NÝ STJÓRN FK KOSIN
Ný stjórn var kosin á aðalfundinum þar sem að Sigríður Rósa Bjarnadóttir og Hákon Már Oddson tóku sæti í stjórninni. Anton Máni Svansson og Ósk Gunnlaugsdóttir gáfu ekki kost á sér aftur og er þeim þakkað fyrir störf sín fyrir hönd kvikmyndagerðarmanna. Ný stjórn er því skipuð Hrafnhildi Gunnarsdóttur formanni, Stefaníu Thors varaformanni, Önnu Þóru Steinþórsdóttur, Bergsteini Björgúlfssyni, Fahad Fali Jabali, Guðbergi Davíðssyn, Hákoni Má Oddssyni, Rebbekku Ingimundardóttir og Sigríði Rósu Bjarnadóttur. Stjórn á eftir að skipta með sér störfum sem verður gert á fyrsta stjórnarfundi.


6 FÉLÖGUM VEITT HEIÐURSFÉLAGANAFNBÓT

Sex félögum var veitt heiðursfélaganafnbót á aðalfundi félagsins. Það voru þeir: Andrés Indriðason, Gísli Gestsson, Guðmundur Guðmundsson, Hjálmtýr Heiðdal, Karl G. Jeppesen og Páll Steingrímsson. Þeir hljóta heiðursfélagatitilinn fyrir vel unnin störf í kvikmyndagerð. Samkvæmt lögum Félags kvikmyndagerðarmanna er heiðursfélagi Félags kvikmyndagerðarmanna annars vegar sæmdarheiti, sem hlotnast mönnum fyrir mikilsvert framlag þeirra til eflingar félaginu og/eða kvikmyndagerðarmönnum og konum sem eiga að baki farsælan starfsferil sem kvikmyndagerðarmenn. Allir þeir félagsmenn sem ná 67 ára aldri og hafa verið félagsmenn í FK í a.m.k. 5 ár skuldlaust verða sjálfkrafa heiðursfélagar. Við óskum heiðursfélögum til hamingju og þökkum þeim fyrir vel unnin störf.

Ný stjórn Félags kvikmyndagerðarmanna efri röð frá vinstri Sigríður Rósa Bjarnadóttir, Anna Þóra Steinþórsdóttir, Bergsteinn Björgúlfsson, Rebekka A. Ingimundardóttir, Hrafnhildur Gunnarsdóttir, Fahad Falur Jabali, Stefanía Thors og Guðbergur Davíðsson. Neðri röð sitja þrír af nýjum heiðursfélögum FK: Gísli Gestsson, Karl G. Jeppesen, og Páll Steingrímsson.