cameracrew.jpg

Fréttir

Skýrsla formanns v. 2009

Skýrsla formanns FK v. starfsársins 2009.

 

Árið 2009 var ár kreppu og niðurskurðar á mögum sviðum. Því fengu kvikmynda-gerðamenn að kynnast þegar tilkynnt var um stórfelldan niðurskurð upp á 34% á framlögum til Kvikmyndamiðstöðvar. Síðari hluti nýliðins starfsárs hefur einkennst af þessari baráttu kvikmynda-gerðarmanna til þess að reyna fá leiðréttingu og vera nær öðrum greinum i þeim niðurskurði sem núverandi efna-hagsástand kallar á. Það hefur verið ánægjulegt á sjá að kvikmyndagerðar-menn, einstaklingar og félög sem starfa í geiranum hafa staðið þétt saman í þessari baráttu.

Stjórn félagsins hélt mánaðarlega fundi og vinnufundi um ýmis málefni. Félagsfundir voru tveir, þar voru kynnt kvikmyndaverk, verkefni stjórnarinnar og einnig fengurm við Þórhall Gunnarsson dagskrágerðarstjóra Sjónvarpsins í heimsókn. Nú er hann reyndar orðinn fyrrverandi dagskrárstjóri og bíður það betri tíma að hitta þann sem tekur við starfinu.

 

Eins og áður var það eitt af megin-verkefnum stjórnarinnar að styrkja félagið inn á við til þess að það þjónaði betur hagsmunum félagsmanna. Félagið setti Menningarsjóð FK á laggirnar og hóf úthlutanir og ennfremur komst útgáfa félagsskírteina á skrið. 26. nóvember opnaði Páll Steingrímsson, elsti félagi FK, nýja heimasíðu félagsins.  Nýja heimasíðan gefur margvíslega möguleika  til þess að auka aðgengi félagsmanna að upplýsingum um fagið og starf félagsins. Félagið opnaði Fésbókarsíðu sem er notuð til þess að tilkynna um atburði sem skipta félagsmenn máli. Útgáfa Fréttabréfsins hélt áfram og voru 17 tölublöð send til félagsmanna. Útbreiðsla Fréttabréfs FK hefur nú verið aukin og nær það til tæplega 800 aðila. Fréttabréfið er einnig sent á fjölmiðla og til þingmanna og hefur sýnt sig að bréfið er gott verkfæri til þess að kynna okkar málefni á opinberum vettvangi.

 

Úthlutað var úr höfundasjóði félagsins að venju. Höfundasjóður FK fær s.k. IHM réttindagreiðslur fyrir félagsmenn sem eiga hlut í verkefnum sem hafa verið sýnd opinberlega. Tekjur sjóðsins hafa farið minnkandi sökum þess að innheimtur af DVD diskum og CD diskum dragast saman eftir því sem meira og meira kvikmyndaefni er afritað yfir á s.k. flakkara. En af þeim diskum eru ekki innheimt höfundaréttargjöld.

 

Með útgáfu félagsskírteinanna var hægt að afla ýmissa fríðinda fyrir félagsmenn, afslætti ýmiskonar á kvikmyndahátíðir, kvikmyndahús og fleira. Sérstök fríðindanefnd er starfandi og kynnir hún á heimasíðunni ýmis tilboð sem félagsmenn geta nýtt sé með framvísun félagsskírteina. Eitt af því sem tafið hefur útgáfu skírteinanna er framtaksleysi félagsmanna sjálfra við að senda myndir af sér til stjórnar. Það er dýrt og óhagkvæmt að framleiða fá skírteini í einu, og hefur stjórnin því ákveðið að prenta þau einungis tvisvar á ári í mars og júlí og gefa þess á milli út bráðabirgðaskírteini til þeirra sem þess óska.

 

Á undanförnum þremur árum hefur FK og önnur samtök kvikmyndagerðarmanna og kvikmyndaframleiðenda leitast við að ná samkomulagi við yfirstjórn RÚV til að bæta skilyrði fyrir íslenska kvikmynda-gerð. Höfum við óskað eftir því við RÚV að eiga í gagnvirku samstarfi við yfirstjórnina um þróun og áherslur í efnisvali. Einnig höfum við áhuga á að fá leiðréttingu á kaupverði fyrir t.d. heimildamyndir sem hefur hríðlækkað á síðasta áratug á meðan að t.d. verð á safnaefni hækkar og hækkar. En nú er verðskrá RÚV gefin út í bandarískum dollurum sem er mjög óhagkvæmt fyrir íslenka kvikmyndagerðarmenn. Það er einnig álit stjórnar að forráðamenn RÚV standi ekki við gerðan þjónustusamning við Menntamálaráðuneytið um þá liði samningsins sem lýtur að kaupum á íslenskum kvikmyndaverkum. Það er deginum ljósara að þeim samnings-bundnu upphæðum sem nota skal  í nýsköpun og íslenska dagskrá frá sjálfstæðum framleiðendum er ekki beint í þann farveg í þeim mæli sem samningurinn segir til um . Ekki hefur enn tekist að ná neinum samningum við Ríkisútvarpið í þessum málum og hefur okkur verið tjáð að RÚV „sjái engan hag í því að gera samning við kvikmynda-gerðarmenn!“

