SVIPMYNDIR FRÁ 50 ÁRA AFMÆLI FÉLAGSINS

Kvikmyndagerðarmenn heldu upp á 50 ára afmæli félagsins í Ægisgarði gærkveldi. Margt var um góða gesti og borgarstjórinn í Reykjavík ávarpaði afmælisfögnuðinn. Hrafnhildur Gunnarsdóttir formaður félagsins og Björn Br. Björnsson ávörpuðu einnig afmælisgest.

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur óskað FK til hamingju með afmælið og sagði gestum frá áformum borgaryfirvalda út í Gufunesi þar sem áætlanir eru uppi um að hlúa að nýsköpun og frumkvöðlastarfi í kvikmyndageiranum.

6 FÉLÖGUM VEITT HEIÐURSFÉLAGANAFNBÓT

Sex félögum var í gær veitt heiðursfélaganafnbót á 50 ára afmæli félagsins. Það voru þau: Gísli Sigurgeirsson, Gunnar Baldursson, Ingibjörg Briem, Magnús Magnússon, Valdís Óskarsdóttir og Þorsteinn Helgason. Þau hljóta heiðursfélagatitilinn fyrir vel unnin störf í sjónvarps- og kvikmyndagerð. Heiðursfélaganafnbótin er sæmdarheit sem hlotnast fyrir mikilsvert framlag til eflingar félaginu og/eða kvikmyndagerðarmönnum og konum sem eiga að baki farsælan starfsferil sem kvikmyndagerðarmenn. Við óskum heiðursfélögum til hamingju og þökkum þeim fyrir vel unnin störf.

Valdís Óskarsdóttir sést hér taka við heiðursfélaganafnbótinni í gærkvöldi en hún og Ingibjörg Briem eru fyrstu konurnar sem hljóta þessa nafnbót.

Ljósmyndir Stefanía Thors og Anna Þóra Steinþórsdóttir