fk3heim.jpg

Fréttir

Úthlutanir úr höfundasjóði

Félag kvikmyndagerðarmanna auglýsir eftir umsóknum til úthlutunar úr höfundasjóði félagsins fyrir kvikmyndir sem frumsýndar voru í sjónvarpi eða kvikmyndahúsum, gefnar út á DVD, eða birtar með öðrum hætti fyrsta sinn annarsvegar á árunum 2013-2015 og hinsvegar 2016.

Rétt til úthlutunar skv. samþykktum FK eiga:

  • - Kvikmyndastjórar (ekki leiknar myndir)
  • - Kvikmyndatökumenn
  • - Klipparar
  • - Hljóðhöfundar
  • - Ljósahönnuðir

 

Hægt er að sækja umsóknareyðublað hér.


Umsóknir skulu berast:


Félagi kvikmyndagerðamanna,
pósthólf 1652, 121 Reykjavík.

eða á tölvupósti til This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

Umsóknarfrestur er til 21. júní 2018.
Ekki verður tekið tillit til umsókna sem berast eftir þann tíma.

 
Yfirlýsing frá FK, stéttarfélagi kvikmyndagerðarmanna.

Stéttarfélag kvikmyndagerðamanna hefur að leiðarljósi í starfi sínu í þágu kvikmyndagerðar á íslandi að betrumbæta vinnuumhverfi allra sinna félagsmanna sem og allra þeirra kvikmyndagerðamanna og kvenna sem starfa við þennan geira. í Ljósi þeirra frásagna sem hafa litið dagsins ljós uppá síðkastið vill FK koma því á framfæri að það styður heilshugar þá hugarfarsbreytingu og menningarbyltingu sem við erum að upplifa í kringum okkur þessa stundina. Kynferðisleg áreitni, valdníðsla, eða einelti hvernig sem það birtist verður ekki liðið á vinnustöðum í sviðslistum og kvikmyndagerð
FK mun setja upp síma og netfang þar sem þolendur ofbeldis og áreitis af hvaða toga sem það er geta haft samband og fengið stuðning og leiðbeiningar um hvernig þær/þeir geta borið sig að við að koma kvörtunum sínum á framfæri og fengið úr því bætt sem að er.
Stjórn FK
This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
S: 680 7225

 
FRÁ FORMANNI RSÍ TIL KVIKMYNDAGERÐARMANNA

 

Ágæti kvikmyndagerðarmaður,

Á þeim tímamótum að Félag kvikmyndagerðarmanna hefur gengið inn í Rafiðnaðarsamband Íslands (RSÍ) vill ég bjóða þig sem félagsmann þess velkominn inn í Rafiðnaðarsambands fjölskylduna. Í RSÍ voru fyrir 8 aðildarfélög sem halda utan um sína félagsmenn úr mismunandi áttum. Við erum með fjögur félög sem halda utan um þá sem eru með menntun í rafvirkjun, rafveituvirkjun, rafvélavirkjun og símsmíði en þau hafa mismunandi félagssvæði um landið. Auk þess er félag fyrir rafeindavirkja, annað fyrir tæknifólk í rafiðnaði, starfsmenn hjá Símanum og dótturfyrirtækjum sem og sýningarstjórar við kvikmyndahús.

RSÍ gerir fjölda kjarasamninga fyrir félagsmenn sína en þó er einn kjarasamningur sem telst til þess að vera almennur kjarasamningur og setur þar með lágmarkslaun fyrir félagsmenn RSÍ á Íslandi. Þetta þýðir að óheimilt er fyrirtækjum að greiða laun sem eru undir töxtum kjarasamningsins en ekki síður að láta starfsmenn njóta réttinda sem eru lakari en kjarasamningurinn segir til um. Aðrir kjarasamningar eru sérkjarasamningar sem geta tryggt betri kjör, réttindi og mögulega aðrar skyldur.

Það er mér sönn ánægja að fá þig inn í samfélag rafiðnaðarmanna og vona ég að við eigum eftir að eiga gott samstarf á næstu árum. Hafir þú spurningar um starfsemi okkar, réttindi eða skyldur, rétt til styrkja eða hvað svo sem kemur upp þá hvet ég þig til að hika ekki og hafa samband við skrifstofuna hvort sem það er með því að senda tölvupóst á This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it., hringja í síma 580-5200 eða hreinlega að kíkja við í kaffi á Stórhöfða 31, 3. hæð.

