Merki Félags kvikmyndagerðarmanna
*/?>
koldslodBma.jpg

Ný stjórn FK og heiðursfélagar

Ný stjórn Félags kvikmyndagerðarmanna efri röð frá vinstri Sigríður Rósa Bjarnadóttir, Anna Þóra Steinþórsdóttir, Bergsteinn Björgúlfsson, Rebekka A. Ingimundardóttir, Hrafnhildur Gunnarsdóttir, Fahad Falur Jabali, Stefanía Thors og Guðbergur Davíðsson. Neðri röð sitja þrír af nýjum heiðursfélögum FK: Gísli Gestsson, Karl G. Jeppesen, og Páll Steingrímsson.
 

NÝ STJÓRN FK KOSIN
Ný stjórn var kosin á aðalfundinum þar sem að Sigríður Rósa Bjarnadóttir og Hákon Már Oddson tóku sæti í stjórninni. Anton Máni Svansson og Ósk Gunnlaugsdóttir gáfu ekki kost á sér aftur og er þeim þakkað fyrir störf sín fyrir hönd kvikmyndagerðarmanna. Ný stjórn er því skipuð Hrafnhildi Gunnarsdóttur formanni, Stefaníu Thors varaformanni, Önnu Þóru Steinþórsdóttur, Bergsteini Björgúlfssyni, Fahad Fali Jabali, Guðbergi Davíðssyn, Hákoni Má Oddssyni, Rebbekku Ingimundardóttir og Sigríði Rósu Bjarnadóttur. Stjórn á eftir að skipta með sér störfum sem verður gert á fyrsta stjórnarfundi.


6 FÉLÖGUM VEITT HEIÐURSFÉLAGANAFNBÓT

Sex félögum var veitt heiðursfélaganafnbót á aðalfundi félagsins. Það voru þeir: Andrés Indriðason, Gísli Gestsson, Guðmundur Guðmundsson, Hjálmtýr Heiðdal, Karl G. Jeppesen og Páll Steingrímsson. Þeir hljóta heiðursfélagatitilinn fyrir vel unnin störf í kvikmyndagerð. Samkvæmt lögum Félags kvikmyndagerðarmanna er heiðursfélagi Félags kvikmyndagerðarmanna annars vegar sæmdarheiti, sem hlotnast mönnum fyrir mikilsvert framlag þeirra til eflingar félaginu og/eða kvikmyndagerðarmönnum og konum sem eiga að baki farsælan starfsferil sem kvikmyndagerðarmenn. Allir þeir félagsmenn sem ná 67 ára aldri og hafa verið félagsmenn í FK í a.m.k. 5 ár skuldlaust verða sjálfkrafa heiðursfélagar. Við óskum heiðursfélögum til hamingju og þökkum þeim fyrir vel unnin störf.

Opinn fundur með Petri Kemppinen í Bíó Paradís fimmtudaginn 10. apríl.

nordic_logo

Petri Kemppinen, forstjóri Norræna- kvikmynda og sjónvarpssjóðsins, og Karolina Lidin, ráðgjafi sjóðsins á sviði heimildamynda munu halda fundi og kynningu dagana 9. – 11. apríl til að kynna starfsemi sjóðsins og þá styrki sem eru í boði fyrir framleiðslu og dreifingu leikinna kvikmynda í fullri lengd, sjónvarpsþætti og skapandi heimildamyndir. Sjóðurinn hefur sett á laggirnar nýjar leiðir til að styðja við norrænan kvikmynda- og sjónvarpsiðnað.

10. apríl mun Petri Kemppinen halda kynningu með almennum upplýsingum um starfsemi Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðsins. Fyrirlesturinn hefst kl. 16 í Bíó Paradís og þarf að staðfesta mætingu þar sem boðið verður upp á léttar veitingar. Vinsamlega staðfestið mætingu hjá This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.fyrir 4. apríl.

Nánari leiðbeiningar og upplýsingar um styrki frá Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðnum má nálgast á heimasíðu sjóðsins.

Íslenskir samstarfsaðilar sjóðsins eru Kvikmyndamiðstöð Íslands, RÚV og Stöð 2.

