Dagskrá Stockfish kvikmynda- og bransahátíðarinnar 2025 er komin í loftið.
Hér má sjá lista yfir þær myndir sem í boði verða.

Í ár verður ókeypis aðgangur inn á hátíðina en gestum verður gefinn möguleiki á að greiða það sem það hefur tök á að greiða ef áhugi er á að styrkja hátíðina. Miðaskráning fer fram á www.tix.is þar sem hægt er að velja miða frá 0 kr. og upp í þá upphæð sem gestir hafa kost á að borga.

Hátíðin verður að mestu haldin í Bíó Paradís í samstarfi við helstu fagfélög kvikmyndaiðnaðarins á Íslandi. Að auki verður dagskrá í Hafnarhúsi, Tónlistarmiðstöð og í Norræna húsinu.

Við hvetjum ykkur til að kynna ykkur dagskrá bransadaga hér.
Í ár verður ítalskt horn á dagskrá þar sem ítalskri kvikmyndagerð verður fagnað með mat og víni í samtarfi við IIC.

Floria Sigismondi er heiðursgestur kvikmynda- og bransahátíðarinnar Stockfish í ár.

FK er eitt af fagfélögunum á bak við Stockfish og við hvetjum félagsmenn okkar til að koma og njóta veislunnar okkar.