Merki Félags kvikmyndagerðarmanna
*/?>
koldslodBma.jpg

Verðlaunaafhending og partý í kvöld !

Síðasti dagur hátíðarinnar
er í dag, miðvikudaginn 9.maí !

Dagskráin hefst kl.18:00 !

Þá verður í boði t.d. myndin Price of sex (sjá nánar neðar) með fróðlegum pallborðsumræður að lokinni sýningu.

Lokahóf hátíðarinnar hefst kl. 20:00

þar verða veitt verðlaun fyrir bestu íslensku stuttmyndina og bestu heimildarmynd nýliða.
Verðlaunamyndirnar verða sýndar eftir athöfnina.

Aðgangur að lokahófinu er ókeypis !

Áætlað er að sýningu ljúki um 21:30.

Að því loknu verður partí í boði FK
í anddyri Bíó Paradísar,
DJ og bjór í boði FK á meðan birgðir endast.Hvað er um að vera á Shorts&Docs hátíðinni

MEÐLIMIR FÉLAGS KVIKMYNDAGERÐARMANNA FÁ 25% AFSLÁTT !
ÞEIR SEM BORGUÐU FÉLAGSGJÖLDIN FYRIR HELGI GETA SÓTT FÉLAGSSKÍRTEINI SITT Í MIÐASÖLU BÍÓ PARADÍSAR

SMELLTU HÉR TIL AÐ SÆKJA BÆKLING HÁTÍÐARINNAR

SMELLTU HÉR TIL AÐ SÆKJA DAGSKRÁ HÁTÍÐARINNAR

HÉR MÁ SJÁ TRAILER HÁTÍÐARINNARRÁÐGJAFAFUNDIR Í DAG MEÐ KAROLINE LIDIN

Karoline Lidin, ráðgjafi í heimildamyndagerð hjá Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðnum (Nordisk Film & TV Fond) verður til viðtals þriðjudaginn 8.maí í Kvikmyndamiðstöð Íslands.

Ráðgjafafundirnir eru aðeins fyrir þá sem eru að vinna að heimildamyndum framleiddum á Íslandi og/eða norrænar heimildamyndir í vinnslu og þessa fundi þarf að bóka sérstaklega. Þeir sem vilja bóka fund með Lidin er bent á að hafa samband við Ásdísi Höskuldsdóttur hjá KMÍ sem allra fyrst en aðeins er hægt að bóka ráðgjafafund með Lidin þennan eina dag; This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..
ATH - ÞAÐ GÆTI VERIÐ UPPBÓKAÐ ER ÞÚ LEST ÞETTA.
Karolina Lidin er með yfir 15 ára starfsreynslu á sviði stutt- og heimildamynda. Hún hefur unnið sem framleiðslu- og kynningarstjóri hjá MEDIA Project for Creative Documentary. Þar áður var hún framleiðandi í þrjú ár áður en hún hóf störf hjá Dönsku kvikmyndamiðstöðinni, fyrst sem ráðgjafi fyrir stutt- og heimildamyndir og síðar sem dreifingar- og markaðsstjóri. Á árunum 2002-2007 var Lidin framkvæmdastjóri Filmkontakt Nord. (sjá einnig upplýsingar á heimasíðu NFTF).

 

SÉRLIÐUR HÁTÍÐAR Í LISTASAFNI REYKJAVÍKUR KL.17:00 Í DAG

Listasafn Reykjavíkur í samvinnu við Reykjavik Shorts & Docs kvikmyndahátíðina og Franska sendiráðið á Íslandi frumsýnir hérlendis Tales of a Sea Cow eftir myndlistarmanninn Etienne de France.

Viðburðurinn er sérliður í hátíðinni sem haldinn verður í Hafnarhúsinu þriðjudaginn 8. maí kl. 17.

