fk4heim.jpg

ERT ÞÚ HEIMILDAMYNDAGERÐARMAÐUR/KONA?Hverjir skilgreina sig sem heimildamyndagerðarmenn? FK er að reyna að safna upplýsingum um starfandi heimildamyndagerðarmenn á Íslandi vinsamlegast sendið póst á This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. ef að þið skilgreinið ykkur sem heimildamyndagerðarmenn.

FÉLAGSFUNDUR FK UM STOFNUN STÉTTARFÉLAGS

þriðjudaginn 4. mars kl. 18 í Gym & Tonic sal KEX

Þá er loksins komið að því að stíga skrefið til fulls og gera Félag kvikmyndagerðarmanna að fullgildu stéttarfélagi.

Fyrir nokkru sendum við með pósti drög að nýjum lögum FK sem liggja nú fyrir lögfræðingum félagsins til yfirferðar og samþykktar.

Við óskum eftir því að þú kynnir þér þessi nýju lög og mætir á félagsfund sem haldin verður að KEX Skúlagötu 28, og takir þátt í umræðu um þetta mál.
Lögfræðingar félagsins og RSÍ mæta til að svara spurningum félagsmanna.

Hringlaga box - Málþing í Iðnó 8. feb 2014

Málþing í Iðnó  8. febrúar 2014

Í tengslum við aðalfund sinn býður BÍL – Bandalag íslenskra listamanna,

til málþings í Iðnó laugardaginn 8. febrúar undir yfirskriftinni

HRINGLAGA BOX

- hlutverk listanna og þátttaka listamanna í innri endurskoðun og endursköpun samfélagsins - 

Málþingið tekur til skoðunar með hvaða hætti sköpun auðgar samfélagið, ekki einungis gegnum listræna túlkun og átök heldur ekki síður með skapandi og gagnrýnni nálgun við lausn hvers konar verkefna. Í nýjustu kenningum stjórnunarfræðanna er fjallað um mikilvægi skapandi nálgunar við lausn fjölbreytilegustu  viðfangsefna og bent á aðferðir listamanna sem eftirsóknarverðar í því sambandi. Þetta hefur leitt til þess að kallað er eftir kröftum listafólks í þverfaglegu samtali og samstarfi langt út fyrir lista- og menningargeirann;  a.m.k. þegar glímt er við heftandi ramma viðtekinna hefða. Listin leitast við að gera kosmos úr kaosi en í samtímanum virðast aðrar greinar menningarinnar, ekki síst fræðin, frekar njóta trausts til markvissrar endurskoðunar og endursköpunar samfélagsins. Nálgun listanna er ekki síður meðvituð, gagnrýnin, greinandi, spurul og speglandi, þótt hún sé vissulega dularfyllri og óræðari.

En hví ætti hlutverk og erindi listarinnar sjálfrar að virðast svo framandi hinni almennu orðræðu?

Hvað eru mýtur og hvað veruleiki um skapandi vinnubrögð?

Innleggin verða flutt af skapandi fólki sem hefur reynslu af því að takast á við fjölbreytt verkefni á vettvangi atvinnulífsins og vítt og breitt um samfélagið.  Sérstakur gestur málþingsins, Jón Gnarr borgarstjóri Reykjavíkur, mun fjalla um sína nálgun á verkefnið sem átt hefur hug hans sl. fjögur ár; að stofna stjórnmálaflokk, leiða hann til sigurs í kosningum til borgarstjórnar og stýra stjórnkerfi borgarinnar heilt kjörtímabil.

.

Innleggin flytja: Saga Garðarsdóttir leikkona, Kjartan Pierre Emilsson leikjahönnuður hjá CCP, Sólrún Sumarliðadóttir tónlistarmaður og  [enn ónefndur] fulltrúi Plain Vanilla

Málþingsstjóri verður Hildigunnur Sverrisdóttir arkitekt

Fyrirkomulag málþingsins verður þannig að innleggin verða kvikmynduð og sett á vefinn að málþinginu loknu, með það að markmiði að umræðan geti haldið áfram á vefmiðlum og samskiptasíðum.

Málþingið hefst kl. 14:00 og stendur til kl. 15:45

Því lýkur með léttum veitingum og óformlegu spjalli um efni málþingsins.

Málþingið er öllum opið.

Allar nánari upplýsingar gefa Kolbrún Halldórsdóttir forseti BÍL  This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

og Hildigunnur Sverrisdóttir fagstjóri í arkitektúr við LHÍ This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.">This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

BÍL - Bandalag íslenskra listamanna, Pósthólf 637, 121 Reykjavík.  Sími 862 4808

LÖGBUNDINN HVÍLDARTÍMI

Félagi kvikmyndagerðarmanna barst kvörtun vegna samninga sem aðildarfélag í SÍK hefur látið kvikmyndagerðarmenn í lausamennsku skrifa undir þar sem þeir eru látnir gefa eftir lögbundinn 11 tíma hvíldartíma. Þó svo að málið sé flókið vegna þeirrar staðreyndar að flestir sem starfa í kvikmyndagerð reka sig sem verktaka er staðreyndin samt sú að þetta stennst ekki lög nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Við höfum beðið lögfræðing félagsins Halldór Bachmann hdl og samstarfsmanns hans Ágúst Karl Karlsson hdl um að skoða lagalega hlið málsins og eftirfarandi er hluti af þeirri greinargerð sem þeir sendu á okkur um málið.

