Merki Félags kvikmyndagerðarmanna
*/?>
tkur__Alfre_Elasson_og_Loftleiir2.jpg

You Are In Control 2012 Í Hörpu 4.-6. nóvember

YAIC2012

Nú líður senn að hinni árlegu ráðstefnu You Are In Control sem haldin verður í Hörpu 4. - 6. nóvember 2012.

Auk alþjóðlegra og innlendra fyrirlesara verður boðið upp á spennandi og praktískar vinnustofur sem þjálfa upp og styðja við færni sem skiptir þátttakendur máli. Eins og Remi Harris, ráðstefnustjóri YAIC 2012, hefur bent á er ráðstefnan hönnuð fyrir þig ef þú vilt:

  • Stækka og styrkja innlent og alþjóðlegt tengslanet þitt í skapandi greinum 
  • Fá innblásur og innsýn inn í skapandi vinnbrögð listamanna sem hafa náð árangri á alþjóðamarkaði og kynnast öðru skapandi fagfólki
  • Læra hvernig þú getur þróað þína skapandi vinnu í viðskiptatækifæri og komið þínu eigin skapandi verkefni af stað og á kortið
  • Vinna með fagfólki við að fjármagna og þróa stafræn viðskiptamódel og markaðssetningu á fjölbreyttum vettvangi
  • Fylgjast með nýjustu þróun og umræðu í iðnaði, akademíu og netheimum og hvernig hún snertir þig og þína vinnu og tækifæri
  • Hafa kjörið tækifæri til að kynna þig og verkefni þitt fyrir fjárfestum og öðrum hugsanlegum samstarfsaðilum

Það er stöðugt að bætast við veglega dagskrána: 

http://youareincontrol.is/

Auk þess að hlusta á spennandi fyrirlestra og taka þátt í praktískum vinnustofum með áhugaverðu fagfólki munu þátttakendur njóta fyrsta flokks veitinga og tónlistar á ráðstefnunni. YAIC hefur síðastliðin fimm ár fest sig í sessi sem kjörinn vettvangur til kynnast metnaðarfullu fólki með sameiginleg áhugasvið og markmið og mynda með þeim verðmæt tengsl og samstarf.

Fullt ráðstefnugjald er 30.000 kr en fyrir þá sem skrá sig fyrir 15. október á http://youareincontrol.is/ er ráðstefnugjaldið kr. 20.000 kr.

Hægt er að kaupa sérstakan pakka með aðgöngumiðum á bæði ráðstefnuna og Iceland Airwaves, sem hefur verið uppselt á í nokkurn tíma. Slíkur pakki kostar 30.000 krónu en einungis örfáir slíkir eru í boði, svo best er að hafa samband við undirritaðan sem fyrst á netfangið This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Sérviðburðir á RIFF 2012

riff2012servidburdir
Damo Suzuki's Network flytur tónlist við METROPOLIS 
3. október, 20:00 - Gamla bíó (Ingólfsstræti 2a) 
2.900,- kr.

Damo Suzuki úr hljómsveitinni CAN flytur tónlist undir meistaraverki Fritz Lang, Metropolis frá 1927, ásamt íslenskum og þýskum „hljóðberum“. Damo var söngvari CAN á árunum 1970-1973, meðan sveitin gerði frægustu plötur sínar. Hún hefur haft gríðarlega mikil áhrif á tónlistarsöguna og er jafnan nefnd lykilsveit hins svokallaða „krautrokks.“ Tónlistarmenn eins og David Bowie, Brian Ferry, Brian Eno og John Frusciante hafa talað um CAN sem mikinn áhrifavald.


Þýskar kvikmyndir 
2. október, 16:00-17:30 - Sólon (Bankastræti 7a)


Gestir: 
* Stephan Schesch, framleiðandi og leikstjóri (Moon Man) 
* Ulrike Ottinger, leikstjóri og ljósmyndari (Under Snow)


Stephan Schesch hefur framleitt hinar ýmsu barnamyndir og teiknimyndir fyrir þýskt sjónvarp. Hann er einnig leikstjóri teiknimyndarinnar Kallinn í tunglinu (Mondmann), sem er byggð á metsölubók Tomi Ungerer. Ulrike Ottinger er kvikmyndaleikstjóri og ljósmyndari sem hefur verið að í yfir fjörutíu ár. Mynd hennar, Snævi þakin, er á dagskrá RIFF í ár. Bæði þekkja þau þýska kvikmyndagerð eins og lófann á sér.


Opnunarhóf Bransadaga (Industry Days) 
3. október, 16:30 - Norræna húsið


Bransadagarnir eru vettvangur þar sem íslenskt kvikmyndagerðarfólk getur komist í tengingu við alþjóðlega kvikmyndaheiminn án þess að fara að heiman. Bransadagarnir eru settir í Norræna húsinu 3. október og við sama tækifæri er ljósmyndasýning með myndum þýska leikstjórans Ulrike Ottinger opnuð.

