Merki Félags kvikmyndagerðarmanna
*/?>
tkur__Alfre_Elasson_og_Loftleiir2.jpg

700IS Hreindýraland

Alþjóðlega myndbanda- og tilraunakvikmyndahátíðin 700IS Hreindýraland verður haldin í fimmta sinn á Egilsstöðum 20. - 27. mars. Að þessu 700isindexicelandic_02-oversinni voru innsend verk 642 frá 49 löndum en af þeim voru valin 76 verk til sýningar. Þar að auki frumsýnir myndlbandslistakonan Steina nýtt myndbandsverk fyrir sex skjái á hátíðinni.

Upplýsingar um hátíðina og dagskrá er að finna á www.700.is.
Einnig er hún á facebook Reindeerland Iceland

Sértilboð TÖLVUTEK fyrir meðlimi FK á hörðum diskum

Þessi tilboð gilda út MARS mánuð.
-> sýna þarf félagsskírteini FK til að fá þessar vörur á tilboðsverði.

Tilboð eru  í sex mismunandi útfærslur. Harðdiskhýsing með harðdisk.

Þrár stærðir: 500GB, 1TB og 1.5TB. og tvær tengileiðir: USB2 og USB2/FireWire.
tolvutek_hysingfirewiretolvutek_hardurdiskur15tolvutek_hysing
SATA2 Samsung harðir diskar 16 - 32MB NCQ. 1,5 TB eru Seagate diskar.
Sarotech hýsingar.

500GB -  USB2 = 15.900
500GB -  USB2/Firewire = 19.900

1000GB -  USB2 =  21.900
1000GB -  USB2/Firewire = 26.900

1500GB -  USB2 = 29.900
1500GB -  USB2/Firewire = 34.900

Umræða um framtíðina með Katrínu og Páli !

Upp úr skotgröfunum - umræða um framtíð íslenskrar kvikmyndagerðar

Nemendur áfangans BÍÓ213 í Fjölbrautaskólanum við Ármúla hafa efnt til fundar á þriðjudaginn 2. mars, kl.12:00 í skólanum sem nefnist „Upp úr skotgröfunum - umræða um framtíð íslenskrar kvikmyndagerðar".

Hópurinn hefur boðið Katrínu Jakobsdóttur, Menntamálaráðherra, Páli Magnússyni, útvarpsstjóra, Ragnari Bragasyni leikstjóra og Hrönn Kristinsdóttir, framleiðenda, að taka þátt á fundinum, og hafa þau staðfest komu sína.

Sjá nánar...

Frumsýning 2.mars á húsvegg Laugavegi 159

Kvikmyndin Hringurinn II eftir Eystein Guðna Guðnason verður frumsýnd 2.mars 2010, nákvæmlega 25 árum eftir að Friðrik Þór Friðriksson frumsýndi fyrstu myndina en í þetta sinn er farið fyrst norður fyrir í staðinn fyrir að fara suður eins og Friðrik gerði. Að auki eru tveir rammar, einn sem snýr aftur og annar sem snýr fram. Upplifðu hringveginn á hljóðhraða. Áhorfendur þeytast um sveitir og þorp og upplifa rigningu og sól, þoku og snjó. Lagt verður af stað frá Reykjavík og haldið norður.

Farið um Holtavörðuheiði. Komið við á Akureyri. Þaðan haldið áfram til Austfjarða. Svo verður haldið áfram framhjá Vatnajökli og svo loks endað aftur í Reykjavík 70 mínútum síðar.

Sýningin hefst kl. 20:00 og verður á tveimur húsveggjum á móti hvor öðrum á Laugavegi 159 (á milli Hlemms og Fíladelfíu).
Þar geta gangandi vegfarendur sem og ökumenn komið við lengur eða skemur.

Sjá nánar...

Fræðslukvöld ÚTÓN um höfundaréttartekjur og samninga

Tekjustreymi vegna útgáfu tónlistar og tónlistarflutnings

Fræðslukvöld um höfundaréttartekjur og samninga verður haldið
þriðjudaginn 2. mars frá kl. 19.30-22.00 í Norræna húsinu.

Farið verður djúpt ofan í saumana á höfundaréttarsamningum (publishing) og hvað ber að hafa í huga við samningagerð. Skoðuð verða tengsl höfundaréttar og sölu tónlistar í kvikmyndum, sjónvarpi og auglýsingum. Leitast verður við að svara spurningum á borð við:

Sjá nánar...

Félag kvikmyndagerðamanna / The Icelandic Film Makers Association | Hverfisgata 54 | 101 Reykjavík | Iceland
Vefhönnun: Hugsa sér!
Merki Félags kvikmyndagerðarmanna