Merki Félags kvikmyndagerðarmanna
*/?>
fk3heim.jpg

AÐALFUNDUR FK

24. janúar 2013 í IÐNÓ við tjörnina í RVK kl. 18:00

 

Dagskrá:
Aðalfundarstörf skv. lögum félagsins.
1. skýrsla stjórnar
2. endurskoðaðir reikningar félagsins
3. lagabreytingar "Lög um heiðursfélaga"
4. kosning stjórnar
5. kosning endurskoðenda
6. önnur mál

Kjörskrá Eddunnar

Ár er síðan tekin voru upp aðildargjöld að Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunni, ÍKSA og akademíumeðlimir fengu senda greiðsluseðla í heimabankann sinn. Aðeins þeir sem greiddu aðildagjöldin voru kjörgengir í Eddukosninguna 2012 og Óskarsverðlaunakosninguna í haust. Nýir greiðsluseðlar verða sendir út í byrjun janúar 2013 og þarf að greiða þá til að vera kjörgengur í Eddukosningunni 2013.

Rétt er þó að minna á að þeir sem enn hafa ekki greitt aðildargjaldið fyrir árið 2012 eru samt ennþá inni á aðildarskrá ÍKSA (sjá aðildarskrána hér) og gefst kostur á að greiða gjaldið til 31. desember nk. Eftir þann tíma verður aðildarskráin hreinsuð og þeir sem ekki hafa greitt gjöldin þurfa að sækja um aðild að ÍKSA að nýju, óski þeir þess að ganga aftur í Akademíuna.

EDDUVERÐLAUNIN 2013

Byrjað er að taka á móti kvikmyndaverkum vegna Edduverðlaunanna 2013, en frestur til að senda inn verk rennur út á miðnætti mánudaginn 7. janúar, 2013. Gjaldgeng eru verk sem frumsýnd eru opinberlega á tímabilinu 1. janúar 2012 til 31. desember 2012. Sjá nánar um innsendingarreglur.

Innsendingarferlið er nú í fyrsta sinn að fullu rafrænt og þeir sem hyggjast senda verk inn í Edduna þurfa sjálfir að stofna aðgang á Innsendingarsíðu Eddunnar og fylgja þeim leiðbeiningum sem þar er að finna. Á innsendingarsíðunni geta framleiðslufyrirtæki fyllt út allar upplýsingar um þau verk sem ætlunin er að senda inn, borgað innsendingargjaldið og sent verkin stafrænt á ftp þjón.

Tilkynnt verður um tilnefningar til Edduverðlaunanna 30. janúar og mun kosning Akademíumeðlima hefjast samdægurs. Kjörgengi hafa allir þeir sem greitt hafa aðildargjöld Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar, ÍKSA, sjá nánar.

Edduverðlaunin sjálf verða svo afhent við hátíðlega athöfn, laugardaginn 16. febrúar 2013.

 

TILKYNNING UM FÉLAGSFUND

Haldinn verður félagsfundur Félags kvikmyndagerðarmanna

fimmtudaginn 27. desember kl. 17:00
Hótel Marína Mýrargötu 2 í Slippbíó.

Þar munu fulltrúar KPMG og Netbókalds kynna bókhaldslausnir fyrir kvikmyndagerðarmenn og annarra verktaka sem starfa í kvikmyndagerð.

Einnig mun stjórn FK kynna fyrir félagsmönnum innihald rammasamnings sem lagður hefur verið fyrir SÍK á milli kvikmyndaframleiðanda og kvikmyndagerðarmanna. Þessi samningur er fyrsta skrefið í stéttarfélgasbaráttu FK fyrir hönd þeirra sem starfa í kvikmyndagerð og er nú í burðarliðnum.
Stjórn félagsins óskar eftir samræðu við félgasmenn um mikilvægi innihalds samningsins.


Boðið verður upp á drykki í lok fundar.

