Heino Deckert sýnir mynd sína ¡Vivan las Antipodas! í Bíó Paradís og ræðir hana að sýningu lokinni

Dagana 17. – 20. október mun heimildamyndaframleiðandinn Heino Deckert vera með vinnusmiðju fyrir heimildamyndir hér á landi. Skráningu er nú lokið og mun full þátttaka vera í smiðjunni.

Áhugasömum aðilum sem munu ekki sækja vinnusmiðjuna gefst þó kostur á að hitta Deckert fimmtudaginn 17. október í Bíó Paradís. Klukkan 15:30 fer fram sýning á heimildamynd í framleiðslu Deckert er nefnist ¡Vivan las Antipodas! Að sýningu lokinni mun Deckert nota myndina sem case stúdíu í heimildamyndagerð og kryfja hana til mergjar. Einnig mun hann svara fyrirspurnum viðstaddra.