Merki Félags kvikmyndagerðarmanna
*/?>
fk3heim.jpg

NORDISK PANORAMA UMSÓKNIR - FRESTUR 15.FEB OG 15.MAÍ

Frestur til að skila inn umsóknum á Nordisk Panorama - 5 Cities Film Festival rennur út þann 15. febrúar fyrir heimilda- og stuttmyndir framleiddar árið 2011. Frestur til að skila inn umsóknum fyrir verk framleidd 2012 rennur út 15. maí.
Nordisk Panorama – 5 Cities Film Festival, sem verður haldin dagana21. til 26. september 2012 í Oulu í Finnlandi, er ein helsta stutt- og heimildamyndahátíð Norðurlandanna. Hátíðin spannar jafnframt flest svið kvikmyndagerðar, s.s. þróun, fjármögnun og dreifingu, og fékk í fyrra hæfnismat sem fullgild hátíð til að tilnefna stuttmyndir til Óskarsverðlauna í sínum flokki. Stuttmyndin sem valin verður besta stuttmynd Norðurlanda á því möguleika á tilnefningu til eftirsóttustu verðlauna kvikmyndaiðnaðarins – hinum eina sanna Óskar.
Umsóknum skal skilað rafrænt og hægt er að fylla þær út hér.
Frekari upplýsingar má finna hér.
Heimasíða Nordisk Panorama

REYKJAVÍK SHORTS&DOCS - DEADLINE 1.MARS


Stutt-og heimildamyndahátíðin Reykjavík Shorts&Docs Festival verður haldin dagana 6.-9. maí 2012. Þetta er í 10. sinn sem kvikmyndahátíðin er haldin og af því tilefni verður hátíðin stærri og umfangsmeiri en nokkru sinni fyrr. Fólki af vettvangi sjónvarps- og kvikmynda verður boðið á hátíðina erlendis frá. Auk kvikmyndasýninga á stutt- og heimildamyndum verða pallborðsumræður, vinnusmiðjur og kvikmyndasamkeppni, ásamt fjölda annarra viðburða.
Hægt er að senda inn kvikmyndir á hátíðina fram til 1. mars 2012.
Reykjavík Shorts&Docs Festival er alþjóðleg kvikmyndahátíð með áherslu á stutt- og heimildamyndir. Hægt er að senda inn stuttmyndir sem eru allt að 30 mínútur að lengd, hvort sem það eru leiknar kvikmyndir, teiknimyndir (e.animation) eða tilraunamyndir (e.experimental). Þá er tekið á móti heimildamyndum í hvaða lengd sem er. Þær kvikmyndir sem veljast á hátíðina verða að hafa verið framleiddar á síðustu tveimur árum (2010-2012).
Allar nánari upplýsingar veita Brynja Dögg Friðriksdóttir kynningarfulltrúi s: 845 8994, Linda Vilhjálmsdóttir s: 867 3722
og Heather Millard stjórnandi Reykjavík Shorts&Docs Festival, s: 693 5698.
This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

NÝTT TÍMABIL HJÁ CAOZ - VILJA VINNA MEÐ ÞÉR !


"Um áramótin skiluðum við í CAOZ teiknimyndinni okkar Hetjum Valhallar – Þór í alþjóðlega dreifingu. Við erum óendanlega stolt af þessu afreki okkar, því þessi fyrsta íslenska teiknimynd í fullri lengd er nú þegar á leiðinni í dreifingu í yfir 60 löndum. Hér heima gekk henni einnig glimrandi vel en áhorfendafjöldinn á hana var svipaður og allur fjöldi íslenskra barna á aldrinum 5-10 ára sem er kjarnamarkhópurinn fyrir myndina.
Við gerð þessarar myndar byggðum við upp sérfræðiþekkingu sem á enga sína líka hér á landi. Þrívíddartölvugrafík leikur í höndunum á okkur, auk þess sem við erum með á okkar snærum færustu sérfræðinga landsins í tölvukvikun, tölvubrellum, tölvulýsingu og þrívíddar tölvuvinnslu. Það er því engin ástæða að bíða eftir snjóbyl, úrhelli, rétta ljósinu, stórborgarbakgrunninum, risaeðlunni eða öðru sem vantar inn á myndefnið til að klára hugmyndina alla leið.