Masterklassi með Dario Argento 
4. október, 13:00-14:30 - Hátíðarsalur Háskólans


Gestur: 
* Dario Argento, leikstjóri (heiðursverðlaun fyrir ævistarf í þágu kvikmyndalistarinnar)


Ítalski leikstjórinn Dario Argento er heiðursverðlaunahafi RIFF árið 2012. Hann er einn þekktasti hryllingsmyndaleikstjóri samtímans, þó hann hafi einnig fengist við aðrar greinar kvikmyndalistarinnar. Meðal mynda hans eru Profondo Rosso, Suspiria, Inferno og Tenebrae. Hér segir hann frá ferli sínum og list.

Bransadagar - Dreifing á tölvuöld 
4. október, 14:30-16:00 - Sólon (Bankastræti 7a)


Gestir: 
* Sunna Guðnadóttir, markaðsstjóri, Icelandic Cinema Online 
* Emile Georges, framkvæmdastjóri, Memento Films 
* James Swirsky, leikstjóri (Indie Games) 
* Lisanne Pajot, framleiðandi og leikstjóri (Indie Games) 
* Judith Ehrlich, leikstjóri


Leiðir til þess að dreifa kvikmyndum hafa breyst mikið á undanförnum árum, ekki síst vegna aukins aðgangs að internetinu. Hefur þetta valdið miklum titringi innan geirans, en talsverð tækifæri liggja einnig í nýrri tækni. Hér munu nokkrir einstaklingar sem hafa farið nýjar leiðir í dreifingu kvikmynda bera saman bækur sínar.

Vöxtur á tölvuleikjamarkaði 
5. október, 12:00-13:15 – Sólon (Bankastræti 7a)


Gestir/Guests: 
* James Swirsky, leikstjóri (Indie Game) 
* Lisanne Pajot, leikstjóri og framleiðandi (Indie Game) 
* Torfi Frans Ólafsson, listrænn stjórnandi CCP 
* Jónas Björgvin Antonsson, framkvæmdastjóri Gogogic 
* Sesselja Vilhjálmsdóttir, leikstjóri (Start-Up Kids) 
* Valgerður Halldórsdóttir, leikstjóri (Start-Up Kids)


Í tilefni af sýningu myndarinnar Indie Game stendur RIFF að umræðum í samstarfi við tölvuleikjaframleiðandann CCP. Yfirskrift umræðnanna er „Vöxtur og umfang tölvuleikjaframleiðslu og möguleikar óháðra framleiðenda til framtíðar.“

Bransadagar - Slá í gegn: Norrænar myndir í N-Ameríku og Evrópu 
5. október, 14:00-15:00 - Sólon (Bankastræti 7a)


Gestir: 
* Tonje Hardersen, dagskrárstjóri Norway International Film Festival 
* Snorri Þórisson, framkvæmdastjóri Pegasus Pictures 
* Olaf Grunert, þróunarstjóri Arte TV 
* Gabor Greiner, innkaupastjóri Films Boutique


Íslenskar og skandínavískar kvikmyndir hafa undanfarið notið aukinna vinsælda á meginlandi Evrópu og í N-Ameríku. Sérfræðingar frá Frakklandi, Þýskalandi, Noregi og Íslandi koma hér saman og segja okkur hvað þarf til svo að norræn mynd geti notið heimsathygli.

Bransadagar - Frá gamla testamentinu og út í geim: Ísland sem tökustaður 
5. október, 15:00-16:00 – Sólon (Bankastræti 7a)


Gestir: 
* Helga Margrét Reykdal, framkvæmdastjóri True North Productions 
* Laufey Guðjónsdóttir, forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar 
* Hafsteinn Gunnar Sigurðsson, leikstjóri (Á annan veg) 
* Gunnar Pálsson, listrænn stjórnandi


Alveg frá því James Bond sást fyrst á skíðum í Jökulsárlóni hefur Ísland verið vinsæll tökustaður, og hafa bæði Batman og Tomb Raider fylgt í fótspor hans. Á þessu ári hefur orðið sannkölluð sprenging í fjölda verkefna, en hvað hefur íslenskt tökulið að bjóða Hollywood? Og hver er munurinn á því að vinna að íslenskri framleiðslu og erlendri?


Frá hinu persónulega til hins hnattræna 
5. október, 16:00-17:30 – Center Hotel Plaza (Aðalstræti 6-8)


Gestir: 
* Brenda Davis, leikstjóri (Sister) 
* Ilian Metev, leikstjóri(Sofia’s Last Ambulance)


Er hægt að gera myndir um einstaklinga sem endurspegla hagsmuni heildarinnar? Brenda Davis hefur gert heimildarmynd um hjálparstarfsmenn í Kampútseu, Haítí og Eþíópíu, á meðan Ilian Metev hefur gert kvikmynd þar sem fjallað er um vandamál starfsmanna sjúkrabíls í Búlgaríu.