Að lokinni sýningu mun Ragnheiður Gestsdóttir kvikmyndagerðarmaður spjalla við Etienne De France um myndina.
Tales of a Sea Cow segir frá rannsóknarteymi sem vinnur að því að afhjúpa samskipti dýra. Teyminu hefur tekist að þýða söng risavöxnu Steller-sækýrinnar, sem talið var að hafi dáið út árið 1768, en til hennar sást með ströndum Grænlands árið 2007.
Etienne de France (fæddur 1984 í París) er myndlistarmaður sem býr og starfar á Íslandi og í París, Frakklandi. Hann útskrifaðist af myndlistarbraut Listaháskóla Íslands árið 2008 og áður úr B.A námi í listasögu í París árið 2005.
Etienne de France vinnur með ýmsa miðla í verkum sínum sem vísa gjarnan í náttúru og vísindi sem hann miðlar með ólíkum sagnaaðferðum. Raunveruleiki og skáldskapur blandast gjarnan í útfærslu verka hans sem skilja efablandinn áhorfandann eftir í rúmi forvitni og undrunnar og hvetja hann til virkrar gagnrýnnar hugsunnar. Tales of a Sea Cow er fyrsta kvikmynd Etienne de France í fullri lengd.
Ragnheiður Gestsdóttir (fædd í Reykjavík árið 1975) er myndlistar- og kvikmyndagerðarkona búsett í Reykjavík. Hún vinnur með filmu, vídeó og innsetningar og hefur gert heimildamyndir og verkefni sem eru hefðbundin og abstrakt eða tilraunakennd og allt þar á milli. Ragnheiður er í sumar að ljúka MFA gráðu í myndlist frá Bard College í Bandaríkjunum og er með MA gráðu í sjónrænni mannfræði frá Goldsmiths College í London frá árinu 2001. Ragnheiður er einn stofnanda og ritstjóra Rafskinnu.

Tales of a Sea Cow, 2012 Etienne de France
Lengd: 58:12 mín. Tungumál: enska

Sýnd: Þriðjudag 8. maí kl. 17:00 Listasafn Reykjavíkur - Hafnarhús Aðgangur er frír !


THE PRICE OF SEX / PALLBORÐSUMRÆÐUR UM VÆNDI OG MANSAL

Heimildamyndin The Price of Sex í leikstjórn Mimi Chakarova verður sýnd kl. 18:00 miðvikudaginn 9. maí í Bíó Paradís. Myndin sem var um sjö ár í vinnslu fjallar um mansal og vændi í Austur-Evrópu og Mið-Austurlöndum en Chakarova tók viðtöl við fórnarlömb mansals sem flestar koma frá löndum Austur-Evrópu. Myndin varpar skýru ljósi á þessa skipulögðu glæpastarfsemi sem teygir anga sína um allan heim. Konurnar sem koma fram í myndinni koma margar hverjar frá fátækum bæjum í Austur-Evrópu þar sem tækifæri eru af skornum skammti og atvinnuleysi er mikið. Charkarova lagði mikla vinnu í gerð myndarinnar og notaðist m.a. við faldar myndavélar inn á stöðum þar sem vændissala fór fram. Einnig tók hún viðtöl við kaupendur vændis og karla sem gera út konur í vændi til að varpa enn frekar ljósi á þetta málefni.

Að lokinni sýningu myndarinnar verða pallborðsumræður í stjórn Jóhannesar Kr. Kristjánssonar, dagskrárgerðarmanns í Kastljósi á RÚV.

Gestir í pallborðsumræðunum eru;

*Alda Hrönn Jóhannsdóttir, settur lögreglustjóri á Suðurnesjunum. Alda stýrði rannsókn á mansalsmálinu sem kom upp á Suðurnesjunum haustið 2009.
* Halla Gunnarsdóttir, aðstoðarkona Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra.
* Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, verkefnisstýra hjá Kristínarhúsi, athvarfi fyrir konur sem eru á leið úr vændi og mansali.
* Hanna Eiríksdóttir, verkefnisstýra UN Women á Íslandi.

