Handrit 101
Er samsuðungur af hinum ýmsu reglum, hugleiðingum og greinum um handritsgerð. Skrif handrits eru ekki bein vísindi því greinin er að hluta til listgrein og að hluta til arkitektúr. Það koma tímar þar sem almennar reglur koma til góðra nota og svo koma tímar þegar hunsa ber reglurnar en í því tilviki er hægt að vera sammála um að höfundur ætti að vita hverjar reglurnar eru sem hann er að brjóta svo hann geri það viljandi.
Greinarsafn þetta er ekki tæmandi reglusafn að neinu leyti, meira áminning og vangaveltur og ætti vonandi að nýtast bæði byrjanda í faginu sem og reyndari aðilum.
Hrafnkell Stefánsson, MA handritshöfundur.
Handrit 101: The Basics Part 1
Það eru mörg grundvallaratriði sem ber að hafa í huga við ritun handrits, of mörg til að koma fyrir í eina litla grein. Hér eru nokkur þessi atriða og reglur sem er gott að hafa til hliðsjónar þegar þú sest niður til að skrifa handritið þitt.
1 blaðsíða = 1 Mínúta
Það er almenn regla að hver skrifuð blaðsíða sé ein mínúta í mynd. Þetta er ágætis viðmið þegar þú ert að reyna sjá hvar þú ert staddur í handritinu þínu. Ef þú ert að skrifa bíómynd og ert enn á kynningu sögunnar á blaðsíðu fimmtíu, þá ertu búin að ofskrifa því þú getur reiknað með því að þú ert á mínútu 50. Eins og í öllum reglum þá eru undantekningar, og sjónvarp í flestum tilfellum er undantekningin hér.
Skrifaðu það sem við getum séð
Handrit er ekki bara leið til að segja sögu. Það er leiðbeiningarbæklingur gerður svo einhver annar geti tekið upp eftir honum. Þú þarft að vera skýr með það sem þú skrifar, og vera viss um það sem þú setur í action línurnar (1) þínar. Það þýðir lítið að skrifa inn eitthvað sem við getum svo aldrei séð í mynd. Til dæmis, ef við höfum persónu sem við köllum Jón að stara út um glugga getur þú ekki skrifað „ Jón starir út um gluggann og hugsar um Söru.“ Af því það er engin leið fyrir okkur sem áhorfanda að skilja um hvað hann er að hugsa. Sleppur hugsanlega ef Jón var að enda við líta á mynd af Söru, fer svo að stara út um gluggann. Þá gæti það sloppið.
En það er vert að passa sig á þessari reglu. Oft hef ég séð þurr handrit þar sem það er passað svo vel upp á að brjóta aldrei þessa reglu að action línurnar lýsa bara mjög hrátt hreyfingum og persónum án þess að lýsa tilfinningalegu ástandi til dæmis.
Það er í fínu lagi að skrifa inn hvert tilfinningalegt ástand persónurnar er, leikari getur leikið það. Einnig þegar þú kynnt inn nýja persónu, sérstaklega ef hún kemur mikið við sögu er allt í lagi að skrifa aðeins út fyrir rammann sem við sjáum. Enda getur leikari gefið mikið til kynna bara með að vera í mynd. Besta leið til að finna þennan balance á milli hvað þú ættir og ættir ekki að skrifa er að lesa handrit. Fyrir action línur þá mæli ég sérstaklega vel með Shane Black ( „Kiss Kiss, Bang Bang“ „Lethal Weapon“) sem er meistari að skrifa skemmtilega læsileg handrit.
Um hvað fjallar senan?
Hún fjallar um einn hlut. Hún vinnur með sögunni sem þú ert að segja. Hún er eign eins persónu. Sem er ekki endilega aðalpersóna sögunnar þinnar. Ef senan þín uppfyllir ekki þessi skilyrði þá er að öllum líkindum eitthvað að senunni þinni.
Það sem ég meina með þessu er það að sena þarf að hafa áhrif á heildarmynd sögunnar sem er verið að segja. Einföld orsök og afleiðing. Sem þýðir að eitthvað gerist í senunni, sem breytir plot, söguheimi eða ástandi persónu í senunni. Og við þann karakter sem breytingin á sér stað, sá karakter á senuna.
Ágætis þumalputtaregla er sú að fara yfir senurnar í handritinu þínu þegar þú hefur lokið því og sjá hvort hver einasta sena fjalli um einn hlut en ekki sjö, einhver eigi senuna og sérstaklega passa að senan skipti máli í heildarmyndinni og einhver breyting hafi átt sér stað.
