Nú líður senn að hinni árlegu ráðstefnu You Are In Control sem haldin verður í 6. sinn í Bíó Paradís 28. – 30. október 2013.

You Are In Control er vetttvangur fyrir aðila í skapandi greinum til að kynnast því ferskasta sem er að gerast í alþjóðlegu samhengi og efla tengslanetið sín á milli.

Ráðstefnan er bræðsla af listamönnum og skapandi frumkvöðlum í bland við erlenda gesti og þátttakendur á heimsmælikvarða. Fyrirlestrar, vinnustofur, pallborðsumræður, gagnvirkur hádegisverður, myndlistarsýning og margt fleira verður hluti af YAIC 2013.

Skoða stutt kynningarmyndband um YAIC&lt http://youareincontrol.is/

  • Stúdentaverð 10.000 kr (ath framvísa þarf nemendaskilríkjum þegar passi er sóttur)
  • Einstaklingar og lítil fyrirtæki 15.000 kr (fyrirtæki með færri en 25 starfsmenn samkv. RSK).
  • Fullt ráðstefnugjald er 20.000 kr.

Innifalið:  Allir fyrirlestrar, vinnustofur og pallborðsumræður, sem og hádegismatur, boð á opnunarkvöldið, myndlistarsýning og einstakt tækifæri til að vera hluti af umræðunni innan skapandi greina.

Skráning fer fram á vefsíðunni, www.youareincontrol.is, einnig er hægt að senda tölvupóst beint á Kristjönu Rós Guðjohnsen, ráðstefnustjóra á netfangið: kristjana@youareincontrol.is, hún svara öllum fyrirspurnum og tekur við skráningum.