Hér eru nánari upplýsingar um myndina: http://priceofsex.org/DÆMI UM FJÖLBREYTT ÚRVAL STUTT- OG HEIMILDAMYNDA

Alls verða 75 stutt og heimildamyndir sýndar á hátíðinni sem í ár
fagnar 10 ára afmæli. Hátíðin hefur aldrei verið jafn vegleg og kvikmyndirnar fjölbreyttar en alls eru fjórir sýningarflokkar á hátíðinni; Íslenskar myndir, Pólskar myndir, Konur í kvikmyndum og Nýliðar.

Meðal helstu titla má nefna;

* Town of Runners e. Jerry Rothwell - Town of Runners fjallar um þrjá efnilega langhlaupara í smábæinn Bekoji í suðurhluta Eþíópíu, Alemi, Hawii og Biruk. Það eru ekki ýkja mörg tækifæri sem bíða unga fólksins önnur en að gerast langhlauparar. Unga fólkið vill feta í fótspor þeirra fjölmörgu langhlaupara sem ólust upp í bænum en eru nú meðal
bestu hlaupara heims. Á síðustu 20 árum hefur afreksfólk frá Bekoji unnið 8 gullverðlaun á Ólympíuleikunum, 32 heimsmeistaratitla og slegið 10 heimsmet. Árangrinum er ekki hvað síst að þakka hlaupaþjálfaranum Sentayehu Eshetu sem hefur þjálfað margan heimsmeistarann í langhlaupi til fjölda ára.

*Krass e. Tómas H. Jóhannesson - Krass fjallar um Óla sem rekur bílaþvottastöð með Kela bróður sínum. Vafasamur maður kemur með glæsikerru í á bílaþvottastöðina biður þá að passa bílinn sérstaklega vel, því ef ekki, þá hljóti þeir bræður verra af. Þegar Keli skemmir bílinn er ljóst að þeir bræður standa frammi fyrir miklu vanda. Krass er frumsýnd
á Íslandi en stuttmyndin hefur fengið mjög góðar móttökur á erlendum kvikmyndahátíðum og verið sýnd á Chicago Int. Film Festival, Williamsburg Int. Film Festival, Brest Film Festival, Go Short, Florida Film Festival og er nú í sýningu á Newport Beach Film Festival.

Town of Runners og Krass eru opnunarmyndir Reykjavík Shorts & Docs. Myndirnar verða sýndar sunnudaginn 6. maí kl. 20. í Bíó Paradís.
Frítt er á þennan viðburð hátíðarinnar.* Heimildamyndir Kim Longinotto - Breska heimildamyndagerðarkonan Kim Longinotto er verndari Reykjavík Shorts & Docs. Í samvinnu við drefiingarfyrirtækið Women Make Movies verða nokkrar af helstu myndum Longinotto sýndar á hátíðinni, en ferill hennar spannar rúm 35 ár. Longinotto verður viðstödd sýningar og mun svara spurningum
áhorfenda að loknum sýningum á Gaea Girls (2000), Runaway (2001), Sisters in Law (2005). Auk þessara mynda verða einnig sýndar myndirnar Pride of Place (1976), Theatre Girls (1978), Pink Saris (2010) og Divorce Iranian Style (1998).

* Price of Sex e. Mimi Chakarova - Price of Sex er heimildamynd sem fjallar um mansal og vændi en árlega eru fjöldi kvenna um víða veröld neyddar í vændi. Myndin var um sjö ár í vinnslu en Charkarovu rannsakaði mansal og vændi í Tyrklandi, Dubai, Grikklandi og Austur-Evrópu. Að lokinni sýningu myndarinnar verða pallborðaumræður í samvinnu við
Stígamót.

