Merki Félags kvikmyndagerðarmanna
*/?>
tkur__Alfre_Elasson_og_Loftleiir2.jpg

Reykjavík Shorts&docs hátíðin er að hefjast !

Reykjavík Shorts & Docs kvikmyndahátíðin er nú haldin í 10.sinn
og verður hátíðin veglegri en nokkru sinni áður.
Von er á um 20 erlendum gestum á hátíðina; leikstjórum, dagskrárstjórum, dreifingaraðilum og framleiðendum.
Auk kvikmyndasýninga á stutt- og heimildamyndum verða pallborðsumræður, ásamt fjölda annarra viðburða.

SMELLTU HÉR TIL AР SÆKJA BÆKLING HÁTÍÐARINNAR

SMELLTU HÉR TIL AÐ SÆKJA DAGSKRÁ HÁTÍÐARINNAR

HÉR MÁ SJÁ TRAILER HÁTÍÐARINNAR

Alls verða 75 stutt- og heimildamyndir sýndar á Reykjavík Shorts & Docs kvikmyndahátíðinni 6.-9.maí næstkomandi í Bíó Paradís. Kvikmyndunum er skipt í fjóra flokka; Íslenskar myndir, Pólskar myndir, Konur í kvikmyndum og Nýliðar.

Íslenskar myndir: Í þessum flokk eru stutt- og heimildamyndir sem eru gerðar á Íslandi og /eða eru með íslenska leikstjóra. Margar þeirra eru heimsfrumsýndar á hátíðinni.

Pólskar myndir: Í samvinnu við pólsku ræðisskrifstofuna á Íslandi & Short Waves kvikmyndahatíðina í Póllandi eru sýndar sérvaldar pólskar stutt- og heimildamyndir á hátíðinni.

Konur í kvikmyndum: Í þessum flokk eru stutt- og heimildamyndir sem allar eiga það sameiginlegt að fjalla um konur og/eða verða leikstýrt af konum. Þessi flokkur er með dyggum stuðningi bandaríska dreifingarfyrirtækisins Women Make Movies, landsnefnd UN Women á Íslandi, Stígamótum & W.O.M.E.N, samtök kvenna að erlendum uppruna á Íslandi.

Nýliðar: Í þessum flokki eru stutt- og heimildamyndir sem allar eiga það sameiginlegt að vera fyrsta eða önnur kvikmynd leikstjóranna. Sérstök verðlaun verða veitt fyrir bestu heimildamyndina og bestu stuttmyndina í þessum flokki en verðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn 9.maí næstkomandi.

OPNUNARMYNDIR REYKJAVÍK SHORTS&DOCS 2012

Opnunarmyndir Reykjavík Shorts & Docs eru heimildamyndin 
Town of Runners eftir Jerry Rothwell og íslenska stuttmyndin Krass eftir Tómas H. Jóhannesson sem sýndar verðar í Bíó Paradís sunnudaginn 6.maí kl. 20.
Viðburðurinn hefst með móttöku kl. 19:30
í boði UN Women og W.O.M.E.N, samtaka kvenna af erlendum uppruna á Íslandi.
Frítt er á þennan viðburð Reykjavík Shorts & Docs.