Það er RISA stór munur á plot og sögu.
Leiðinlegasta spurning sem handritshöfundur getur fengið og jafnframt sú gagnlegasta er spurningin; Um hvað er myndin? Það fyrsta sem kemur til hugar höfunda almennt er að fara útskýra plot myndarinnar(2). En það er ekki það sem er verið að spyrja þig um. Það sem er verið að spyrja þig um er hver sagan er sem þú ert að segja með plot-i myndarinnar þinnar.
Það er ágætis mælistika á höfund, að sjá hvort hann skilji muninn á þessum tveimur. Því allir góðir handritshöfundar vita hver munurinn er, og vita að það sem í raun skiptir máli er sagan sem þú ert að segja. Plot er í raun aðferðin sem þú notar til að segja hana.
Sem dæmi segjum að þú sért að skrifa bíómynd sem gerist í villta vestrinu þar sem feðgar, sem er illa við hvorn annan, neyðast að ferðast saman með kúahjörð til hins enda Bandaríkjanna. Það er plot myndarinnar. En það er ekki það sem myndin fjallar um. Segjum að saga myndarinnar sé platónskt ástarsamband feðganna. Ég segi ástarsamband því það fylgir sömu reglum hvort það sé rómantískt eða bara platónskt vina eða feðgasamband.
Sagan sem þú ert segja, er samband feðganna. Allar senur myndarinnar, ættu á einn eða annan hátt að fjalla um þetta samband, þróa það áfram. Allt þetta er sagan, en hefur lítið að gera við villta vestrið. Svo lítið hefur það að gera við plot-ið að þú getur sagt sömu sögu í öðru umhverfi. Feðgarnir gætu verið um borð í geimskipi og þurfa að fara saman í för sem mun reyna á samband þeirra. Annar heimur, sama saga.
(1) Action línur = Er textinn sem þú notar til að lýsa senu, hvað fólk er að gera, og svo framvegis. Til dæmis Jón gengur hægt að skrifborði litlu skrifstofunnar sinnar.
(2) Plot = Atburðarás sögu.
Handrit 101: The basics part 2:
This time it‘s personal.
En eins og við vitum, talar fólk oftast ekkert beint út. Því segist líða vel þegar því líður illa. Og það er okkar skylda sem handritshöfundar að skila díalognum á þennan hátt líka. Að láta persónur okkar segja áhorfendanum hvernig þeim líður án þess að segja þeim það. Vont og frekar ófrumlegt dæmi um þetta væri Jón segir Söru að honum líði vel, en eitthvað við hvernig hann tekur upp kaffibolla segir okkur að honum líður illa. Ég sagði að þetta væri slæmt dæmi.
En það koma tímar þar sem þú nauðsynlega þarft að dreifa upplýsingum hratt og skýrt til áhorfenda. Og þú vilt forðast að láta persónurnar þínar segja það beint út, eða í stífu samtali við hvorra aðra en hefur engan valmöguleika eftir. Þegar þetta gerist þá þarftu að plata áhorfandann með einhverju skemmtilegu sem gerist samtímis, til dæmis tveir menn tala á meðan páfinn syndir í sundlaug í bakgrunni, eða House gengur um á meðan lýsir fyrir áhorfendunum allt sem er að sjúklingi vikunnar, hreyfingin platar okkur í að halda að það sé eitthvað meira en upplýsingaveita í gangi.
Besta dæmið eru söngleikir, þar sem allir syngja um tilfinningar sínar en út af choreographed dansi, catchy lagi tökum við ekki að það er verið að dæla okkur full af upplýsingum. Og við enda lagsins vitum við hver er skotinn í hverjum og af hverju það er allt voðalega erfitt og so on.
Oftar en einu sinni hef ég heyrt þau rök þegar ég er að gagnrýna tilverurétt persónu í handriti að persónan sé byggð á alvöru manneskju. Eða blöndu af fólki sem handritshöfundurinn hefur verið að gera skil. Það er ekki slæm leið til að skapa persónu, en eftir að persónan hefur verið sköpuð þarf höfundur að spyrja sjálfan sig hvaða tilgangi þjónar hún sögu myndarinnar.
Því persónur, hversu vel sem þær eru skrifaðar eru í handritinu til þess að þjóna sögu myndarinar sem þú ert að skrifa. Ef þær gera það ekki þá eru þær orðnar að mestu leyti tilgangslausar og oftast er þá kominn tími til að segja skilið við þær eða allavega breyta þeim.