* Sarabah e. Maria Luisa Gambale og Gloria Bremer - Sarabah fjallar um hip-hop söngkonuna Systur Fa sem berst gegn umskurði kvenna (e. FGM) í heimalandi sínu Senegal og fer í herferð um landið til að upplýsa og fræða landa sína en sjálf þurfti hún að gangast undir slíka aðgerð sem ung stúlka í Senegal. Að lokinni sýningu myndarinnar mun Hanna Eiríksdóttir, verkefnisstýra UN Women, stýra pallborðs-umræðum um umskurð- og lýtalækningar á kynfærum kvenna, en lýtalækningar (e. labia plastry) hafa færst í vöxt á Vesturlöndum hin síðari ár.

* Afterglow e. Ali Silverstein - Afterglow er fyrsta heimildamynd myndlistakonunnar Ali Silverstein en myndin var að hluta til gerð hér á landi. Kærasti Silverstein lést í bílslysi og Silverstein ákvað að gera heimildamynd um samband þeirra til að vinna úr sorginni. Hún
fer í ferðalag sem leiðir hana á þær slóðir sem hún og kærasti hennar höfðu ferðast til saman en þau heimsóttu Ísland nokkrum árum áður.

* Being Bradford Dillman e. Emma Burch - Being Bradford Dillman er stutt teiknimynd sem fjallar um samband mæðgna í skugga áfengis, einmannaleika og vanþóknunar á strákum. Myndin hefur verið sýnd á yfir 30 hátíðum víðsvegar um heim og unnið til þriggja verðlauna

* Bon Appétit e. Helenu Stefánsdóttur - Bon Appétit er hrífandi saga um óvænt kynni tveggja kvenna af sitt hvorri kynslóð og hin óljósu skil milli drauma, ímyndunar og hins raunverulega heims.

* Donor Unknown e. Jerry Rothwell - JoEllen Marsh var getin með aðstoð gjafasæðis og einu uppýsingarnar sem hún er með um líffræðilegan föður sinn er útlislýsing á honum og að hann er ,,sæðisgjafi nr.150”. JoEllen fer að grafast fyrir um sæðisgjafan nr. 150 og tekst ekki aðeins að hafa upp á líffræðilegum föður sínum heldur finnur hún einnig fjölda
hálfsystkina sem eru búsett víðsvegar um Banraríkin. Rothwell, sem einnig leikstýrir opnunarmyndinni Town of Runners, verður viðstaddur sýninguna og mun svara spurningum áhorfenda að henni lokinni.

Hægt er að nálgast dagskrá Reykjavík Shorts & Docs hátíðarinnar á vefsíðu hátíðarinnar; http://shortsdocsfest.com/ semog með því að

Hátíðin heldur áfram.. dagskráin í dag !

Masterclassar, pallborð, GoPro og fjármögnun heimildarmynda í dag í Bíó Paradís !

Masterclassar

* Jerry Rothwell, leikstjóri Town of Runners og Donor Unknown, mánudaginn 7.maí kl. 13:00-14:00_MG_0032contact
* Kim Longinotto, verndari RS&DF, mánudaginn 7.maí kl. 14:30-15:30

GoPro sýning og kynning

GoPro sýning, mánudaginn 7.maí kl. 14:30-15:30
GoPro kynning, Þórhallur Skúlason, umboðsaðili GoPro á Íslandi, mánudaginn 7.maí kl. 14:30-15:30.
GoPro afsláttur - GoPro á Íslandi veitir sérstakan afslátt á myndavélunum á meðan á hátíðinni stendur.

Pallborðsumræður um dreifingu kvikmynda

mánudaginn 7.maí kl. 13:00-14:00

Kynning á fjármögnun heimildamynda m. Karoline Lidin frá Norræna kvikmynda og sjónvarpssjóðnum og Grétu Ólafsdóttur hjá Kvikmyndamiðstöð Íslands; mánudaginn 7.maí kl. 16-18:00.
Þessi kynning er ætluð heimildamyndagerðarfólki og þeim sem vilja kynna sér styrki til heimildamyndagerðar hjá Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðnum. Kynningin er ókeypis og öllum opin.

