Merki Félags kvikmyndagerðarmanna
*/?>
tkur__Alfre_Elasson_og_Loftleiir2.jpg

Myndbrot á síðunni

Komin eru ýmis myndbrot á síðuna. Sjá uppi til hægri

Til að byrja með er komið þarna safn af sketsum sem gerðir voru núna í baráttu kvikmyndagerðarmanna til bjargar menningar.
Einnig er von á fleiri mínútumyndum þangað inn og ýmsu öðru.

Endilega sendið líka bara á okkur linka á íslensk myndbrot, trailera, sketsa, stuttmyndir o.s.frv.

sendið á This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Sýning í Bæjarbíói 23. og 27. mars

Kvikmyndasafnið sýnir: "Romeo and Juliet" frá 1997 með DiCaprio og Danes, þriðjudag. 23. mars kl. 20:00 og laugardag 27. mars kl. 16:00

Húsið opnar ca. hálftíma fyrir sýningu.

Verð aðgöngumiða er kr. 400.- f. meðlimi FK er framvísa skírteini.

Sjá nánar...

Niðurstöður nýrrar könnunar !

Við það að skera framlag íslenskra kvikmyndasjóða niður um 240 milljónir króna eins og gert er í fjárlögum 2010, mun greinin verða af 5 milljarða tekjum á árunum 2010–2013.

Frétt á MBL

Félög kvikmyndagerðarmanna kynntu skýrslu í vikunni sem nefnist „Hver fjármagnar íslenska kvikmyndagerð“ á blaðamannafundi í Þjóðmenningarhúsinu.

Sjá nánar...

Boðun á blaðamannafund

Niðurstöður nýrrar könnunar um fjármögnun íslenskra kvikmyndaverka verða kynntar á blaðamannafundi í Þjóðmenningarhúsi – miðvikudag 17. mars kl. 14

Sjá nánar...

Kvikmyndahátíð Shanghai með fókus á Norrænar myndir !

Á kvikmyndahátíðinni í Shanghai í sumar verður fókus á norrænar myndir.  Meðal annars er í boði að taka þátt í co-production markaði, hér að neðan eru upplýsingar um þá þætti sem horft verður til við val á verkefnum.  Ef þið hafið eða vitið af einhverjum verkefnum sem gætu fallið þarna undir endilega hafið samband við undirritaða sem fyrst.
Bestu kveðjur,
Sigurrós
-        Time: June 14th -16th, 2010
-        The deadline for applications is 15th April

Sjá nánar...

Félag kvikmyndagerðamanna / The Icelandic Film Makers Association | Hverfisgata 54 | 101 Reykjavík | Iceland
Vefhönnun: Hugsa sér!
Merki Félags kvikmyndagerðarmanna