Merki Félags kvikmyndagerðarmanna
*/?>
fk3heim.jpg

FK BÝÐUR 50% AFSLÁTT Á RIFF

FK býður meðlimum sínum 50% afslátt af hátíðarpassa RIFF semog 8 miða klippikorti.

Endilega nýta sér þetta ! 
Það þarf að sýna skírteinið í miðasölunni.

RIFF2013

HEINO DECKERT MEÐ HEIMILDAMYNDASMIÐJU Á ÍSLANDI – UMSÓKNAFRESTUR TIL 3. OKTÓBER


Kvikmyndamiðstöð Íslands, í samstarfi við fagfélög kvikmyndagerðarmanna, standa fyrir vinnusmiðju fyrir heimildamyndir dagana 17. – 20. október 2013. Heino Deckert mun stýra smiðjunni. Umsóknarfrestur er til 3. október.

Umsóknir skulu sendar í tölvupósti á This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og þeim skulu fylgja söguþráður verkefnis sem og uppkast að handriti (e. first treatment) á ensku. Stikla og/eða annað myndefni styrkir umsókn. Verkefni sem miða að erlendri fjármögnun ganga fyrir. Vinnusmiðjan fer fram á ensku og er þátttökugjaldið 25.000 krónur á hvert verkefni sem valið er inn á smiðjuna. Nánari tilhögun verður auglýst síðar.

Við hvetjum alla gjaldgenga aðila til að sækja um, enda koma Heino Deckert hvalreki fyrir heimildamyndagerðarmenn. Deckert hefur framleitt yfir 70 verðlaunaðar, heimildamyndir, var formaður European Documentary Network 2006-2008 og hefur haldið fjöldan allan af vinnustofum fyrir heimildamyndagerðarmenn.

Sjá nánar um Heino Deckert hér: http://www.eurodoc-net.com/catalogue/cv_deckert.pdf

Starfslaun listamanna 2014

Auglýst eru til umsóknar starfslaun listamanna sem úthlutað verður árið 2014 í samræmi við ákvæði laga nr. 57/2009.

Umsóknarfrestur rennur út miðvikudaginn 25. september 2013, kl. 17.00.
Sækja skal um listamannalaun á vef Rannís, vefslóðin er: rannis.is
Starfslaun eru veitt úr sex sjóðum, þeir eru:
1.   launasjóður hönnuða
2.   launasjóður myndlistarmanna
3.   launasjóður rithöfunda
4.   launasjóður sviðslistafólks
5.   launasjóður tónlistarflytjenda
6.   launasjóður tónskálda

Hægt er að sækja um starfslaun fyrir listamann í einn launasjóð eða fleiri, sé verkefni þess eðlis að það falli undir fleiri sjóði en einn. Ennfremur er unnt að sækja um starfslaun fyrir skilgreint samstarfsverkefni listamanna/hópa í einn launasjóð eða fleiri, falli verkefnið undir fleiri sjóði en einn.

Auk starfslauna er sjóðunum heimilt að veita ferðastyrki.

Sjá nánari upplýsingar um ferli og fylgigögn á: www.listamannalaun.is og www.rannis.is
Stjórn listamannalauna
ágúst 2013

Örvarpið á RÚV

Okkur langar að kynna fyrir ykkur Örvarpið, sem er nýr vettvangur fyrir íslenskar örmyndir og hefur nú opnað á vefslóðinni http://www.ruv.is/orvarpid

orvarpid_logo_banner

Örvarpið er örmyndahátíð RÚV á netinu og vettvangur fyrir upprennandi, skapandi og framsækið fólk í kvikmyndalist.

Hátíðin er ætluð öllum með áhuga á kvikmyndalist - reyndum sem óreyndum, ungum sem öldnum. Til að taka þátt í hátíðinni skal senda inn mynd og fylla út umsókn hér: http://www.ruv.is/orvarpid

Myndin má ekki vera lengri en 5 mínútur. Sérstök valnefnd velur vikulega eitt verk til sýningar á vef Örvarpsins. Valin verk verða í kjölfarið til sýningar á örmyndahátíð Örvarpsins í Bíó Paradís, sem haldin verður snemma árs 2014. Bestu verkunum verða einnig gerð skil í sjónvarpi.

Fyrsta birting á vef Örvarpsins verður fimmtudaginn 19. september, og verða 12 vikulegar birtingar eftir það fram að áramótum.

http://www.ruv.is/orvarpid
This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Ritsmiðjan fer aftur af stað

Ritsmiðja Helga Sverrissonar og Eyrúnar Óskar Jónsdóttur fer fljótlega af stað, annað árið í röð.

Eins og áður verður ritsmiðjan haldin á þriðjudagskvöldum frá klukkan 19 til 21. Byggt verður á bókinni Anatomy of Story eftir John Truby en aðrar bækur verða líka ræddar.

Þátttakendur koma með hugmynd að eigin verki; smásögu, skáldsögu, leikriti eða kvikmyndahandriti í ritsmiðjuna og vinna að því í vetur. Þátttakendur vinna að eigin verki en þeir þurfa líka að gefa sér tíma til að kynna sér verk annarra í ritsmiðjunni og taka þátt í umræðum.

Það kostar ekkert að taka þátt í ritsmiðjunni en búast má við kostnaði vegna bókakaupa.

Fjöldi þátttakenda í ritsmiðjunni er takmarkaður og eru áhugasamir hvattir til að senda tölvupóst ásamt ferilskrá á netfangið This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir 25. september næstkomandi.

Félag kvikmyndagerðamanna / The Icelandic Film Makers Association | Hverfisgata 54 | 101 Reykjavík | Iceland
Vefhönnun: Hugsa sér!
Merki Félags kvikmyndagerðarmanna