Merki Félags kvikmyndagerðarmanna
*/?>
fk3heim.jpg

Málþing um varðveislu og skráningu gagna er tengjast Halldóri Laxness

Norræna húsið
31. janúar 2013 frá kl. 13.00 – 16.00

Gljúfrasteinn – hús skáldsins stendur fyrir málþinginu þar sem fjallað verður um varðveislu menningararfs Halldórs Laxness. Safnið á Gljúfrasteini hefur það hlutverk að varðveita, skrá og miðla því er tengist lífsstarfi Halldórs Laxness. En fyrir utan safneignina á Gljúfrasteini er til fjöldi bóka, ljósmynda, muna, skjala, kvikmynda, upplestra, heimildaþátta og viðtala sem varðveitt eru á ýmsum öðrum stöðum. Málþingið miðar að því að kortleggja varðveislu og skráningu þessara fjölbreyttu gagna til að auðvelda miðlun og efla möguleika á frekari rannsóknum í framtíðinni. Þó málþingið beini sjónum að varðveislu ævistarfs Halldórs Laxness þá gera aðstandendur sér vonir um að umræðan muni gagnast í stærra samhengi.

Handrit af Íslandsklukku Halldórs Laxness

Dagskrá:

Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra setur þingið
„Sá veit gjörst hvar skórinn kreppir sem hefur hann á fætinum“

Fríða Björk Ingvarsdóttir, stjórnarformaður Gljúfrasteins reifar tildrög þingsins og ástæður þess að það er haldið. Tilefnið er varðveisla gagna sem tengjast arfleifð Halldórs Laxness á hinum ýmsu stöðum.
Varðveisla og miðlun“

Margrét Sigurgeirsdóttir safnastjóri RÚV og Hreinn Valdimarsson tæknimaður RÚV.
Fjallað verður um varðveislumál og miðlun sjónvarps- og útvarpsefnis með hliðsjón af arfleifð Halldórs Laxness. Reifaður verður sá vandi sem við er að etja, auk þess sem veitt verður innsýn inn í þau auðævi sem þarna finnast og þann raunveruleika sem RÚV býr við varðandi aðgengi og miðlun efnisins jafnt til rannsókna og almennings.
Hlé. Kaffi og meðlæti.


Framsöguerindi:

„Laxness í kvikmyndasafni“
Erlendur Sveinsson forstöðumaður Kvikmyndasafns Íslands, fjallar um kvikmyndir gerðar eftir verkum Halldórs og um myndir sem fjalla um hann. Einnig um hvernig staðið er að varðveislu kvikmynda og fyrirhugað átak í yfirfærslu þeirra yfir á stafrænt form.


„Samvinna er lykilatriði“
Margrét Hallgrímsdóttir, þjóðminjavörður og fyrrverandi formaður safnaráðs fjallar um mikilvægi samvinnu þvert á stofnanir þegar kemur að varðveislu, skráningu og miðlun á menningararfinum.

„Laxness í Landsbókasafni – öryggi og miðlun“
Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir, landsbókavörður ræðir um ástand og öryggi varðveislumála í Þjóðarbókhlöðu með hliðsjón af efni tengdu Halldóri Laxness, aðstöðu til rannsókna og þær kröfur sem þar eru gerðar vegna varðveisluþáttar og öryggis gagnanna. Einnig um aðferðir til að miðla gögnum og framtíðarsýn Landsbókasafns hvað það varðar.
Pallborð:
Í pallborði verða Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður, Ingibjörg Sverrisdóttir landsbókavörður, Erlendur Sveinsson forstöðumaður Kvikmyndasafn Íslands, Bjarni Guðmundsson framkvæmdastjóri RÚV og Fríða Björk Ingvarsdóttir formaður stjórnar Gljúfrasteins.

Kolbrún Halldórsdóttir stýrir málþinginu og umræðum.

Málþingið er öllum opið.