Lidin verður einnig til viðtals þriðjudaginn 8.maí á Kvikmyndamiðstöð Íslands. Ráðgjafafundirnir eru aðeins fyrir þá sem eru að vinna að heimildamyndum framleiddum á_MG_0036contact Íslandi og/eða norrænar heimildamyndir í vinnsly og þessa fundi þarf að bóka sérstaklega. Þeir sem vilja bóka fund með Lidin er bent á að hafa samband við Ásdísi Höskuldsdóttur hjá KMÍ sem allra fyrst en aðeins er hægt að bóka ráðgjafafund með Lidin þennan eina dag; This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Karolina Lidin er með yfir 15 ára starfsreynslu á sviði stutt- og heimildamynda. Hún hefur unnið sem framleiðslu- og kynningarstjóri hjá MEDIA Project for Creative Documentary. Þar áður var hún framleiðandi í þrjú ár áður en hún hóf störf hjá Dönsku kvikmyndamiðstöðinni, fyrst sem ráðgjafi fyrir stutt- og heimildamyndir og síðar sem dreifingar- og markaðsstjóri. Á árunum 2002-2007 var Lidin framkvæmdastjóri Filmkontakt Nord. (sjá einnig upplýsingar á heimasíðu NFTF).

Spennandi viðburðir 6-9.maí !

Spennandi viðburðir á Reykjavík Shorts & Docs hátíðinni

Okkur hjá Reykjavík Shorts & Docs Festival langar að vekja athygli á nokkrum viðburðum á hátíðinni sem stendur yfir dagana 6.-9.maí í Bíó Paradís. Um er að ræða masterclassa, kynningar á dreifingu kvikmynda og fjármögnun heimildamynda, auk Q&As. Þessir viðburðir eru allir ókeypis og öllum opnir en þeir hafa þó forgang sem eiga passa á hátíðina eða dagpassa en hvoru tveggja er hægt að kaupa í Bíó Paradís._MG_0011contact

Við vonumst að sjálfsögðu til að sjá sem flesta félaga FK á hátíðinni, en félagar FK fá 25% afslátt á passa á hátíðina kr. 6000 (fullt verð kr. 8000). Passinn gildir á alla viðburði hátíðarinnar dagana 6.-9.maí í Bíó Paradís.

Með kveðju

Heather Millard, stjórnandi RS&DF
Brynja Dögg Friðriksdóttir, kynningafulltrúi Michael Todd grafískur hönnuður
Linda Vilhjálmsdóttir, dagskrárstjóri.

Masterclassar

* Jerry Rothwell, leikstjóri Town of Runners og Donor Unknown, mánudaginn 7.maí kl. 13:00-14:00
* Kim Longinotto, verndari RS&DF, mánudaginn 7.maí kl. 14:30-15:30

GoPro sýning og kynning

GoPro sýning, mánudaginn 7.maí kl. 14:30-15:30_MG_0043contact
GoPro kynning, Þórhallur Skúlason, umboðsaðili GoPro á Íslandi, mánudaginn 7.maí kl. 14:30-15:30.
GoPro afsláttur - GoPro á Íslandi veitir sérstakan afslátt á myndavélunum á meðan á hátíðinni stendur.

Pallborðsumræður um dreifingu kvikmynda

mánudaginn 7.maí kl. 13:00-14:00

Kynning á fjármögnun heimildamynda m. Karoline Lidin frá Norræna kvikmynda og sjónvarpssjóðnum og Grétu Ólafsdóttur hjá Kvikmyndamiðstöð Íslands; mánudaginn 7.maí kl. 16-18:00.
Þessi kynning er ætluð heimildamyndagerðarfólki og þeim sem vilja kynna sér styrki til heimildamyndagerðar hjá Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðnum. Kynningin er ókeypis og öllum opin.