Sjö íslenskar stuttmyndir valdar á Zubroffka

Sjö íslenskar stuttmyndir valdar á Zubroffka stuttmyndahátíðina í Póllandi

í samstarfi við Reykjavík Shorts & Docs Festival

Zubroffka_dates

Zubroffka International Short Film Festival verður haldin í Białystok og Podlasie í Póllandi dagana 5.-9. desember næstkomandi og verða íslenskar stuttmyndir í brennidepli á hátíðinni. Reykjavík Shorts & Docs Festival og aðstandendur Zubroffka völdu sjö stuttmyndir til að sýna á hátíðinni undir heitinu Unworldy Island - Nieziemska Islandia’. Myndirnar eru;

 

1Pension gang, leikstjóri Páll Grímsson / 2012 / 12’

 

2. Come to Harm, leikstjóri Börkur Sigþórsson / 2011 / 18’ - Myndin vann verðlaunin Besta íslenska stuttmyndin á Reykjavík Shorts & Docs Festival í maí 2012.

 

3. Krass, leikstjóri Tómas H. Jóhannesson / 2012 / 8’

 

4Revolution Reykjavik, leikstjóri Ísold Uggadóttir / 2011 / 19’

 

5. Sonnet of Delirum, leikstjórar Una Lorenzen og Majeed Beenteha / 2012 / 4’40’

 

6. BlindSided, leikstjóri Richard Scobie / 2012 / 16’


7. Dear Kaleb, leikstjóri Erlendur Sveinsson / 2010 / 25’

 

Dagskrárstjóri og kynningarfulltrúi Reykjavík Shorts & Docs Festival, Brynja Dögg Friðriksdóttir, fer til Póllands í boði Zubroffka International Short Festival til að kynna íslensku myndirnar auk þess að velja myndir á næstu Reykjavík Shorts & Docs Festival sem haldin verður 9. -16. maí næstkomandi.

 

Zubroffka International Short Film Festival er alþjóðleg stuttmyndahátíð sem nú er haldin í 7. sinn. Á hátíðinni verða sýndar 76 stuttmyndir frá Póllandi og fjölmörgum öðrum löndum, en hátíðin leggur ríka áherslu á samstarf við erlendar kvikmyndahátíðir líkt og Onedotzero, Dokufest í Kosovo, Queer Lisboa Film Festival, Reykjavík Shorts & Docs Festival, Japan Media Arts, Timishort Film Festival og Sami Shorts í Lapplandi.

 

Reykjavík Shorts & Docs Festival verður haldin 9. -16. maí 2013 í 11. sinn. Að venju verða sýndar íslenskar og erlendar stutt- og heimildamyndir, en auk kvikmyndasýninga verða pallborðsumræður, vinnusmiðjur og fjöldi annarra viðburða á hátíðinni. Tekið er á móti kvikmyndum á hátíðina til 1. febrúar 2013 á heimasíðu hátíðarinnar; http://www.shortsdocsfest.com en einungis er tekið á móti kvikmyndunum með þessum hætti. Hægt er að senda inn stuttmyndir sem eru allt að 30 mínútur að lengd, hvort sem það eru leiknar kvikmyndir, teiknimyndir (e. animation) eða tilraunamyndir (e. experimental). Þá er tekið á móti heimildamyndum í hvaða lengd sem er. Kvikmyndirnar þurfa að vera framleiddar eftir maí 2011. Kvikmyndir sem eru framleiddar á tímabilinu maí 2012 - maí 2013 og/eða verða frumsýndar á Íslandi eða í Evrópu á hátíðinni hafa forgang umfram aðrar innsendar myndir.

 

Reykjavík Shorts & Docs Festival:

www.shortsdocsfest.com

 

Zubroffka International Short Film Festival:

www.zubroffka.bok.bialystok.pl

www.facebook.com/zubroffka

www.filmowepodlasieatakuje.pl

 

Allar nánari upplýsingar um sýningu íslensku stuttmyndana á Zubroffka International Short Film Festival og Reykjavík Shorts & Docs Festival veitir Brynja Dögg Friðriksdóttir, dagskrárstjóri og kynningarfulltrúi Reykjavík Shorts & Docs Festival, í síma 845 8994.

Félag kvikmyndagerðamanna / The Icelandic Film Makers Association | Hverfisgata 54 | 101 Reykjavík | Iceland
Vefhönnun: Hugsa sér!
Merki Félags kvikmyndagerðarmanna