fk4heim.jpg

Greinar

Ályktanir FK frá Aðalfundi 2010

Ályktun aðalfundar FK ályktar um Ríkisútvarpið

Ríkisútvarpið er ein af mikilvægustu menningarstofnunum Íslendinga. Starfsemi RÚV hefur áhrif á velgengni og vöxt kvikmyndagerðar á Íslandi. Þess vegna er það hluti samningsins milli Menningar- og menntamálaráðuneytisins og RÚV um útvarp í almannaþágu að RÚV skuli „styrkja og efla“ kvikmyndagerð með kaupum á kvikmyndum og sjónvarpsþáttum frá sjálfstæðum framleiðendum. Ákvörðun yfirmanna RÚV um að skera stórlega niður þennan þátt starfseminnar, sem er mjög lítill fyrir, er aðför að tilvistarrétti stofnunarinnar. Síaukin áhersla á RÚV sem fyrirtæki í baráttu á auglýsingamarkaði í tíð núverandi stjórnenda vinnur gegn mikilvægum skyldum RÚV í menningarlífi allrar þjóðarinnar.

 

Ályktun v. niðurskurðar hjá Kvikmyndamiðstöð Íslands.

Aðalfundur Félags Kvikmyndagerðarmanna mótmælir niðurskurði fjárveitinga til Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. Margra ára uppbyggingarstarf í kvikmyndaiðnaði verður eyðilagt og atvinnuleysi blasir við mörgum kvikmyndagerðarmönnum.

Það er öllum ljóst að víða verður að skera niður útgjöld í núverandi ástandi og kvikmyndagerðarmenn skorast ekki undan í þeim efnum. En þeir krefjast þess að slíkur niðurskurður verði gerður á skynsamlegan máta og ekki vegið að einni grein langt umfram aðrar eins og raunin er á þessum fjárlögum. Ljóst er að þessi niðurskurður mun bitna á sjálfstæðum framleiðendum og einstaklingum sem starfa við kvikmyndagerð. Jafnframt mun þetta leiða til tekjumissis fyrir fleiri starfsgreinar og ekki hvað síst ríkissjóðs þar sem  sýnt er að fjárveitingar til kvikmyndagerðar skila sér í heildina margfalt til baka m.a. með skatttekjum. Hér er dapurlegt dæmi um að verið sé að kasta krónu fyrir aura.

Félag kvikmyndagerðamanna / The Icelandic Film Makers Association | Hverfisgata 54 | 101 Reykjavík | Iceland
Vefhönnun: Hugsa sér!