OPIÐ FYRIR UMSÓKNIR ÚR HÖFUNDASJÓÐI
Félag kvikmyndagerðarmanna auglýsir eftir umsóknum fyrir úthlutanir úr höfundasjóði félagsins fyrir höfundaframlag í kvikmynd eða kvikmyndaverki sem frumsýnd voru í sjónvarpi, kvikmyndahúsi eða gefin út og birt með öðrum hætti árið 2023. (Kvikmynd er samheiti yfir öll verk, hvort sem er um að ræða bíómynd, heimildamynd, sjónvarpsmynd, fræðslumynd, tilraunamynd, tónlistarmyndband, fréttamynd, hreyfimynd eða aðrar kvikmyndir).
Athugið: Frestur framlengdur til og með 10. desember 2024.
Úthlutunarnefnd