STÉTTARFÉLAGS AÐILD

Stéttarfélag FK var stofnað á aðalfundi Félags kvikmyndagerðarmanna í apríl 2014. Til þess að verða virkur í Stéttarfélagi FK þarf að sækja sérstaklega um það. Gott er að vita að ef þú ert að færa þig á milli stéttarfélaga innan RSÍ þá tapar þú engum réttindum við færsluna. Ef  þú ert að færa þig frá stéttarfélögum innan ASÍ (eins og t.d. VR) þá á slíkt hið sama við þegar um sjúkradagpeninga er að ræða. Réttur til almennra styrkja flyst hins vegar ekki og skapast eftir 12 mánaða samfelldar greiðslur.

UPPLÝSINGAR UM RÉTTINDI

Rafiðnaðarsambandið er með öflugan styrktar- og sjúkrasjóð. Félagsmenn í veikindaleyfi geta sótt um sjúkradagpeninga þegar réttur til launa hjá atvinnurekanda er fullnýttur. Sjúkradagpeningar greiðast í allt að 6 mánuði, mánaðarleg greiðsla er 80% af meðaltekjum síðustu fimm mánaða samkvæmt inngreiðslum í styrktarsjóð. Réttur til sjúkradagpeninga ávinnst eftir 6 mánaða samfelldar greiðslur í sjúkrasjóð.

Félagsmaður getur jafnframt sótt um styrk vegna langvarandi veikinda maka/barna, verði félagsmaður fyrir tekjumissi vegna þess. Vegna veikinda barna þurfa félagsmenn að nýta veikindarétt samkvæmt kjarasamningi. Varðandi veikindi maka þurfa veikindi að hafa staðið í a.m.k. tvær vikur til að réttur skapist.

Félagsmenn geta jafnframt sótt um fjölmarga styrki eins og vegna kostnaðarsamra læknisaðgerða, gleraugnastyrk, fæðingarstyrk, styrk vegna  krabbameinsskoðunar, hjartaverndar, sjúkraþjálfunar, líkamsræktar, námskeiða, sálfræðiviðtala, ferðakostnaðar og dánarbóta. Réttur til styrkja ávinnst eftir 12 mánaða samfelldar greiðslur í styrktarsjóð. Sjá nánari upplýsingar á heimasíðu rafiðnaðarsambandsins:

http://rafis.is/images/stories/pdf_skjol/RSI_bladid/RSI_baeklingur_net_2016.pdf

Rafiðnaðarsambandið á og rekur 43 orlofshús/íbúðir í öllum landshlutum, sum þeirra eru einungis í sumarútleigu, önnur til útleigu allt árið. Flestum húsum fylgir heitur pottur. Gæludýr eru leyfð í orlofshúsinu á Flúðum. Einnig eru til útleigu allt árið 2 íbúðir í Torrevieja á Spáni og 1 íbúð í Kaupmannahöfn. Sjá nánari upplýsingar á orlofsvefnum, http://orlof.is/rafis/

Fyrir frekari upplýsingar um skráningu og það sem aðildin býður upp á endilega kíkja á Stéttarfélag FK og Rafís svæðið okkar:

Meðlimir/ Stéttarfélag FK og Rafís. 

Ef þú ert ennþá með spurningar þá máttu hafa sambandi við formann félagsins í gegnum tölvupóst eða Sigrúnu Sigurðardóttur hjá RSÍ.