Kvikmynda- og sjónvarpsiðnaðurinn á Íslandi veltir að meðaltali 27,2 milljörðum á ári hverju. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri samantekt Hagstofu Íslands fyrir Samband íslenskra kvikmyndaframleiðenda (SÍK) um kvikmynda- og sjónvarpsiðnaðinn á Íslandi og kynntar voru fyrr í vikunni. Útflutningstekjur á tímabilinu 2014 – 2018 voru 15,1 milljarður króna en framlög ríkisins á sama tímabili til Kvikmyndasjóðs og í endurgreiðslur voru samanlagt um 9,9 milljarðar króna. Í samantektinni kemur einnig fram að 1.806 manns hafi starfað við greinina að meðaltali í hverjum mánuði á árunum 2014-2019, en þar af voru 1.189 launþegar.

Hér má sjá samantektina í heild sinni.