Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Menningarsjóð FK. Menningarsjóður Félags kvikmyndagerðarmanna auglýsir styrki til rétthafa höfundalauna.

Styrkir eru veittir m.a. vegna:

  • Þátttöku á kvikmyndahátíðum
  • Endurmenntunar
  • Ráðstefnukostnaðar
  • Ferðakostnaðar
  • Önnur sambærileg verkefni

Ekki eru veittir styrkir til handritagerðar eða framleiðslu kvikmynda sem eiga rétt á styrkjum frá KMI og bent á Kvikmyndamiðstöð hvað það varðar.

Úthlutunarnefnd höfundatekna FK metur hverja umsókn í samræmi við úthlutunarreglur Menningarsjóðs.

Hámarks úthlutun er 200.000,- kr.

SÆKJA UM HÉR