Umsókn um úthlutun úr höfundasjóði Félags kvikmyndagerðarmanna fyrir höfundaverk sem frumsýnd voru í sjónvarpi, kvikmyndahúsi eða gefin út og birt með öðrum hætti árið 2019. Eingöngu er veitt höfundagreiðsla fyrir fyrstu sýningu verksins.
Rétt til úthlutunar samkvæmt samþykktum Félags kvikmyndagerðarmanna eiga eftirfarandi fyrir hlut sinn í gerð kvikmynda, heimildamynda, sjónvarpsþátta, fræðslumynda, tilraunamynda, tónlistarmyndbanda, fréttamynda og fleira:
- Kvikmyndatökumenn
- Klipparar
- Hljóðhöfundar
- Ljósahönnuðir
- Kvikmyndastjórar (ekki leikið efni)
Umsókn er að finna rafrænt á eftirfarandi vefslóð:
Umsókn þarf að berast fyrir 9. desember 2020.