AdalfundurFK8.feb2010.jpg

Skapandi greinar – sýn til framtíðar

Skýrsla um aðkomu hins opinbera að skapandi greinum á Íslandi, Skapandi greinar – sýn til framtíðar, var kynnt í Hörpu í október. Skýrslan er unnin af starfshópi á vegum fjögurra mennta- og menningarmálaráðuneytis, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis, fjármála- og efnahagsráðuneytis, utanríkisráðuneytis, Íslandsstofu og Samtökum skapandi greina.

Skýrslan fjallar um hvernig hið opinbera, ríki og sveitarfélög, haga stuðningi sínum við skapandi greinar með lagasetningu, stjórnsýslu, fjárveitingum og fjárfestingu í menntun, rannsóknum og innviðum. Þá er gerð grein fyrir þeirri stefnu sem fyrir liggur og fjallað um hvernig hún hefur verið framkvæmd. Á grundvelli þessara upplýsinga leggur starfshópurinn fram 19 tillögur að bættu starfsumhverfi skapandi greina.

Í tillögum sínum leggur starfshópurinn áherslu á að skapandi greinar séu atvinnugrein sem snerti mörg svið atvinnulífs, menningarlífs og mannlífs. Því sé mikilvægt að tryggja þverfaglegt samstarf stjórnsýslu, atvinnulífs og menningarlífs til þess að stuðla að uppbyggingu greinarinnar.

Skýrsluna má lesa í hér .

REYKJAVÍK SHORTS & DOCS 2013

Verið velkomin á stutt- og heimildamyndahátíðina Reykjavík Shorts & Docs Festival dagana 9.-16. maí 2013

RSD2013

Reykjavík Shorts & Docs Festival, alþjóðleg kvikmyndahátíð með áherslu á stutt- og heimildamyndir, verður haldin dagana 9.-16. maí 2013. Að venju er áherslan á innlendar og erlendar stutt- og heimildamyndir, en auk kvikmyndasýninga verða pallborðsumræður, vinnusmiðjur og fjöldi annarra viðburða á hátíðinni.

Frítt að senda inn kvikmyndir til 1. febrúar 2013

Tekið er á móti kvikmyndum á hátíðina til 1. febrúar 2013 á heimasíðu hátíðarinnar; http://www.shortsdocsfest.com en einungis er tekið á móti kvikmyndunum með þessum hætti. Hægt er að senda inn stuttmyndir sem eru allt að 30 mínútur að lengd, hvort sem það eru leiknar kvikmyndir, teiknimyndir (e. animation) eða tilraunamyndir (e. experimental). Þá er tekið á móti heimildamyndum í hvaða lengd sem er. Kvikmyndirnar þurfa að vera framleiddar eftir maí 2011. Kvikmyndir sem eru framleiddar á tímabilinu maí 2012 - maí 2013 og/eða eru Íslands eða Evrópu frumsýnining hafa forgang umfram aðrar innsendar myndir.

Þetta er í 11. sinn sem hátíðin er haldin en 10. hátíðin síðastliðið vor, markaði upphafið að breyttum áherslum hátíðarinnar þegar 75 stutt - og heimildamyndir voru sýndar.  Aldrei áður höfðu jafn margar kvikmyndir verðið sýndar á hátíðinni. Breska heimildamyndagerðarkonan Kim Longinotto var verndari hátíðarinnar og hún var mjög ánægð með hátíðina og dvöl sína á landinu;

,,I was very pleased that I went to the Reykjavík Shorts&Docs Festival. The films were very well chosen and they were projected in a lovely cinema with great sound and picture quality. The Festival was very well managed. All the guests were well looked after and the organizers arranged our schedules thoughtfully to make sure we would all meet, get to know one another and watch each others' films. The trips they planned for us were spell-binding. Whale watching and, even better, an extraordinary trek where we sat sat in a hot lake and stood by bubbling mud and steaming waterfalls. Awe-inspiring. Definitely an opportunity of a lifetime and one I'll never forget.”

 

Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu hátíðarinnar http://www.shortsdocsfest.com og hjá undirritaðri s: 845 8994

Couch Fest Films

couchfestfilms

Hvað er Couch Fest Films?

Couch Fest Films er notaleg alþjóðleg stuttmyndahátíð sem haldin er á heimilum fólks út um allan heim samtímis á einum degi. Í ár verður Couch Fest Films haldin fimmta árið í röð. Couch Fest Films gengur út á heimilislegt andrúmsloft þar sem kvikmyndaunnendur stiji saman í sófa eða óhefðbundnum stað og njóti hágæða stuttmynda saman.

Á hverju ári sýnum við gæða myndir frá kvikmyndahátíðunum Sundance, SXSW, CFC Worldwide Shorts, Seattle Int. Film Festival og New Horizons Film Festival, svo nokkur dæmi séu nefnd.

Couch Fest Films er hvorki net- né sjónvarpstengdur viðburður. Við erum stuttmyndahátíð sem skiptir út umhverfi bíósýninga frá hinu hefðbundna bíómyndahúsi yfir í óhefðbundnari staðsetningar, svo sem stofur gestgjafa hátíðarinnar, nú eða jafnvel úti í náttúrunni, úti á götu eða um borð í báti.

Á laugardaginn 10. Nóvember 2012, munum við bjóða upp á stórkostlega dagskrá af stuttmyndum á óhefðbundnum stöðum í Reykjavík fyrir ykkur kvikmyndaunnendur að njóta samtímis öðrum kvikmyndaunnendum út um allan heim. Stutt hlé verður gert á miðju hverrar dagskrár svo áhorfendur geti rætt um myndirnar - eða þess vegna bara daginn og veginn. Þannig skapast færi á að kynnast hvort öðru og að deila upplifun. Ekki skemmir fyrir að fá að uppgötva vandaðar stuttmyndir!