Allt frá stofnun 2001 höfum við í CAOZ unnið þjónustuverkefni hér á Íslandi samhliða framleiðslu á okkar eigin teiknimyndum. Eðlilega hefur mest öll okkar orka síðustu tvö ár farið í stórvirkið Þór en núna erum við tilbúin til að bretta upp ermar og takast á við spennandi kvikmynda- og auglýsingaverkefni með okkar frábæra starfsfólki sem hlakkar til að takast á við styttri verkefnaspretti.

Okkur klæjar í fingurna að fá að sýna hvað í okkur býr í verkefnum ykkar, stórum sem smáum. Til að gefa þér smá tilfinningu fyrir því sem við höfum gert, þá er hér lítið sýnismyndband af verkum okkarí gegnum tíðina. Viljir þú vita meira um okkur, þá skaltu endilega kíkja áwww.caoz.comog það væri svo ekki úr vegi að skoða vefsíðu teiknimyndarinnar á www.legendsofvalhalla.com til að fræðast meira um þetta stóra verkefni."

Hafðu samband við Karólínu Stefánsdóttur – This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.eða Tinnu Hrönn Proppé – This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.– eða í síma 512-3550 – við tökum þér fagnandi.

ICELANDIC CINEMA ONLINE VEFURINN !


Framleiðendur og aðrir rétthafar íslensks kvikmyndaefnis eru hvattir til að hafa samband hafi þeir áhuga að koma kvikmyndaefni sínu á framfæri á vefnum.


Vefurinn býður upp á aðgengi að íslensku kvikmyndaefni hér á landi sem og erlendis. Stefnan er að bjóða upp á fjölbreytt úrval af  kvikmyndum,  heimildarmyndum, Icelandic Cinema Onlinestuttmyndum, sjónvarpsþáttum og  öðru kvikmyndatengdu efni frá Íslandi.

Kynningarvideo http://vimeo.com/30394102

Gríðaleg aukning er í eftirspurn eftir kvikmyndaefni á netinu og mikilvægt að íslenskir framleiðendur  og kvikmyndagerðarfólki nýti sér þau tækifæri sem netið hefur upp á að bjóða.
Til að koma efni þínu á framfæri, vinsamlegast hafðu samband við Steffí í síma 771-3212 eða með því að senda henni mail á This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Úthlutun úr höfundasjóði FK fyrir árið 2010

AUGLÝSUM EFTIR UMSÓKNUM !


Félag kvikmyndagerðarmanna auglýsir eftir
umsóknum til úthlutunar úr höfundasjóði
félagsins fyrir kvikmyndir sem frumsýndar
voru í sjónvarpi eða kvikmyndahúsum,
gefnar út á DVD, eða birtar með öðrum
hætti fyrsta sinn á árinu 2010.
Rétt til úthlutunar skv. samþykktum FK eiga:
- Kvikmyndastjórar (ekki leiknar myndir)
- Kvikmyndatökumenn
- Klipparar
- Hljóðhöfundar
- Ljósahönnuðir
Þessi úthlutun tekur eingöngu til þeirra
kvikmyndaverka sem sýnd voru eða gefin út árið 2010.
Umsóknareyðublað er að hægt að nálgast með því
að smella HÉR !
Umsóknir skulu berast
Félagi kvikmyndagerðamanna,
Hverfisgata 54, 101 Reykjavík.
Umsóknarfrestur er til 10. desember 2011.
Ekki verður tekið tillit til umsókna sem berast eftir þann tíma.
Félag kvikmyndagerðamanna / The Icelandic Film Makers Association | Hverfisgata 54 | 101 Reykjavík | Iceland
Vefhönnun: Hugsa sér!
Merki Félags kvikmyndagerðarmanna