Landamæri 
6. október, 16:00-17:30 – KEX Hostel (Skúlagata 28)

Gestir: 
* Cedomir Kolar, framleiðandi (í dómnefnd) 
* Florian Flicker, leikstjóri (Crossing Boundaries)


Nýjasta mynd Florian Flicker er um innflytjendur sem reyna að komast frá löndum fyrrum Júgóslavíu til Austurríkis. Cedomir Kolar var fæddur í Júgóslavíu en hefur búið í París um skeið og framleitt kvikmyndir um heimaland sitt, þ.á.m. Óskarsverðlaunamyndina Einskismannsland. Hvernig er umhverfi kvikmyndagerðarmannanna ólíkt sitt hvorum megin við landamærin og hverjar eru birtingarmyndir landanna?

Bíó Paradís klúbburinn – klúbbkort með 25% afslætti

http://bioparadis.is/klubburinn-afslattur/ FK félögum býðst að ganga í Bíó Paradís klúbbinn á sérstökum vildarkjörum. Klúbbaðild í eitt ár kostar aðeins kr.8.175 - fullt verð er kr.10.900.


Í Bíó Paradís klúbbnum tryggir þú þér aðgang að heimili kvikmyndanna á betra verði. Þú færð:

  • • Eina fría sýningu í mánuði að egin vali af spennandi dagskrá Bíó Paradísar.
  • • Tveir fyrir einn á frumsýningar mynda á fyrsta almennum sýningardegi, afsláttur af veitingum og ýmisskonar sértilboð. 
  • • Gildir í tólf mánuði frá útgáfudegi.

Njóttu þess að fara í bíó í þægilegu og ljúfu umhverfi sem býður upp á svo miklu meira en hefðbundin bíó. Bíó Paradís er evrópska bíóið, viðburðabíóið, íslenska bíóið, fræðslubíóið og svo öll hin. Við erum líka kaffihús, bar og veitingastaður. Komdu og njóttu alls sem við höfum upp á að bjóða. Þú ert alltaf velkomin/n.

Smelltu hér til að kaupa klúbbkortið á vefnum.

Klúbbkortið fæst einnig í miðasölu Bíó Paradísar

Hverfisgötu 54, Reykjavík

Miðasalan er opin alla daga 17-23

FK BÝÐUR 50% AFSLÁTT Á RIFF

FK býður meðlimum sínum 50% afslátt af hátíðarpassa RIFF semog 8 miða klippikorti.
Endilega nýta sér þetta ! 
Það þarf að sýna skírteinið í miðasölunni.

riff2012

Sigurvegarar á Reykjavík Shorts & Docs 2012

Íslenska stuttmyndinn Skaði í leikstjórn Barkar Sigþórssonar fékk verðlaunin Besta íslenska stuttmyndin en verðlaunin, GoPro HD Hero Kit, voru veitt við hátíðlega athöfn á miðvikudagskvöldið á Reykjavík Shorts & Docs hátíðinni.
Heimildamyndin We will be happy one day í leikstjórn Paweł Wysoczański fékk verðlaun sem Besta heimildamyndin í flokki nýliða, eða Canon DSLR 7D body.
Þá fékk Etienne de France sérstaka viðurkenningu fyrir heimildamynd sína Tales of a Sea Cow en verðlaun hans eru miði á Sheffield heimildamyndahátíðina haldin verður í júní á þessu ári. 

shortsanddocs_winners 

Etienne de France, Börkur Sigþórsson, Paweł Wysoczański, Heather Millard, stjórnandi RS&D og Brynja Dögg Friðriksdóttir, kynningarfulltrúi RS&D.
/Ljósm: Ása Baldursdóttir/Snoop-Around.com

 

Í dag fer Reykjavík Shorts & Docs hátíðin á flakk og er fyrsti viðkomustaðurinn Sindrabær, Höfn í Hornafirði, þar sem sýndar verða 25 stutt-og heimildamyndir á morgun, laugardaginn 12.maí.
Aðstandendur hátíðarinnar eru fullir tilhlökkunar yfir því að fara með hátíðina út á land og á komandi mánuðum er stefnt á að heimsækja 2-3 önnur bæjarfélög á landsbyggðinni með kvikmyndasýningar.

Félag kvikmyndagerðamanna / The Icelandic Film Makers Association | Hverfisgata 54 | 101 Reykjavík | Iceland
Vefhönnun: Hugsa sér!
Merki Félags kvikmyndagerðarmanna