Town of Runners fjallar um þrjá efnilega langhlaupara í smábæinn Bekoji í suðurhluta Eþíópíu, Alemi, Hawii og Biruk. Það eru ekki ýkja mörg tækifæri sem bíða unga fólksins önnur en að gerast langhlauparar. Unga fólkið vill feta í fótspor þeirra fjölmörgu langhlaupara sem ólust upp í bænum en eru nú meðal bestu hlaupara heims. Á síðustu 20 árum hefur afreksfólk frá Bekoji unnið 8 gullverðlaun á Ólympíuleikunum, 32 heimsmeistaratitla og slegið 10 heimsmet. Árangrinu er ekki hvað síst að þakka hlaupaþjálfaranum Sentayehu Eshetu sem hefur þjálfað margan heimsmeistarann í langhlaupi til fjölda ára.
Heimildamyndinn gefur ekki aðeins innsýn líf afreksfólks heldur einnig samfélagslegar breytingar í smábænum Bekoji í Austur-Afríku. Myndin var þrjú ár í vinnslu og urðu aðstandendur hennar vitni að miklum breytingum í samfélaginu á þeim tíma. Í fyrstu heimsókn Rothwells árið 2008 var rafmagn stopult og hvorki net- né símasamband. Að þremur árum liðnum höfðu Kínverjar byggt upp vegasamband Bekoji við höfuðborgina Addis Ababa og búið var að opna nýtt hótel í bænum með gervihnattasjónvarpi á hverju herbergi. Heimildamyndin varpar ljósi hraðar breytingar í eþíópísku samfélagi í landi þar sem meira en 70% þjóðarinnar er undir 25 ára aldri.
Heimildamyndin hefur vakið mikla athygli gagnrýnenda m.a. fyrir kvikmyndatöku og nálgun leikstjórans Jerry Rothwells.Rothwell verður viðstaddur sýningu hennar og mun svara spurningum áhorfenda að henni lokinni. Rothwell hefur unnið til fjölmargra verðlauna fyrir kvikmyndir sýnar meðal annars heimildamyndina Donor Unknown sem einnig er sýnd á Reykjavík Shorts & Docs kvikmyndahátíðinni.
Verðlaun og viðurkenningar Rothwell:
Donor Unknown, Bretland, 2010
- Frumsýning á IDFA heimildamyndahátíðinni í Amsterdam 2010. - Heimsfrumsýning á Sheffield heimildamyndahátíðinni 2010.
- Áhorfendaverðlaunin á Silverdocs heimildamyndahátíðinni 2011. - Vef-áhorfendaverðlaunin á Tribeca kvikmyndahátíðinni 2011.
Heavy Load, Bretland, 2008
- Heimsfrumsýning á SXSW kvikmyndahátíðinni 2008.
- Áhorfendaverðlaunin á Britdoc 2008 & CDN verðlaunin 2009.
Deep Water, Bretland, 2006
- Verðlaun fyrir bestu heimildamyndina á Kvikmyndahátíðinni í Róm 2006.
- Bresku Grierson heimildamyndaverðlaunin fyrir bestu heimildamyndina 2007. - SDFCS verðlaunin frá Samtökum kvikmyndagagnrýnenda í San Diego 2007.
Town of runners er framleidd af Met Film í samstarfi við Kristínu Ólafsdóttur og Jonny Persey hjá Klikk Produtions, auk Dan Demissie og Al Morrow.

Krass e. Tómas H. Jóhannesson - fjallar um Óla sem rekur bílaþvottastöð með Kela bróður sínum. Vafasamur maður kemur meðglæsikerru í á bílaþvottastöðina biður þá að passa bílinn sérstaklega vel, því ef ekki, þá hljóti þeir bræður verra af. Þegar Keli skemmir bílinn er ljóst að þeir bræður standa frammi fyrir miklu vanda. Krass er frumsýnd á Íslandi en stuttmyndin hefur fengið mjög góðar móttökur á erlendum kvikmyndahátíðum og verðið sýnd á Chicago Int. Film Festival, Williamsburg Int. Film Festival, Brest Film Festival, Go Short, Florida Film Festival og er nú í sýningu á Newport Beach Film Festival. Leikarar eru: Hallgrímur Ólafsson, Hilmar Guðjónsson og Höskuldur Sæmundsson.

FJÁRMÖGNUNARTÆKIFÆRI FYRIR HEIMILDAGERÐARFÓLK !

Karoline Lidin, ráðgjafi í heimildamyndagerð hjá Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðnum (Nordisk Film & TV Fond) og Gréta Ólafsdóttir, ráðgjafi vegna heimildamynda hjá Kvikmyndamiðstöð Íslands, halda kynningu á fjármögnunartækifærum fyrir heimildamyndagerðarfólk mánudaginn 7.maí kl. 16. í Bíó Paradís.

Þessi kynning er ætluð heimildamyndagerðarfólki og þeim sem vilja kynna sér styrki til heimildamyndagerðar hjá Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðnum.
Kynningin er ókeypis og öllum opin.

Lidin verður einnig til viðtals þriðjudaginn 8.maí í Kvikmyndamiðstöð Íslands.

Ráðgjafafundirnir eru aðeins fyrir þá sem eru að vinna að heimildamyndum framleiddum á Íslandi og/eða norrænar heimildamyndir í vinnsly og þessa fundi þarf að bóka sérstaklega. Þeir sem vilja bóka fund með Lidin er bent á að hafa samband við Ásdísi Höskuldsdóttur hjá KMÍ sem allra fyrst en aðeins er hægt að bóka ráðgjafafund með Lidin þennan eina dag;This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Karolina Lidin er með yfir 15 ára starfsreynslu á sviði stutt- og heimildamynda. Hún hefur unnið sem framleiðslu- og kynningarstjóri hjá MEDIA Project for Creative Documentary. Þar áður var hún framleiðandi í þrjú ár áður en hún hóf störf hjá Dönsku kvikmyndamiðstöðinni, fyrst sem ráðgjafi fyrir stutt- og heimildamyndir og síðar sem dreifingar- og markaðsstjóri. Á árunum 2002-2007 var Lidin framkvæmdastjóri Filmkontakt Nord. (sjá einnig upplýsingar á heimasíðu NFTF).

