Græn kvikmyndagerð er sjóð heitt mál og útlit er fyrir að eftirspurn eftir sérfræðingum og þjónustu á sviði áætlanagerðar og úrvinnslu gagna um kolefnislosun, og aðra þætti er snúa að sjálfbærni í framleiðslu og dreifingu kvikmynda, muni aukast mjög á næstu árum, og að fjöldi áhugaverðra starfa skapast á þessu sviði.
Kvikmyndamiðstöð Íslands, í samvinnu við Íslandsstofu og Rannís býður því til málþings um sjálfbæra kvikmyndagerð í Silfursal Grósku, fimmtudaginn, 8. desember n.k., kl 10-15:30. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, ráðherra ferðamála-, viðskipta- og menningarmála verður viðstödd og ávarpar málþingið.
Dagskrá
10.00 Green Film kynning
10.30 Umhverfisáhrif stafrænnar tækni í kvikmyndagerð
11.15 Dæmisaga – Hvernig ég byrjaði ég að huga að sjálfbærni á tökustað
12.00 Hádegisverður
13:00 Ávarp, Lilja Dögg Alfreðsdóttir ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra
13.10 Samtal við Mari-Jo Winkler, framleiðandi True Detective
14.00 Næstu skref – Sjálfbærnimarkmið og aðgerðir í íslenskri kvikmyndagerð
14.30 Græn kvikmyndagerð – Hvernig virkar hún á tökustað?
Hér má finna nánari upplýsingar um dagskrá (á íslensku og ensku)
Þátttaka er ókeypis en nauðsynlegt er að skrá sig til þátttöku fyrir lok dags 5. desember, þar sem sætaframboð er takmarkað. Hægt er að velja um skráningu fyrir allan daginn eða frá kl. 13.00.
Skráning
*Ljósmynd tekin af Lilju Jóns við tökur á myndinni Dýrið 2019.