cameracrew.jpg

Fréttir

ANIREY teiknimyndavinnustofa í Reykjavík

anirey-1

 

 
Staðan í kjölfar niðurskurðar - KMÍ heldur opinn fund með kvikmyndagerðarmönnum

Kvikmyndamiðstöð Íslands býður kvikmyndagerðarmönnum til fundar í Bíó Paradís þann 23. apríl klukkan 16. Farið verður yfir stöðu kvikmyndagerðar á Íslandi í kjölfar niðurskurðar til Kvikmyndasjóðs auk fleiri mála, þeirra á meðal endurgreiðslukerfi Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. Nýr formaður nefndar um endurgreiðslu kvikmynda, Helga Haraldsdóttir, mun ræða kerfið og svara fyrirspurnum.

Önnur mál á dagskrá eru meðal annars rafrænar umsóknir til Kvikmyndasjóðs og streymismál, þar sem farið er yfir áætlun Kvikmyndamiðstöðvar um að segja skilið við notkun DVD diska og taka upp streymiskerfi.

 
KVIKMYNDAHÁTÍÐ Í REYKJAVÍK ENDURVAKIN

Merki Kvikmyndahátíðar í Reykjavík.Kvikmyndahátíð í Reykjavík hefur nú verið endurvakin  eftir 13 ára hlé og fer fram dagana 12.-21. september næstkomandi. Það er sjálfseignarstofnunin Heimili kvikmyndanna ses. sem stendur fyrir hinni endurvöktu hátíð. Kvikmyndahátíð í Reykjavík er sjálfseignarstofnun sem starfar með það að markmiði að efla og styrkja kvikmyndamenningu og -iðnað á Íslandi og er hátíðin ekki haldin í hagnaðarskyni.
Markmið með endurvakningu Kvikmyndahátíðar í Reykjavík er að skapa viðburð í samvinnu og samstöðu allra sem málið varða og annast framkvæmd hennar og stjórnun á sem faglegastan hátt. Hátíðin mun veita almenningi aðgang að rjómanum af þeim kvikmyndum sem hafa hlotið verðlaun og viðurkenningar á stærstu kvikmyndahátíðum heims þar sem áherslan er lögð á gæði frekar en magn kvikmynda. Áhorfendaverðlaun hátíðarinnar verða veitt við hátíðlega athöfn á lokahófi hennar, en einnig verður alþjóðlegur verðlaunaleikstjóri heiðraður.
Á meðal gesta, verða þekktir verðlaunaleikstjórar og aðrir alþjóðlegir kvikmyndagerðarmenn. Áhersla verður lögð á að sýna það nýjasta úr kvikmyndagerð heimsins og einnig verður sérstök áhersla lögð á tengslamyndun íslenskra og erlendra kvikmyndagerðarmanna.
Hátíðin verður samstarfsverkefni allra hagsmunaaðila í kvikmyndageiranum á Íslandi er markmiðið með hinni endurvöktu hátíð að þjóna samfélaginu sem hún sprettur úr, efla og auðga kvikmyndamenningu á Íslandi árið um kring og vera íslenskum kvikmyndaiðnaði lyftistöng bæði erlendis og innanlands. Allt kapp verður lagt á að starfrækja Kvikmyndahátíð í Reykjavík á faglegan, gagnsæjan og lýðræðislegan hátt með stjórn skipaðri úr fagfélögum kvikmyndaiðnaðarins.
Starfsfólk hátíðarinnar mun tileinka sér fagleg og ábyrg vinnubrögð gagnvart samstarfsaðilum, gestum og öðrum starfsmönnum. Erlendum blaðamönnum úr helstu og þekkstustu fjölmiðlum heims verður boðið að sækja hátíðina heim en sérleg upplýsingamiðstöð hátíðarinnar verður stofnuð til að taka á móti gestum hennar.
Af þessu tilefni er vefsíða hátíðarinnar opnuð í dag, reykjavikfilmfest.is en hún verður bæði aðgengileg á íslensku og á ensku.
Stjórn hátíðarinnar skipa Friðrik Þór Friðriksson, Guðrún Edda Þórhannesdóttir, Birna Hafstein, Dögg Mósesdóttir, Bergsteinn Björgúlfsson og Sjón. Framkvæmdastjórn skipa Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Heimili kvikmyndanna ses.; Ása Baldursdóttir, dagskrárstjóri Bíó Paradísar og Guðmundur E. Finnsson, viðburðastjóri Kvikmyndahátíðar í Reykjavík.

Stjórn hátíðarinnar frá vinstri: Bergsteinn Björgúlfsson, Birna Hafstein,  Dögg Mósesdóttir, Guðrún Edda Þórhannesdóttir, og Sjón. Á myndina vantar Friðrik Þór Friðriksson.