„Lög nr. 88/1971 um 40 stunda vinnuviku taka samkvæmt efni sínu einungis til launþega og ná því ekki til verktaka.

Lög nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum gilda hins vegar um alla starfsemi þar sem einn eða fleiri menn vinna, hvort sem um ræðir eigendur fyrirtækja eða starfsmenn þeirra, þó með ákveðnum undantekningum. Tilgangur laganna er m.a. að tryggja öruggt og heilsusamlegt umhverfi á vinnustað.

Í IX. kafla laganna er mælt sérstaklega fyrir um hvíldartíma, frídaga og hámarksvinnutíma en ákvæðum hans var breytt með lögum nr. 68/2003 sem fólu m.a. í sér innleiðingu á efni vinnutímatilskipunar Evrópuráðsins, sem felur í sér tiltekin lágmarksréttindi til að tryggja öryggi og heilsu starfsmanna.

Samkvæmt 1. mgr. 53. gr. laganna skal haga vinnutíma þannig, að á hverjum 24 klukkustundum skuli starfsmenn fá a.m.k. 11 klukkustunda samfellda hvíld. Hins vegar er mælt fyrir um það í 52. gr. a. laganna að ákvæði kaflans, þ. á m. 1. mgr. 53. gr. laganna, gildir ekki um æðstu stjórnendur og þá sem ráða vinnutíma sínum sjálfir.

Af framangreindu tel ég leiða að ákvæði laganna um hvíldartíma eigi einungis við þegar um starfssamband launamanns og yfirboðara er að ræða og geti ekki átt við um verktaka, nema um annað sé sérstaklega samið.

Hins vegar er ljóst að lögin mæla fyrir um tilteknar meginreglur í vinnulöggjöf til verndar heilsu og öryggi starfsmanna sem hljóta almennt að eiga við hvort sem um launamenn eða verktaka er að ræða. Það mætti því mögulega vísa til þessara meginreglna við samningsgerð, enda ljóst að þrátt fyrir að kvikmyndagerðarmenn teljist til verktaka í þessu verkefni ráði þeir ekki framkvæmd vinnutíma sjálfir, heldur lúta boðvaldi annars aðila.“


Það er ljóst að sumir framleiðendur munu í krafti þess að þeir eru að semja við „verktaka“ halda áfram að seilast lengra og lengra í því að ganga á rétt fólks hvað varðar hvíldartíma, aðstöðu og hollustuhætti. Það er því deginum ljósara að mikilvægt er að ná heildarkjarasamning við SA - SÍK um kvikmyndagerð í landinu eins fljótt og mögulegt er. Það rímar vel við þá áætlun að FK gerist stéttarfélag kvikmyndagerðarmanna samkvæmt lögum og stefnt er á á næsta aðalfundi félagsins.

Við minnum á skjal sem að FK sendi frá sér á síðasta ári sem lýtur að því  að tryggja starfsfólki í kvikmyndagerð viðunnandi vinnuaðstæður og má nota til leiðbeiningar við gerð allra samninga. Til að skoða skjalið getur þú smellt HÉR

CALL FOR ENTRIES NORDISK PANORAMA

Call for Entries
Nordisk Panorama
Malmö, Sweden, 19-24 September 2014

Now is the time to submit your short and documentary films to Nordisk Panorama Festival and Nordisk Panorama Market!

Nordisk Panorama is the annual gathering point and the place to be for the Nordic short and documentary film community and their films. This is where you get updated on what's cooking in the Nordic region, meet fellow Nordic filmmakers to build invaluable network and get unique access to Nordic and international decision-makers. Don't miss out!

Submission deadlines:

Festival Competitions:
Films completed in 2013: 15 February
Films completed in 2014: 1 May

Market:
Films completed in 2013: 1 May
Films completed in 2014: 1 August

Click here for online submission and regulations.


Nordisk Panorama
Nordisk Panorama is the main platform for short films and documentaries in the Nordic region, offering an annual business venue and showcase. It spans all professional focus areas from development and financing to distribution and exhibition.

To be eligible for the festival and market, the film must:
- qualify as an independent production
- qualify as a Nordic production or be directed by a Nordic director
- be completed within the current or preceding year
- be subtitled in English or English versioned

Documentaries are accepted in any length and short films include all forms of animation, fiction and experimental films of up to 60 minutes.

Nordisk Panorama Festival
Nordisk Panorama Festival screens the best Nordic shorts and docs in three competition programmes and in Nordic side programmes. The festival also features seminars, masterclasses and social events.

Nordisk Panorama Market
Nordisk Panorama Market is the only place that offers a comprehensive overview of Nordic short and documentary film production, from films completed in the past year to titles in the pipeline.

The market films are presented to international buyers, distributors and programmers during the event as well as at Nordisk Panorama Market Online all year round.

Submitting your film to the market also gives you and your film unique access to the international professionals in place through pre-booked one-to-one meetings.

A paid film in the market will give a key person from the film a discount on the Nordisk Panorama accreditation.

Félag kvikmyndagerðamanna / The Icelandic Film Makers Association | Hverfisgata 54 | 101 Reykjavík | Iceland
Vefhönnun: Hugsa sér!