Gljúfrasteinn - hús skáldsins
Laxness Museum
Pósthólf 250, 270 Mosfellsbær, +354 586 8066
This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.www.gljufrasteinn.is

Tekið á móti innsendum stutt- og heimildarmyndum til 1. febrúar

Verið velkomin á stutt- og heimildamyndahátíðina Reykjavík Shorts & Docs Festival dagana 9.-16. maí 2013

RSD2013
Ellefta Reykjavík Short & Docs hátíðin verður haldin dagana 9. - 16. maí 2013. Að venju er áherslan á innlendar og erlendar stutt- og heimildamyndir, en auk kvikmyndasýninga verða pallborðsumræður, vinnusmiðjur og fjöldi annarra viðburða á hátíðinni.
Tekið á móti innsendum stutt- og heimildarmyndum til 1. febrúar
Tekið er á móti kvikmyndum á hátíðina til miðnættis þann 1. febrúar næstkomandi á heimasíðu hátíðarinnar; http://www.shortsdocsfest.com en einungis er tekið á móti kvikmyndunum með þessum hætti. Hægt er að senda inn stuttmyndir sem eru allt að 30 mínútur að lengd, hvort sem það eru leiknar kvikmyndir, teiknimyndir (e. animation) eða tilraunamyndir (e. experimental). Þá er tekið á móti heimildamyndum í hvaða lengd sem er. Kvikmyndir sem eru framleiddar 2012 eða 2013 og/eða verða frumsýndar á Íslandi eða í Evrópu á hátíðinni hafa forgang umfram aðrar innsendar myndir. Öllum er frjálst að senda inn stutt- og heimildamyndir til 1. febrúar.
Tveir verðlaunaflokkar
Veitt verða verðlaun í tveimur flokkum á Reykjavík Short & Docs í ár;  Besta íslenska stuttmyndin og Besta frumraun í heimildarmyndargerð. Aðeins myndir sem voru fullkláraðar á síðastliðnum 12 mánuðum eiga möguleika á verðlaunum. Í flokknum Besta frumraun í heimildarmyndargerð verður myndin að vera fyrsta eða önnur mynd leikstjórans til að eiga möguleika á verðlaunum.
Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu hátíðarinnar http://www.shortsdocsfest.com og hjá Brynju Dögg Friðriksdóttur s: 845 8994
netfang: This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
twitter: @ShortsDOCSFest

The Nordic Culture Fund

In support of its focus on digital arts and culture the Nordic Culture Fund has earmarked 
DKK 3 million for The Nordic Culture Event of the Year, DIGITAL 2015–2016.

image003

If you have an inspired idea for a digital arts/culture project, with potential digital outreach throughout the Nordic region, you are eligible to apply for this DKK 3 million.

APPLY FOR FUNDING FOR PRE-PROJECTS NOW!

Interested parties are invited to apply for pre-project funding of up to DKK 30,000. The deadline for applications for pre-projects is 2 April 2013.

NB! Read the guidelines carefully before applying, outlined on the Fund´s website in English, Scandinavian and Finnish.
Information on how to apply online is also available on the website.
Read more here: www.nordiskkulturfond.org

image004

FEST – New Filmmakers | New Films Festival

WE DO NOT CHARGE ENTRY FEE

logo_fest_en

www.fest.pt

 

We have now opened the entries for the Official Competitive section in the festival, aimed for Directors up to 30 years of age, on the short film competition, and Directors with their first or Second Feature on the Feature Film Competition.

 

FEST – New Filmmakers | New Films Festival, will take place in Espinho, a  seaside summer hotspot of Portugal between the 24th of June and the 1st of July, and is now one of the most important cultural events in Portugal, a great opportunity and an excellent forum for the new Filmmakers who wishes to establish himself in this industry.

 

The categories in competition are:

• A – Fiction

• B – Documentary

• C – Experimental

• D – Animation

 

ENTRY FORM LOCATED ON THIS LINK: http://fest.pt/?page_id=40&lang=en

 

WE DO NOT CHARGE ENTRY FEE

THE ENTRY FORM AND REGULATION IS AVAILABLE FROM OUR WEBSITE AS WELL AS DETAILED INFORMATION ABOUT THE EVENT

 

www.fest.pt

 

Best regards,

The Festival Staff

Úthlutanir úr höfundarsjóði

IHM_augl._FK_2013
Félag kvikmyndagerðamanna / The Icelandic Film Makers Association | Hverfisgata 54 | 101 Reykjavík | Iceland
Vefhönnun: Hugsa sér!
Merki Félags kvikmyndagerðarmanna