 
Ný stjórn FK og heiðursfélagar

Ný stjórn Félags kvikmyndagerðarmanna efri röð frá vinstri Sigríður Rósa Bjarnadóttir, Anna Þóra Steinþórsdóttir, Bergsteinn Björgúlfsson, Rebekka A. Ingimundardóttir, Hrafnhildur Gunnarsdóttir, Fahad Falur Jabali, Stefanía Thors og Guðbergur Davíðsson. Neðri röð sitja þrír af nýjum heiðursfélögum FK: Gísli Gestsson, Karl G. Jeppesen, og Páll Steingrímsson.
 

NÝ STJÓRN FK KOSIN
Ný stjórn var kosin á aðalfundinum þar sem að Sigríður Rósa Bjarnadóttir og Hákon Már Oddson tóku sæti í stjórninni. Anton Máni Svansson og Ósk Gunnlaugsdóttir gáfu ekki kost á sér aftur og er þeim þakkað fyrir störf sín fyrir hönd kvikmyndagerðarmanna. Ný stjórn er því skipuð Hrafnhildi Gunnarsdóttur formanni, Stefaníu Thors varaformanni, Önnu Þóru Steinþórsdóttur, Bergsteini Björgúlfssyni, Fahad Fali Jabali, Guðbergi Davíðssyn, Hákoni Má Oddssyni, Rebbekku Ingimundardóttir og Sigríði Rósu Bjarnadóttur. Stjórn á eftir að skipta með sér störfum sem verður gert á fyrsta stjórnarfundi.


6 FÉLÖGUM VEITT HEIÐURSFÉLAGANAFNBÓT

Sex félögum var veitt heiðursfélaganafnbót á aðalfundi félagsins. Það voru þeir: Andrés Indriðason, Gísli Gestsson, Guðmundur Guðmundsson, Hjálmtýr Heiðdal, Karl G. Jeppesen og Páll Steingrímsson. Þeir hljóta heiðursfélagatitilinn fyrir vel unnin störf í kvikmyndagerð. Samkvæmt lögum Félags kvikmyndagerðarmanna er heiðursfélagi Félags kvikmyndagerðarmanna annars vegar sæmdarheiti, sem hlotnast mönnum fyrir mikilsvert framlag þeirra til eflingar félaginu og/eða kvikmyndagerðarmönnum og konum sem eiga að baki farsælan starfsferil sem kvikmyndagerðarmenn. Allir þeir félagsmenn sem ná 67 ára aldri og hafa verið félagsmenn í FK í a.m.k. 5 ár skuldlaust verða sjálfkrafa heiðursfélagar. Við óskum heiðursfélögum til hamingju og þökkum þeim fyrir vel unnin störf.

 
STÉTTARFÉLAGSDEILD OPNUÐ INNAN FK

Merkum áfanga var náð á aðalfundi Félags kvikmyndagerðarmanna - FK í vikunni þegar í gegn gengu ítarlegar lagabreytingar sem gerir félaginu kleyft að starfa sem stéttarfélag. Félag kvikmyndagerðarmanna er elsta starfandi félag kvikmyndagerðarmanna, stofnað 1966 en hefur aldrei stigið skrefið til fulls í að gerast stéttarfélag fyrr en nú. Samkvæmt nýju lögunum starfrækir félagið tvær deildir: fagfélagsdeild og stéttarfélagsdeild og stendur félögum til boða tvenns konar félagsaðild þar sem annars vegar fólk getur gerst aðili að stéttarfélagshluta félagsins og greitt hefðbundin stéttarfélagsgjöld eða sem aðili að fagfélaginu sem greiðir hefðbundið árgjald. Þannig er eldri gerð félagsaðildar viðhaldið og þeir sem ekki vilja gerast aðilar að stéttarfélaginu geta valið um að vera það ekki. Stór hluti starfandi kvikmyndagerðarmanna hefur þrýst á um þessar breytingar en aðstæður við kvikmyndagerð er mjög misjafnar hérlendis og sumir þeir samningar sem starfsfólk er látið skrifa undir innihalda ólögleg ákvæði samkvæmt almennum vinnuréttarlögum í landinu og Evrópu.
Á næstu vikum mun stjórn félagsins sækja um aðild að ASÍ og RSÍ til að styrkja stoðir sínar. Stefnt er að því næst þegar kjarasamningar eru lausir að gera heildarkjarasamning fyrir kvikmyndagerðarmenn í landinu ásamt öðrum þeim stéttarfélögum sem kvikmyndagerðarmenn eru hluti af. Vinnutilhögun og vinnuaðstæður er brýnt málefni að leysa þar sem að ekkert samkomulag er í gildi á milli framleiðanda og starfsfólks í kvikmyndagerð.  FK gaf út einhliða viðmiðunarskjal á síðasta ári fyrir samningagerð sinna félagsmanna.

 

Straumar héðan og þaðan

Iceland Cinema Now

Félag kvikmyndagerðamanna / The Icelandic Film Makers Association | Hverfisgata 54 | 101 Reykjavík | Iceland
Vefhönnun: Hugsa sér!