UM FÉLAG KVIKMYNDAGERÐARMANNA

Félag kvikmyndagerðarmanna var stofnað 1966 með það að markmiði að standa vörð um hagsmuni og höfundarrétt kvikmyndagerðarmanna.

Í dag er félagið hagsmunafélag allra sem vinna við kvikmyndagerð og markmið þess er enn að standa vörð um höfundarrétt og hagsmuni félagsmanna bæði faglega og stéttarlega auk þess að stuðla að skapandi, listrænni og menningarlegri kvikmyndagerð. Félagið kemur fram fyrir hönd félagsmanna gagnvart stjórnvöldum, menningarstofnunum og öðrum félagasamtökum.

Félagið býður alla fagmenn í kvikmyndagerð á Íslandi velkomna.

Saga félagsins

Stjórn FK

Starfsemi

Heiðursfélagar

Lög félagsins