Félag kvikmyndagerðarmanna var stofnað árið 1966 og er skipulagt á grundvelli hinna ýmsu starfsgreina innan kvikmyndagerðar svo sem kvikmyndatöku, klippingu, hljóðvinnslu, upptökustjórnunar,framleiðslu og leikstjórnar. Félagið vinnur að hagsmunamálum félagsmanna og er opið öllu fagfólki í kvikmyndagerð.

FK gaf út tímaritið Land og synir frá árinu 1995. Tímaritið var málgagn félagsmanna og vettvangur umræðu. Var gefið út tvisvar á ári til upplýsinga um hvaðeina sem snéri að faginu. Íslenska kvikmynda- og sjónvarpsakademían tók síðar við tímaritinu en útgáfu þess var hætt 2011. IKSA (íslenska kvikmyndaakademían) varðveitir öll gögn tímaritsins.

FK er aðili að IHM Innheimtumiðstöð gjalda, stofnuð desember 1984. Aðaltilgangur IHM var upphaflega að annast innheimtu gjalda af tækjum, diskum, minnislyklum og öðrum hlutum til hlióðrænnar eða stafrænnar upptöku og afspilunar, með það að markmiði að bæta tekjumissi vegna fjölföldunar á höfundaréttar vörðu efni. Frá árinu 2017 hafa bætur vegna stafrænnar dreifingar á höfundaréttar vörðu efni verið á fjárlögum íslenska ríkisins og skiptast þær milli ólíkra aðila í skapandi geirum. Tekjum FK úr IHM er ráðstafað gegnum Höfundasjóð FK. Í sjóðinn sækja þeir kvikmyndastjórar, tökumenn, hljóðmenn og klipparar sem eiga höfundarrétt að efni sem sýnt er í sjónvarpi og kvikmyndahúsum á Íslandi.

Íslenska kvikmynda- og sjónvarpsakademían (ÍKSA) var stofnuð í september 1999. FK er ásamt SÍK (samtök íslenskra kvikmyndaframleiðenda) og SKL (samtök kvikmyndaleikstjóra) eigandi akademíunnar. Viðamesta verkefni Akademíunnar er hin árlega Edduhátíð þar sem veitt eru verðlaun fyrir ýmsa þætti kvikmyndagerðar og athygli almennings vakin á því sem vel er gert á þessu sviði.

FK var einn af stofnendum Kvikmyndahátíðar í Reykjavík árið 1978 og er með elstu kvikmyndahátíðum norðurlanda. Hátíðin var síðast haldin árið 2001. Árið 2014 tóku fagfélög innan kvikmyndabransans höndum saman og stofnuðu Stockfish Film Festival, en með hátíðinni er Kvikmyndahátíð Reykjavíkur endurvakin undir nýju nafni. Hátíðin mun veita innlendum og erlendum gestum innsýn í margt af því sem athyglisverðast er í kvikmyndagerð samtímans. Hátíðin er haldin árlega í samvinnu við Bíó Paradís og stendur yfir í 11 daga. Dagskrá bransadaga Stockfish miðast við þarfir og óskir kvikmyndaiðnaðarins hverju sinni.

Íslenska kvikmynda- og sjónvarpsakademían (ÍKSA) var stofnuð í september 1999. FK er ásamt SÍK (samtök íslenskra kvikmyndaframleiðenda) og SKL (samtök kvikmyndaleikstjóra) eigandi akademíunnar. Viðamesta verkefni Akademíunnar er hin árlega Edduhátíð þar sem veitt eru verðlaun fyrir ýmsa þætti kvikmyndagerðar og athygli almennings vakin á því sem vel er gert á þessu sviði.

FK var einn af stofnendum Kvikmyndahátíðar í Reykjavík árið 1978 og er með elstu kvikmyndahátíðum norðurlanda. Hátíðin var síðast haldin árið 2001. Árið 2014 tóku fagfélög innan kvikmyndabransans höndum saman og stofnuðu Stockfish Film Festival, en með hátíðinni er Kvikmyndahátíð Reykjavíkur endurvakin undir nýju nafni. Hátíðin mun veita innlendum og erlendum gestum innsýn í margt af því sem athyglisverðast er í kvikmyndagerð samtímans. Hátíðin er haldin árlega í samvinnu við Bíó Paradís og stendur yfir í 11 daga. Dagskrá bransadaga Stockfish miðast við þarfir og óskir kvikmyndaiðnaðarins hverju sinni.

FK setti á stofn alþjóðlegu stutt- og heimildamyndahátíðina Reykjavík Short’s and Doc’s sem starfrækt var um árabil, síðast haldin í Bíó Paradís árið 2015. Á hátíðinni voru sýndar heimilda- og stuttmyndir hvaðanæva úr veröldinni ásamt því sem best er gert á þessu sviði hér á landi.

FK er aðili að Bandalagi íslenskra listamanna, BÍL, sem stendur vörð um sameiginlega hagsmuni allra listamanna í landinu. Félagið er einnig aðili að fulltrúaráði Listahátíðar í Reykjavík.

FK hefur ávallt verið umhugað um hag kvikmyndagerðarmanna sem og greinarinnar í heild og var á sínum tíma og var í forustu baráttunnar fyrir stofnun Kvikmyndasjóðs sem síðar varð Kvikmyndamiðstöð. Félagið á fulltrúa í Kvikmyndaráði sem er ætlað að veita stjórnvöldum ráðgjöf og gera tillögur um stefnu og markmið á sviði kvikmyndalistar.