Kær kveðja,

Kristján Þórður Snæbjarnarson

 

 
Haldið upp á árin 50

SVIPMYNDIR FRÁ 50 ÁRA AFMÆLI FÉLAGSINS

Kvikmyndagerðarmenn heldu upp á 50 ára afmæli félagsins í Ægisgarði gærkveldi. Margt var um góða gesti og borgarstjórinn í Reykjavík ávarpaði afmælisfögnuðinn. Hrafnhildur Gunnarsdóttir formaður félagsins og Björn Br. Björnsson ávörpuðu einnig afmælisgest. Það má nálgast ávörp þeirra á vef félagsins http://filmmakers.is/greinar

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur óskað FK til hamingju með afmælið og sagði gestum frá áformum borgaryfirvalda út í Gufunesi þar sem áætlanir eru uppi um að hlúa að nýsköpun og frumkvöðlastarfi í kvikmyndageiranum. 

Ljósmyndir Stefanía Thors og Anna Þóra Steinþórsdóttir

6 FÉLÖGUM VEITT HEIÐURSFÉLAGANAFNBÓT

Sex félögum var í gær veitt heiðursfélaganafnbót á 50 ára afmæli félagsins. Það voru þau: Gísli Sigurgeirsson, Gunnar Baldursson, Ingibjörg Briem, Magnús Magnússon, Valdís Óskarsdóttir og Þorsteinn Helgason. Þau hljóta heiðursfélagatitilinn fyrir vel unnin störf í sjónvarps- og kvikmyndagerð. Heiðursfélaganafnbótin er sæmdarheit sem hlotnast fyrir mikilsvert framlag til eflingar félaginu og/eða kvikmyndagerðarmönnum og konum sem eiga að baki farsælan starfsferil sem kvikmyndagerðarmenn. Við óskum heiðursfélögum til hamingju og þökkum þeim fyrir vel unnin störf.

Valdís Óskarsdóttir sést hér taka við heiðursfélaganafnbótinni í gærkvöldi en hún og Ingibjörg Briem eru fyrstu konurnar sem hljóta þessa nafnbót.

 
Stéttarfélagsaðild að FK og RSÍ

 

STÉTTARFÉLAGS AÐILD

Til þess að verða virkur í stéttarfélagi FK þá er best að byrja á því að fylla út umsókn hér á vef félagsins um félagsaðild og líka á vef RSÍ: http://www.rafis.is/um-rsi/umsokn-um-felagsadhild  Ef að þú greiðir þér laun sjálfur þá ættiru að geta framfylgt þeim upplýsingum sem koma fram hér að neðan nú ef einhverjir aðrir sjá um laungreiðslu þína þá má áframsenda þessar upplýsingar á launadeild fyrirtækisin, bókara eða endurskoðanda.

Gott er að vita að ef þú ert að færa þig á milli stéttarfélaga innan RSÍ þá tapar þú engum réttindum við færsluna. Ef  þú ert að færa þig frá stéttarfélögum innan ASÍ (eins og t.d. VR) þá á slíkt hið sama við þegar um sjúkradagpeninga er að ræða. Réttur til almennra styrkja flyst hins vegar ekki og skapast eftir 12 mánaða samfelldar greiðslur.

Þeir sem greiða af sjálfum sér eða fyrirtæki í þeirra eigu þurfa að uppfylla skilyrði lágmarksgreiðslu af heildarlaunum sem er kr. 395.000. Félagsgjald er 1% af heildarlaunum starfsmanns eða að lágmarki kr 3.950. Sjá einnig upplýsingar um aðra sjóði hér að neðan. Þessi tala er endurskoðuð um hver áramót.

