KMÍ heldur opinn fund með kvikmyndagerðarmönnum
Kvikmyndamiðstöð Íslands býður kvikmyndagerðarmönnum til fundar í Bíó Paradís þann 23. apríl klukkan 16. Farið verður yfir stöðu kvikmyndagerðar á Íslandi í kjölfar niðurskurðar til Kvikmyndasjóðs auk fleiri mála, þeirra á meðal endurgreiðslukerfi Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. Nýr formaður nefndar um endurgreiðslu kvikmynda, Helga Haraldsdóttir, mun ræða kerfið og svara fyrirspurnum.
Önnur mál á dagskrá eru meðal annars rafrænar umsóknir til Kvikmyndasjóðs og streymismál, þar sem farið er yfir áætlun Kvikmyndamiðstöðvar um að segja skilið við notkun DVD diska og taka upp streymiskerfi.