Merki Félags kvikmyndagerðarmanna
*/?>
cameracrew.jpg

PALLBORÐ UM TRYGGINGAR Í BÍÓ PARADÍS 24.APRÍL KL.18:00 !

Hvetjum alla kvikmyndagerðarmenn til að mæta og kynna sér þessi mál !

Þarna verður pallborð á vegum FK um skyldutryggingar og aðrar tryggingar fyrir verktaka í kvikmyndagerð.

Pallborð hefst tímanlega kl.18:00 í Bíó Paradís á þriðjudeginum 24.apríl.

Á undanförnum misserum hefur nokkuð borið á ósætti á milli framleiðenda og verktaka í kvikmyndageiranum vegna trygginga sem framleiðendur krefjast af þeim sem starfa sem verktakar í verkefnum á þeirra vegum. Í því tilefni mun Ágúst Karlsson lögfræðingur FK fara yfir skyldutryggingar fyrir verktaka og ýmsir fulltrúar tryggingafélaganna munu ræða þá tryggingapakka sem kvikmyndagerðarmönnum standa til boða. Á eftir framsögu Ágústs verða pallborðsumræður um tryggingamál. Stjórnandi pallborðsins verður Arnar Marrow Einarsson gripill, aðrir þátttakendur eru: Hrönn Kristinssdóttir fulltrúi SÍK, Gunnar Pétursson frá Sjóvá, og Ágúst Karlsson lögfræðingur sem munu kynna málefnið frekar frá sínu sjónarhorni og svara fyrirspurnum.

Að pallborðsumræðum loknum býður FK félagsmönnum sínum upp á einn öl eða óáfengann drykk, popp og ókeypis í bíó kl. 20 á hina óforbetranlegu finnsku gamanmynd Iron Sky eða mynd að eigin vali á Laxnesshátíðinni. 

FÉLAGATAL FK Á NETINU !

Félagatalið er núna aðgengilegt á vefsíðu FK.
SMELLIÐ HÉR TIL AÐ SKOÐA (má sjá hér að ofan tengil á það, lengst til hægri)

Félagsmeðlimir eiga að hafa fengið lykilorð sent í pósti að lokaða svæði heimasíðunnar og geta þar inni uppfært upplýsingar sínar í félagatalinu, bætt við mynd, ferilskrá, sett inn tengil á showreel semog merkt við sig starfsheiti.

Hægt er að leita eftir starfsheiti í félagatalinu.
Svo við mælum eindregið með því að fólk merki við sitt sérsvið þannig að einfaldara verði að leita í félagatalinu.

Markmiðið er að þetta félagatal verði gagnlegt tól.
Það verður það ekki án ykkar aðstoðar, svo endilega fyllið inní reitina, látið aðra gera hið sama og ef þið lumið á hugmyndum til að betrumbæta, endilega deilið þeim með okkur.

Einnig eiga síðan eftir að koma ýmis sniðug skjöl og upplýsingar inná lokaða svæði félagsmeðlima. Allar hugmyndir vel þegnar einnig á innihaldi lokaða svæðisins.
Hvað finnst þér vanta?

Hús til leigu í Frakklandi

Hús til leigu í Franskri sveit!
Tilvalið fyrir fólk sem sinnir sköpunar- eða fræðistörfum eða þeim sem þurfa góða hvíld. 
http://margretjonsdottir.blogspot.fr/
Einnig kjörið fyrir þá sem vilja bara njóta og kynnast Frakklandi eins og það er, blíða Frakklandi eins og Frakkar segja sjálfir: "Douce France".
Kær kveðja
Margrét Jóns listmálari

HÁTÍÐIR Í SAMSTARFI VIÐ RVK SHORTS & DOCS

Fulltrúar stærstu heimildamyndahátíðar Bretlands; Sheffield Doc/Fest og frá Shortwaves stuttmyndahátíðinni í Póllandi verða viðstaddir Reykjavík Shorts & Docs kvikmyndahátíðina sem haldin verður í Bíó Paradís dagana 6.-9.maí næstkomandi.
Fulltrúi Sheffield Doc/Fest mun taka þátt í pallborðsumræðum ogleiðbeina á námskeiðum á kvikmyndahátíðinni.
Heimildamyndahátíðin Sheffield Doc/Fest er ein virtasta heimildamyndahátíðin í Evrópu og
sú stærsta sinnar tegundar í Bretlandi.
Stjórnandi Shortwaves stuttmyndahátíðarinnar í Póllandi, Marcin Luczaj, verður viðstaddur 

Reykjavík Shorts & Docs kvikmyndahátíðinni.Úrval níu pólskra stuttmynda verður sýnt á Reykjavík Shorts & Docs en sérstök áhersla verður á pólskar stuttmyndir á hátíðinni í ár.Þá mun stjórnandi Shortwaves kynna sér þær íslensku myndir sem verða sýndar á hátíðinni með það fyrir augum að sýna þær í Póllandi á komandi mánuðum. Shortwaves hátíðin er ein útbreiddasta kvikmyndahátíð Póllands og er haldin í yfir 30 borgum í Póllandi í apríl ár hvert.  