Lidin verður einnig til viðtals þriðjudaginn 8.maí á Kvikmyndamiðstöð Íslands. Ráðgjafafundirnir eru aðeins fyrir þá sem eru að vinna að heimildamyndum framleiddum á Íslandi og/eða norrænar heimildamyndir í vinnsly og þessa fundi þarf að bóka sérstaklega. Þeir sem vilja bóka fund með Lidin er bent á að hafa samband við Ásdísi Höskuldsdóttur hjá KMÍ sem allra fyrst en aðeins er hægt að bóka ráðgjafafund með Lidin þennan eina dag; This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Karolina Lidin er með yfir 15 ára starfsreynslu á sviði stutt- og heimildamynda. Hún hefur unnið sem framleiðslu- og kynningarstjóri hjá MEDIA Project for Creative Documentary. Þar áður var hún framleiðandi í þrjú ár áður en hún hóf störf hjá Dönsku kvikmyndamiðstöðinni, fyrst sem ráðgjafi fyrir stutt- og heimildamyndir og síðar sem dreifingar- og markaðsstjóri. Á árunum 2002-2007 var Lidin framkvæmdastjóri Filmkontakt Nord. (sjá einnig upplýsingar á heimasíðu NFTF)._MG_0045contact

Fjöldi erlendra gesta og kvikmyndagerðarfólks kemur á RS&DF. Meðal þeirra eru;

* Michael Auret - Spier Films - Alþjóðlegur dreifingar- og fjármögnunaraðili, og leikstjóri kvikmynda í fullri lengd, stutt- og sjónvarpsmyndir, UK (International Distributor, Financier and Producer for Features, Docs and Factual TV)
* Paweł Wysoczański - leikstjóri - We Will Be Happy One Day Pólland

* Marcin Luczaj - dagskrárstjóri - Short Waves, Festival Poznan, Pólland
* Maya Jakubowicz - Women Make Movies - BNA dreifingarfyrirtæki fyrir kvenleikstjóra. * Kim Longinotto - verndari RS&DF og leikstjóri, UK
* Jerry Rothwell - leikstjóri, UK
* Ben cheetham, leiksjtóri, UK
* Silje Glimsdal - leikstjóri og drefingaraðili (distributor) - Trust Nordisk, DK
* Morten Stahlhut - kvikmyndaframleiðandi - Zentropa, DK
* Tomek Adamski - dagsrkárstjóri, Poland
* Ali Silverstein - leikstjóri, CA.

Leikstjórarnir verða viðstaddir sýningu mynda sinna og munu svara spurningum áhorfenda að þeim loknum.

AFSLÁTTUR FYRIR MEÐLIMI FK Á REYKJAVÍK SHORTS&DOCS 6-9.MAÍ

Hvetjum alla til að nýta sér þetta !
Sæktu skírteini þitt í leiðinni !

Meðlimir FK fá 25% afslátt af stökum miðum sem og passsanum sem gildir á alla viðburðina !
Þá erum við að tala um aðeins 6.000,- kr fyrir allan pakkann !
Það er auðvitað bara gefins svo um að gera að nýta sér þetta.
Þarna eru ekki aðeins margar flottar myndir
heldur einnig mikið af fagfólki erlendis frá með Q&A, masterclass, panel og t.d. kynningu á fjármögnunartækifærum.

Framvísa þarf félagsskírteininu til að fá afsláttinn  !

Til að félagsskírteini þitt verði í Bíó Paradís frá og með 18:00 á föstudaginn og yfir hátíðina þá þarft þú að vera búin/n að borga félagsgjöldin fyrir kl.12:00 á morgun (föstudag 4.maí). 
Aðeins skírteini þeirra sem hafa borgað fyrir settan tíma verða miðasölu í Bíó Paradísar.

ATH. borga félagsgjöldin fyrir kl.12:00 á morgun(föstudag 4.maí) til að skírteini þitt verði á staðnum næstu daga !

Félag kvikmyndagerðamanna / The Icelandic Film Makers Association | Hverfisgata 54 | 101 Reykjavík | Iceland
Vefhönnun: Hugsa sér!
Merki Félags kvikmyndagerðarmanna