netfangið This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. þar sem við erum að reyna að áætla fjöldann.
Atburðurinn á facebook

Hlökkum til að gleðjast með ykkur,

fyrir hönd árshátíðarnefndar,
Fríða María.

Bíódagar 2010 - meðlimir FK fá 2 fyrir 1 !

BiodagarForsidubordi
Félag kvikmyndagerðamanna / The Icelandic Film Makers Association | Hverfisgata 54 | 101 Reykjavík | Iceland
Vefhönnun: Hugsa sér!
Merki Félags kvikmyndagerðarmanna