Petri Kemppinen, forstjóri Norræna- kvikmynda og sjónvarpssjóðsins, og Karolina Lidin, ráðgjafi sjóðsins á sviði heimildamynda munu halda fundi og kynningu dagana 9. – 11. apríl til að kynna starfsemi sjóðsins og þá styrki sem eru í boði fyrir framleiðslu og dreifingu leikinna kvikmynda í fullri lengd, sjónvarpsþætti og skapandi heimildamyndir. Sjóðurinn hefur sett á laggirnar nýjar leiðir til að styðja við norrænan kvikmynda- og sjónvarpsiðnað.

Fimmtudaginn 10. apríl mun Petri Kemppinen halda kynningu með almennum upplýsingum um starfsemi Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðsins. Fyrirlesturinn hefst kl. 16 í Bíó Paradís og þarf að staðfesta mætingu þar sem boðið verður upp á léttar veitingar. Vinsamlega staðfestið mætingu hjá gunnar@kvikmyndamidstod.is fyrir 4. apríl.

Nánari leiðbeiningar og upplýsingar um styrki frá Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðnum má nálgast á heimasíðu sjóðsins.

Íslenskir samstarfsaðilar sjóðsins eru Kvikmyndamiðstöð Íslands, RÚV og Stöð 2.