SÉRLIÐUR HÁTÍÐARINNAR Í LISTASAFNI REYKJAVÍKUR

Listasafn Reykjavíkur í samvinnu við Reykjavik Shorts & Docs kvikmyndahátíðina og Franska sendiráðið á Íslandi frumsýnir hérlendis Tales of a Sea Cow eftir myndlistarmanninn Etienne de France.

Viðburðurinn er sérliður í hátíðinni sem haldinn verður í Hafnarhúsinu þriðjudaginn 8. maí kl. 17.

Að lokinni sýningu mun Ragnheiður Gestsdóttir kvikmyndagerðarmaður spjalla við Etienne De France um myndina.
Tales of a Sea Cow segir frá rannsóknarteymi sem vinnur að því að afhjúpa samskipti dýra. Teyminu hefur tekist að þýða söng risavöxnu Steller-sækýrinnar, sem talið var að hafi dáið út árið 1768, en til hennar sást með ströndum Grænlands árið 2007.
Etienne de France (fæddur 1984 í París) er myndlistarmaður sem býr og starfar á Íslandi og í París, Frakklandi. Hann útskrifaðist af myndlistarbraut Listaháskóla Íslands árið 2008 og áður úr B.A námi í listasögu í París árið 2005.
Etienne de France vinnur með ýmsa miðla í verkum sínum sem vísa gjarnan í náttúru og vísindi sem hann miðlar með ólíkum sagnaaðferðum. Raunveruleiki og skáldskapur blandast gjarnan í útfærslu verka hans sem skilja efablandinn áhorfandann eftir í rúmi forvitni og undrunnar og hvetja hann til virkrar gagnrýnnar hugsunnar. Tales of a Sea Cow er fyrsta kvikmynd Etienne de France í fullri lengd.
Ragnheiður Gestsdóttir (fædd í Reykjavík árið 1975) er myndlistar- og kvikmyndagerðarkona búsett í Reykjavík. Hún vinnur með filmu, vídeó og innsetningar og hefur gert heimildamyndir og verkefni sem eru hefðbundin og abstrakt eða tilraunakennd og allt þar á milli. Ragnheiður er í sumar að ljúka MFA gráðu í myndlist frá Bard College í Bandaríkjunum og er með MA gráðu í sjónrænni mannfræði frá Goldsmiths College í London frá árinu 2001. Ragnheiður er einn stofnanda og ritstjóra Rafskinnu.

Tales of a Sea Cow, 2012 Etienne de France
Lengd: 58:12 mín. Tungumál: enska

Sýnd: Þriðjudag 8. maí kl. 17:00 Listasafn Reykjavíkur - Hafnarhús
Aðgangur er frír
!

Dæmi um fjölbreytt úrval stutt- og heimildamynda

Alls verða 75 stutt og heimildamyndir sýndar á hátíðinni sem í ár fagnar 10 ára afmæli. Hátíðin hefur aldrei verið jafn vegleg og kvikmyndirnar fjölbreyttar en alls eru fjórir sýningarflokkar á hátíðinni;
Íslenskar myndir, Pólskar myndir, Konur í kvikmyndum og Nýliðar.


Meðal helstu titla má nefna;


* Town of Runners
e. Jerry Rothwell - Town of Runners fjallar um þrjá efnilega langhlaupara í smábæinn Bekoji í suðurhluta Eþíópíu, Alemi,Hawii og Biruk. Það eru ekki ýkja mörg tækifæri sem bíða unga fólksins önnur en að gerast langhlauparar. Unga fólkið vill feta í fótspor þeirra fjölmörgu langhlaupara sem ólust upp í bænum en eru nú meðal bestu hlaupara heims. Á síðustu 20 árum hefur afreksfólk frá Bekoji unnið 8 gullverðlaun á Ólympíuleikunum, 32 heimsmeistaratitla og slegið 10 heimsmet. Árangrinum er ekki hvað síst að þakka hlaupaþjálfaranum Sentayehu Eshetu sem hefur þjálfað margan heimsmeistarann í langhlaupi til fjölda ára.

*Krasse. Tómas H. Jóhannesson - Krass fjallar um Óla sem rekur bílaþvottastöð með Kela bróður sínum. Vafasamur maður kemur meðglæsikerru í á bílaþvottastöðina biður þá að passa bílinn sérstaklega vel, því ef ekki, þá hljóti þeir bræður verra af. Þegar Keli skemmir bílinn er ljóst að þeir bræður standa frammi fyrir miklu vanda. Krass er frumsýnd
á Íslandi en stuttmyndin hefur fengið mjög góðar móttökur á erlendum kvikmyndahátíðum og verið sýnd á Chicago Int. Film Festival, Williamsburg Int. Film Festival, Brest Film Festival, Go Short, Florida Film Festival og er nú í sýningu á Newport Beach Film Festival.

