Ný stjórn var kjörin á aðalfundi Félags Kvikmyndagerðarmanna þann 30. maí síðastliðinn. Sigríður Rósa Bjarnadóttir leikgervahönnuður og kvikmyndagerðarkona lætur af embætti formanns og við tekur Steingrímur Dúi Másson leikstjóri og framleiðandi. Rósa mun taka að sér starf gjaldkera FK. Ásamt Steingrími Dúa var kjörinn nýr varaformaður, Arnar Þórisson, framleiðandi og leikstjóri. Stjórn Félags Kvikmyndagerðarmanna skipa nú:

Steingrímur Dúi Másson, formaður

Arnar Þórisson, varaformaður

Sigríður Rósa Bjarnadóttir, gjaldkeri

Jóhannes Tryggvason, ritari

Sigurður Bahama magnússon meðstjórnandi

Elva Sara Ingvarsdóttir, varamaður

Goði Már Guðjónsson, varamaður

Anna Þóra Steinþórsdóttir mun jafnframt sitja áfram í Kvikmyndaráði fyrir Hönd FK.

Núverandi stjórn þakkar fráfarandi formanni og stjórn fyrir vel unnin störf.