Fyrir félagsgjald þitt og greiðslu í sjúkra, endurhæfingar, orlofs og endurmenntunarsjóð eru ýmis réttindi sem þér gefst kostur á. T.d aðgangur að orlofshúsum RSÍ sem eru víða um land og erlendis. RSÍ veitir fjölmarga styrki m.a. gleraugnastyrki og fæðingarstyrk sem þú hefur rétt til að sækja í eftir 12 mánuði. Hér fyrir neðan er að finna frekari upplýsingar um það sem aðildin býður upp á. Einnig finnur þú þessar upplýsingar á vef RSÍ  http://www.rafis.is/kjaramal/upplysingar-fyrir-launagreidendur

 

GREIÐSLUUPPLÝSINGAR:

Rafiðnaðarsambands Íslands: (reiknast af heildarlaunum)

Félagsgjald 1%     (sjá lista hér neðar) (Hérna velur þú Félag kvikmyndagerðarmanna - Félagsgjald (F437)

Sjúkrasjóður (S982) 1%

Orlofssjóður (O982) 0,25%

Endurmenntunarsjóður 1,1% ( E437)

Bankaupplýsingar: 0526-26-400800. Gjöld til stéttarfélaganna innan RSÍ, sem Stafir innheimta, skal leggja inn á þennan reikning.

Kennitala Stafa lífeyrissjóðs er: 430269-0389

Stafir lífeyrissjóður sér um innheimtu á félagsgjöldum Rafiðnaðsambandsins

Stafir lífeyrissjóður  (L430): (reiknast af heildarlaunum)
     
Sameignardeild (L430)       Séreignardeild (X431)
Iðgjald  4%   (framlag launþega)    Iðgjald  2% eða 4% (framlag launþega)

Mótframlag 8,5% (framlag launagreið.) frá og með 1. júlí 2016 

  Mótframlag  2% (framlag launagreið.)

Endurhæfingarsjóður (R430) 0,1%

 

   

UPPLÝSINGAR UM RÉTTINDI

Rafiðnaðarsambandið er með öflugan styrktar- og sjúkrasjóð. Félagsmenn í veikindaleyfi geta sótt um sjúkradagpeninga þegar réttur til launa hjá atvinnurekanda er fullnýttur. Sjúkradagpeningar greiðast í allt að 6 mánuði, mánaðarleg greiðsla er 80% af meðaltekjum síðustu fimm mánaða samkvæmt inngreiðslum í styrktarsjóð. Réttur til sjúkradagpeninga ávinnst eftir 6 mánaða samfelldar greiðslur í sjúkrasjóð.

Félagsmaður getur jafnframt sótt um styrk vegna langvarandi veikinda maka/barna, verði félagsmaður fyrir tekjumissi vegna þess. Vegna veikinda barna þurfa félagsmenn að nýta veikindarétt samkvæmt kjarasamningi. Varðandi veikindi maka þurfa veikindi að hafa staðið í a.m.k. tvær vikur til að réttur skapist. 

Félagsmenn geta jafnframt sótt um fjölmarga styrki eins og vegna kostnaðarsamra læknisaðgerða, gleraugnastyrk, fæðingarstyrk, styrk vegna  krabbameinsskoðunar, hjartaverndar, sjúkraþjálfunar, líkamsræktar, námskeiða, sálfræðiviðtala, ferðakostnaðar og dánarbóta. Réttur til styrkja ávinnst eftir 12 mánaða samfelldar greiðslur í styrktarsjóð. Sjá nánari upplýsingar á heimasíðu rafiðnaðarsambandsins: http://rafis.is/images/stories/pdf_skjol/RSI_bladid/RSI_baeklingur_net_2016.pdf

Rafiðnaðarsambandið á og rekur 43 orlofshús/íbúðir í öllum landshlutum, sum þeirra eru einungis í sumarútleigu, önnur til útleigu allt árið. Flestum húsum fylgir heitur pottur. Gæludýr eru leyfð í orlofshúsinu á Flúðum. Einnig eru til útleigu allt árið 2 íbúðir í Torrevieja á Spáni og 1 íbúð í Kaupmannahöfn. Sjá nánari upplýsingar á orlofsvefnum, http://orlof.is/rafis/

Ef þú þarft frekari upplýsingar máttu hafa sambandi við formann félagsins í gegnum tölvupóst: eða Sigrúnu Sigurðardóttur hjá RSÍ.

 

 

 

Straumar héðan og þaðan

Iceland Cinema Now

Félag kvikmyndagerðamanna / The Icelandic Film Makers Association | Hverfisgata 54 | 101 Reykjavík | Iceland
Vefhönnun: Hugsa sér!