Fulltrúar FK fóru ásamt fulltrúum FSK á fund menntamálaráðherra til þess að útskýra stöðu kvikmyndagerðamanna gagnvart RÚV eftir að forráðamenn RÚV neituðu að undirrita samkomulag um samstarf kvikmyndagreinarinnar og RÚV. Ennfremur var útlistað á fleiri en einum um fundi fyrir ráðherra og aðstoðarfólki hennar að RÚV virti ekki þjónustu-samninginn við ráðuneytið og samningurinn því gagnslaust plagg fyrir kvikmyndagerðarmenn. Ráðherra setti á laggirnar nefnd til að skoða stöðu RÚV eftir að það var gert að opinberu hlutafélagi og er sú skýrsla nýkomin út.

Í skýrslu nefndarinnar er tekið undir mörg þeirra atriða sem við kynntum ráðherra og formanni nefndarinnar. Gangrýnd er markaðsvæðing RÚV sem virðist yfirskyggja menningarhlutverk þess á stundum og hefur nýlega gengið út í þær öfgar að útvarpsstjóri hyggst skera stórlega niður innkaup íslenskra verka. En þar er ekki úr háum söðli að detta þar sem þau kaup nema ekki nema örlitlu broti af dagskrárfé Sjónvarpsins.

 

Liður í starfi FK er rekstur kvikmynda-hátíðarinnar Reykjavik Shorts & Docs. Að þessu sinni var hún haldin í samstarfi við heimilda- og stuttmyndahátíðina Nordisk Panorama sem var nú í Reykjavík. Meginþema Reykjavík Shorts&Docs var sýningar á verkum ungra kvikmynda-gerðarmanna og var strætisvagn í miðborginni sýniningarvettvangurinn.

 

FK er aðili að Bandalagi íslenskra listamanna og situr formaður félagsins í stjórn BÍL. Innan BÍL fer fram mikið starf sem snertir hagsmuni kvikmynda-greinarinnar og voru haldnir fundir með borgarstjóra og mennta- og menningar-málaráðherra og rætt ma.a um málefni RÚV og Kvikmyndamiðstöðvar.

Á vegum BÍL er nú unnið að mótun lista- og menningarstefnu í samráði við Mennta- og menningarmálaráðuneytið og á vegum bandalagsins starfar sérstakur vinnuhópur um kvikmyndamál og situr formaður FK í honum.

 

Eftir að stórfelld aðför hófst gegn íslenskri kvikmyndagerð í lok 2009 og upphafi 2010 hefur stjórn félagsins sent frá sér ályktanir um málin og starfað með öðrum félögum til þess að reyna að hindra að afdrifarík skemmdarverk sem geta lamað íslenska kvikmyndndagerð til langframa.

Sú vinna er nú í fullum gangi og ber vonandi góðan árangur. Nú hefur það gerst eins og fyrr sagði að öll félögin sem starfa innan greinarinnar vinna saman af miklum krafti auk þess sem kvikmyndafólk upp til hópa hefur tekið höndum saman og skipulagt sig til að vinna að velferð kvikmyndafagsins.

Einn þáttur í þessu öllu birtist hér á þessum fundi. Til liðs við FK ganga nú margir kvikmyndagerðarmenn sem fram til þessa hafa ekki skipulagt sig til að vinna að framgangi sinna hagsmuna. FK er félag sem getur, ef rétt er á spilum haldið, orðið þessu félögum að gagni og um leið styrkt sig sem félag sem vinnur að eflingur kvikmyndagerðar á Íslandi öllum til hagsbóta.

Nú læt ég af formennsku eftir 3 ára setu. Ég vil nota þetta tækifæri til að þakka öllum sem hafa setið í stjórn með mér og einnig öllum öðrum félagsmönnum sem hafa lagt hönd á plóg.

 

Hjálmtýr Heiðdal

Straumar héðan og þaðan

Iceland Cinema Now

Félag kvikmyndagerðamanna / The Icelandic Film Makers Association | Hverfisgata 54 | 101 Reykjavík | Iceland
Vefhönnun: Hugsa sér!