Auðvitað viltu koma á Couch Fest Films! Kannski elskarðu kvikmyndir. Kannski elskarðu að sitja á rassinum. Við elskum bæði. Það var þannig sem hugmyndin af Couch Fest Films fæddist.

The Icelandic Mountain Bike Club
Experimental & Intense (60 mins)
2pm Brekkustígur 2
Special Tours
Truth & Fiction (70 mins)
4pm Reykjavik Old Harbour
Hostel International Reykjavik
Animation (60 mins)
6pm Vesturgata 17
Sundlaugavegur 34
HARPA
Comedy (60 mins)
8pm Austurbakki 2
Online Event Page Facebook

SUNDIÐ

heimildarmynd eftir Jón Karl Helgason
Frumsýnd í Bíó Paradís 18. okt. 2012

Sundið er spennandi mynd um æsilegar raunir tveggja Sundid-plakat5Íslendinga sem keppa að því að verða fyrsti Íslendingurinn 
að synda yfir Ermarsundið - Mount -Everest sjósundsins.
Ermarsundið reynir á andlegan styrk ekki síður en líkamlegan. 
Þá sem telja sig komast á kröftunum einum þrýtur oftast 
andlegan styrk í baráttu við náttúruöflin.
Í bland við hina æsispennandi glímu við erfiðasta sund í 
heimi, tvinnar myndin myndskeiðum af sögulegum sundum 
og viðburðum í lífi þjóðar þar sem hafið leikur stórt hlutverk,
allt frá Helgusundi 898 til Guðlaugssunds 1984.
Frá árinu 1880 til 1990 drukknuðu 5354 Íslendingar,
margir vegna þess að þeir kunnu ekki að synda.

Nánari upplýsingar er að finna á;
www.facebook.com/Ermarsund

HANDRIT: Jón Karl Helgason.
TÓNLIST. Ingólfur Sv. Guðjónsson. 
LEIKMYND. Ólafur Jónasson. 
BÚNINGAR. Margrét Einarsdóttir.
SUNDBÚNINGAR. Freydís Jónsdóttir. 
STORY-BOARD. Ágúst Bjarnason.
GRAFÍK. Pipar/TBWA. 
LITGREINING. Kristín Helga Karlsdóttir. 
SAMSETNING. Ólafur Ragnar Haldórsson. 
ÞULUR. Ólafur Darri Ólafsson. 
HLÓÐSETNING. Ingólfur Sv. Guðjónsson. 
FRAMKVÆMDASTJÓRN. Kristín Pálsdóttir. 
KVIKMYNDATAKA OG LEIKSTJÓRN. Jón Karl Helgason

You Are In Control 2012 Í Hörpu 4.-6. nóvember

YAIC2012

Nú líður senn að hinni árlegu ráðstefnu You Are In Control sem haldin verður í Hörpu 4. - 6. nóvember 2012.

Auk alþjóðlegra og innlendra fyrirlesara verður boðið upp á spennandi og praktískar vinnustofur sem þjálfa upp og styðja við færni sem skiptir þátttakendur máli. Eins og Remi Harris, ráðstefnustjóri YAIC 2012, hefur bent á er ráðstefnan hönnuð fyrir þig ef þú vilt:

  • Stækka og styrkja innlent og alþjóðlegt tengslanet þitt í skapandi greinum 
  • Fá innblásur og innsýn inn í skapandi vinnbrögð listamanna sem hafa náð árangri á alþjóðamarkaði og kynnast öðru skapandi fagfólki
  • Læra hvernig þú getur þróað þína skapandi vinnu í viðskiptatækifæri og komið þínu eigin skapandi verkefni af stað og á kortið
  • Vinna með fagfólki við að fjármagna og þróa stafræn viðskiptamódel og markaðssetningu á fjölbreyttum vettvangi
  • Fylgjast með nýjustu þróun og umræðu í iðnaði, akademíu og netheimum og hvernig hún snertir þig og þína vinnu og tækifæri
  • Hafa kjörið tækifæri til að kynna þig og verkefni þitt fyrir fjárfestum og öðrum hugsanlegum samstarfsaðilum

Það er stöðugt að bætast við veglega dagskrána: 

http://youareincontrol.is/

Auk þess að hlusta á spennandi fyrirlestra og taka þátt í praktískum vinnustofum með áhugaverðu fagfólki munu þátttakendur njóta fyrsta flokks veitinga og tónlistar á ráðstefnunni. YAIC hefur síðastliðin fimm ár fest sig í sessi sem kjörinn vettvangur til kynnast metnaðarfullu fólki með sameiginleg áhugasvið og markmið og mynda með þeim verðmæt tengsl og samstarf.

Fullt ráðstefnugjald er 30.000 kr en fyrir þá sem skrá sig fyrir 15. október á http://youareincontrol.is/ er ráðstefnugjaldið kr. 20.000 kr.

Hægt er að kaupa sérstakan pakka með aðgöngumiðum á bæði ráðstefnuna og Iceland Airwaves, sem hefur verið uppselt á í nokkurn tíma. Slíkur pakki kostar 30.000 krónu en einungis örfáir slíkir eru í boði, svo best er að hafa samband við undirritaðan sem fyrst á netfangið This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Félag kvikmyndagerðamanna / The Icelandic Film Makers Association | Hverfisgata 54 | 101 Reykjavík | Iceland
Vefhönnun: Hugsa sér!