Vinnusmiðjan Heimildamyndir í vinnslu/Docs in Developement

Vinnusmiðjan Heimildamyndir í vinnslu/Docs in Developement verður haldin dagana 7. og 8. maí frá kl. 10-13 í Bíó
Paradís. Í vinnusmiðjunni gefst þátttakendum kostur á að aðlaga heimildamyndir sínar að alþjóðlegum markaði. Þetta er í fyrsta sinn sem vinnusmiðja sem þessi verður haldin hér á landi og þetta er einstakt tækifæri fyrir íslenskt heimildamyndagerðarfólk til þess að auka möguleika á sölu mynda sinna á erlendum markaði. Leiðbeinendur í vinnusmiðjunni velja bestu heimildamyndina í vinnslu og í verðlaun eru aðgangsmiði á Sheffield Doc/Fest sem haldin er dagana 13.-17. júní í Sheffield á Englandi.

Verndari Reykjavík Shorts&Docs

Kim Longinotto verndari Reykjavík Shorts & Docs kvikmyndahátíðarinnar

photo of Kim LonginottoBreska heimildamyndagerðarkonan Kim Longinotto er verndari Reykjavík Shorts & Docs kvikmyndahátíðarinnar sem haldin verður 6.-9. maí næstkomandi. Longinotto nýtur mikillar virðingar sem heimildamyndagerðarkona víða um heim og það er mikill heiður að fá hana sem verndara Reykjavík Shorts & Docs kvikmyndahátíðarinnar. Hún verður viðstödd hátíðina og mun taka virkan þátt í dagskrá hennar.

Longinotto hefur unnið til fjölda verðlauna fyrir kvikmyndir sínar en hún hefur frá fyrstu tíð sýnt mannréttindum og málefnum kvenna mikinn áhuga. Longinotto lærði kvikmyndatöku og leikstjórn við NFTS, National Film & Television School á Englandi þar sem hún gerði m.a. heimildamynd um heimavistarskólann sinn; Price of Place (1976) og Theatre Girls (1978), heimildarmynd um athvarf fyrir heimilislausar konur.

logo

Í samvinnu við bandaríska kvikmyndadreifingarfyrirtækið Women make Movies verða yfirlitsýningar á helstu kvikmyndum Longinotto á ferli sem spannar rúm 35 ár, allt frá fyrstu myndunum hennar og til þeirrar nýjustu. Flestar heimildarmyndir hennar gerast í löndum Afríku, Mið-Austurlöndum og Asíu og beina sjónum að einstökum sögum kvenna og baráttu þeirra fyrir réttindum sínum.


Women make Movies leggur sérstaka áherslu á að dreifa kvikmyndum gerðum af konum og um konur. WmM fagnar 40 ára starfsafmæli á þessu ári og af því tilefni ferðast fyrirtækið til fjörtíu kvikmyndahátíða víðsvegar um heim. Það er því sérstakur heiður að fulltrúi fyrirtækisins verði viðstaddur á hátíðinni en yfirlitssýningarnar á heimildamyndum Longinotto eru skipulagðar af Debra Zimmerman hjá Women make Movies. Zimmerman verður einnig viðstödd Reyjavík Shorts & Docs kvikmyndahátíðina og mun taka þátt í pallborðsumræðum um dreifingu og fjármögnum stutt- og heimildarmynda. Meðfylgjandi er listi yfir helstu heimildamyndir Longinotto og verðlaun hennar og viðurkenningar.

 

Allar nánari upplýsingar veitir kynningarfulltrúi Reyjavík Shorts & Docs, Brynja Dögg Friðriksdóttir í síma 845 8994 / This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

Félag kvikmyndagerðamanna / The Icelandic Film Makers Association | Hverfisgata 54 | 101 Reykjavík | Iceland
Vefhönnun: Hugsa sér!
Merki Félags kvikmyndagerðarmanna