Town of Runners og Krass eru opnunarmyndir Reykjavík Shorts & Docs. Myndirnar verða sýndar sunnudaginn 6. maí kl. 20. í Bíó Paradís.
Frítt er á þennan viðburð hátíðarinnar.
* Heimildamyndir Kim Longinotto - Breska heimildamyndagerðarkonan Kim Longinotto er verndari Reykjavík Shorts & Docs. Í samvinnu við drefiingarfyrirtækið Women Make Movies verða nokkrar af helstu myndum Longinotto sýndar á hátíðinni, en ferill hennar spannar rúm 35 ár. Longinotto verður viðstödd sýningar og mun svara spurningum
áhorfenda að loknum sýningum á Gaea Girls (2000), Runaway (2001), Sisters in Law (2005). Auk þessara mynda verða einnig sýndar myndirnar Pride of Place (1976), Theatre Girls (1978), Pink Saris (2010) og Divorce Iranian Style (1998).


* Price of Sexe. Mimi Chakarova - Price of Sex er heimildamynd sem fjallar um mansal og vændi en árlega eru fjöldi kvenna um víða veröld neyddar í vændi. Myndin var um sjö ár í vinnslu en Charkarovu rannsakaði mansal og vændi í Tyrklandi, Dubai, Grikklandi og Austur-Evrópu. Að lokinni sýningu myndarinnar verða pallborðaumræður í samvinnu við
Stígamót.

* Sarabahe. Maria Luisa Gambale og Gloria Bremer - Sarabah fjallar um hip-hop söngkonuna Systur Fa sem berst gegn umskurði kvenna (e. FGM) í heimalandi sínu Senegal og fer í herferð um landið til að upplýsa og fræða landa sína en sjálf þurfti hún að gangast undir slíka aðgerð sem ung stúlka í Senegal. Að lokinni sýningu myndarinnar mun Hanna Eiríksdóttir, verkefnisstýra UN Women, stýra pallborðs-umræðum um umskurð- og lýtalækningar á kynfærum kvenna, en lýtalækningar (e. labia plastry) hafa færst í vöxt á Vesturlöndum hin síðari ár.

* Afterglowe. Ali Silverstein - Afterglow er fyrsta heimildamynd myndlistakonunnar Ali Silverstein en myndin var að hluta til gerð hér á landi. Kærasti Silverstein lést í bílslysi og Silverstein ákvað að gera heimildamynd um samband þeirra til að vinna úr sorginni. Hún
fer í ferðalag sem leiðir hana á þær slóðir sem hún og kærasti hennar höfðu ferðast til saman en þau heimsóttu Ísland nokkrum árum áður.


* Being Bradford Dillman e. Emma Burch - Being Bradford Dillman er stutt teiknimynd sem fjallar um samband mæðgna í skugga áfengis, einmannaleika og vanþóknunar á strákum. Myndin hefur verið sýnd á yfir 30 hátíðum víðsvegar um heim og unnið til þriggja verðlauna

* Bon Appétit e. Helenu Stefánsdóttur - Bon Appétit er hrífandi saga um óvænt kynni tveggja kvenna af sitt hvorri kynslóð og hin óljósu skil milli drauma, ímyndunar og hins raunverulega heims.* Donor Unknown
e. Jerry Rothwell - JoEllen Marsh var getin með aðstoð gjafasæðis og einu uppýsingarnar sem hún er með um líffræðilegan föður sinn er útlislýsing á honum og að hann er ,,sæðisgjafi nr.150”. JoEllen fer að grafast fyrir um sæðisgjafan nr. 150 og tekst ekki aðeins að hafa upp á líffræðilegum föður sínum heldur finnur hún einnig fjölda
hálfsystkina sem eru búsett víðsvegar um Banraríkin. Rothwell, sem einnig leikstýrir opnunarmyndinni Town of Runners, verður viðstaddur sýninguna og mun svara spurningum áhorfenda að henni lokinni.

Hægt er að nálgast dagskrá Reykjavík Shorts & Docs hátíðarinnar á vefsíðu hátíðarinnar; http://shortsdocsfest.com/

semog með því aðsmella HÉR !

Félag kvikmyndagerðamanna / The Icelandic Film Makers Association | Hverfisgata 54 | 101 Reykjavík | Iceland
Vefhönnun: Hugsa sér!
Merki Félags kvikmyndagerðarmanna