STÉTTARFÉLAGSDEILD OPNUÐ INNAN FK

Merkum áfanga var náð á aðalfundi Félags kvikmyndagerðarmanna - FK í vikunni þegar í gegn gengu ítarlegar lagabreytingar sem gerir félaginu kleyft að starfa sem stéttarfélag. Félag kvikmyndagerðarmanna er elsta starfandi félag kvikmyndagerðarmanna, stofnað 1966 en hefur aldrei stigið skrefið til fulls í að gerast stéttarfélag fyrr en nú. Samkvæmt nýju lögunum starfrækir félagið tvær deildir: fagfélagsdeild og stéttarfélagsdeild og stendur félögum til boða tvenns konar félagsaðild þar sem annars vegar fólk getur gerst aðili að stéttarfélagshluta félagsins og greitt hefðbundin stéttarfélagsgjöld eða sem aðili að fagfélaginu sem greiðir hefðbundið árgjald. Þannig er eldri gerð félagsaðildar viðhaldið og þeir sem ekki vilja gerast aðilar að stéttarfélaginu geta valið um að vera það ekki. Stór hluti starfandi kvikmyndagerðarmanna hefur þrýst á um þessar breytingar en aðstæður við kvikmyndagerð er mjög misjafnar hérlendis og sumir þeir samningar sem starfsfólk er látið skrifa undir innihalda ólögleg ákvæði samkvæmt almennum vinnuréttarlögum í landinu og Evrópu.
Á næstu vikum mun stjórn félagsins sækja um aðild að ASÍ og RSÍ til að styrkja stoðir sínar. Stefnt er að því næst þegar kjarasamningar eru lausir að gera heildarkjarasamning fyrir kvikmyndagerðarmenn í landinu ásamt öðrum þeim stéttarfélögum sem kvikmyndagerðarmenn eru hluti af. Vinnutilhögun og vinnuaðstæður er brýnt málefni að leysa þar sem að ekkert samkomulag er í gildi á milli framleiðanda og starfsfólks í kvikmyndagerð.  FK gaf út einhliða viðmiðunarskjal á síðasta ári fyrir samningagerð sinna félagsmanna.

6 FÉLÖGUM VEITT HEIÐURSFÉLAGANAFNBÓT

Átta félögum var veitt heiðursfélaganafnbót á aðalfundi félagsins. Það voru þeir: Andrés Indriðason, Gísli Gestsson, Guðmundur Guðmundsson, Hjálmtýr Heiðdal, Karl G. Jeppesen og Páll Steingrímsson. Þeir hljóta heiðursfélagatitilinn fyrir vel unnin störf í kvikmyndagerð. Samkvæmt lögum Félags kvikmyndagerðarmanna er heiðursfélagi Félags kvikmyndagerðarmanna annars vegar sæmdarheiti, sem hlotnast mönnum fyrir mikilsvert framlag þeirra til eflingar félaginu og/eða kvikmyndagerðarmönnum og konum sem eiga að baki farsælan starfsferil sem kvikmyndagerðarmenn. Hins vegar skulu allir þeir félagsmenn sem ná 67 ára aldri og hafa verið félagsmenn í FK í a.m.k. 5 ár skuldlaust verða sjálfkrafa heiðursfélagar og skal stjórn lýsa því yfir á næsta aðalfundi eftir að þeim aldri er náð.

NÝ STJÓRN FK KOSIN

Ný stjórn var kosin á aðalfundinum þar sem að Sigríður Rósa Bjarnadóttir og Hákon Már Oddson tóku sæti í stjórninni. Anton Máni Svansson og Ósk Gunnlaugsdóttir gáfu ekki kost á sér aftur og er þeim þakkað fyrir störf sín fyrir hönd kvikmyndagerðarmanna. Ný stjórn er því skipuð Hrafnhildi Gunnarsdóttur formanni félagsins, Stefaníu Thors varaformanni, Önnu Þóru Steinþórsdóttur, Bergsteini Björgúlfssyni, Fahad Fali Jabali, Guðbergi Davíðssyn, Hákoni Má Oddssyni, Rebbekku Ingimundardóttir og Sigríði Rósu Bjarnadóttur. Stjórn á eftir að skipta með sér störfum sem verður gert á fyrsta stjórnarfundi.

Félag kvikmyndagerðamanna / The Icelandic Film Makers Association | Hverfisgata 54 | 101 Reykjavík | Iceland
Vefhönnun: Hugsa sér!
Merki Félags kvikmyndagerðarmanna