Tilkynnt var um tilnefningar til Edduverðlauna á blaðamannafundi í Bíó Paradís 3. febrúar, sjá tilnefningarnar hér að neðan.
28 manns í fjórum valnefndum (valnefnd um leikið efni, sjónvarpsefni, heimildamyndir og fagverðlaunanefnd) sáu um að velja tilnefningar úr innsendum verkum en alls voru 108 verk send inn í Edduna í ár.
Rafræn kosning Akademíumeðlima á milli tilnefndra verka hefst 5. febrúar og stendur í tæpar tvær vikur, eða til 16. febrúar. Búið er að loka kjörskrá vegna Eddukosningarinnar 2015, sjá hér.
Edduverðlaunahátíðin sjálf fer svo fram í Silfurbergi í Hörpu, laugardaginn 21. febrúar og er sjónvarpað beint og í opinni dagskrá á Stöð 2. Þar verða veittar alls 25 Eddustyttur til þeirra einstaklinga sem þykja skara fram úr í íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransanum.
Barna- og unglingaefni
Stattu með þér! – Elinóra
Stundin okkar – RÚV
Ævar vísindamaður – RÚV
Brellur
Bjarki Guðjónsson – Harry og Heimir: Morð eru til alls fyrst
Jón Már Gunnarsson – Hraunið
Nicolas Heluani – Orðbragð
Búningar
Brynhildur Þórðardóttir – Borgríki 2: Blóð hraustra manna
Margrét Einarsdóttir – Vonarstræti
Margrét Einarsdóttir og Eva Vala Guðjónsdóttir – París norðursins
Frétta- eða viðtalsþáttur
Brautryðjendur – RÚV
Brestir – Stöð 2
Kastljós – RÚV
Landinn – RÚV
Málið – Majestic Productions
Gervi
Helga Sjöfn Kjartansdóttir – Harry og Heimir: Morð eru til alls fyrst
Kristín Júlla Kristjánsdóttir – Vonarstræti
Ragna Fossberg – Áramótaskaup 2014
Handrit
Baldvin Z og Birgir Örn Steinarsson – Vonarstræti
Bragi Valdimar Skúlason, Brynja Þorgeirsdóttir og Konráð Pálmason – Orðbragð
Huldar Breiðfjörð – París norðursins
Heimildamynd
Höggið – Elf Films
Ó borg mín borg Chicago – Þetta líf. Þetta líf
Salóme – Skarkali
Hljóð
Gunnar Árnason – Borgríki 2: Blóð hraustra manna
Huldar Freyr Arnarsson – París norðursins
Huldar Freyr Arnarsson – Vonarstræti
Klipping
Kristján Loðmfjörð – París norðursins
Sigurbjörg Jónsdóttir – Vonarstræti
Valdís Óskarsdóttir og Sigurður Eyþórsson – Hemma
Kvikmynd
Borgríki 2: Blóð hraustra manna – Poppoli
París norðursins – Kjartansson og Zik Zak
Vonarstræti – Kvikmyndafélag Íslands
Kvikmyndataka
Bjarni Felix Bjarnason og Gunnar Heiðar – Borgríki 2: Blóð hraustra manna
Magni Ágústsson – París norðursins
Jóhann Máni Jóhannsson – Vonarstræti
Leikari í aðalhlutverki
Björn Thors – París norðursins
Sigurður Sigurjónsson – Afinn
Þorsteinn Bachmann – Vonarstræti
Leikari í aukahlutverki
Helgi Björnsson- París norðursins
Jón Páll Eyjólfsson – Hraunið
Magnús Jónsson – Grafir & bein
Leikið sjónvarpsefni
Hraunið – Pegasus
Hreinn Skjöldur – Hláturskast og Bentlehem
Stelpurnar – Sagafilm
Leikkona í aðalhlutverki
Hera Hilmarsdóttir – Vonarstræti
Nína Dögg Filippusdóttir – Grafir & bein
Ólafía Hrönn Jónsdóttir – Ó, blessuð vertu sumarsól
Leikkona í aukahlutverki
Katla Margrét Þorgeirsdóttir – Stelpurnar
Nanna Kristín Magnúsdóttir – París norðursins
Sólveig Arnarsdóttir – Hraunið
Leikmynd
Gunnar Pálsson – Vonarstræti
Hálfdán Lárus Pedersen – París norðursins
Linda Stefánsdóttir – Ártún
Leikstjórn
Baldvin Z – Vonarstræti
Hafsteinn Gunnar Sigurðsson – París norðursins
Maximilian Hult – Hemma
Lífsstílsþáttur
Biggest loser – Sagafilm
Gulli byggir – Stöð 2
Hið blómlega bú – Búdrýgindi
Hæpið – RÚV
Nautnir norðursins – Sagafilm
Menningarþáttur
Djöflaeyjan – RÚV
Inndjúpið – RÚV
Með okkar augum – Sagafilm
Útúrdúr – RÚV
Vesturfarar – RÚV
Sjónvarpsmaður
Bogi Ágústsson
Brynja Þorgeirsdóttir
Hilda Jana Gísladóttir
Logi Bergmann
Unnsteinn Manúel Stefánsson
Skemmtiþáttur
Andri á Færeyjaflandri – Stórveldið
Hraðfréttir – RÚV
Ísland got talent – RVK Studios og Stöð 2
Logi – Stöð 2
Orðbragð – RÚV
Stuttmynd
Hjónabandssæla – Dórundur og Sagafilm
Sjö bátar – Masterplan Pictures og Join Motion Pictures
Sub Rosa – Sub Rosa productions og Klikk productions
Tónlist
Barði Jóhannsson – De Toutes Nos Forces (e. The Finishers)
Ólafur Arnalds – Vonarstræti
Svavar Pétur Eysteinsson – París norðursins
Kvikmyndamiðstöð Íslands býður kvikmyndagerðarmönnum til fundar í Bíó Paradís þann 23. apríl klukkan 16. Farið verður yfir stöðu kvikmyndagerðar á Íslandi í kjölfar niðurskurðar til Kvikmyndasjóðs auk fleiri mála, þeirra á meðal endurgreiðslukerfi Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. Nýr formaður nefndar um endurgreiðslu kvikmynda, Helga Haraldsdóttir, mun ræða kerfið og svara fyrirspurnum.
Önnur mál á dagskrá eru meðal annars rafrænar umsóknir til Kvikmyndasjóðs og streymismál, þar sem farið er yfir áætlun Kvikmyndamiðstöðvar um að segja skilið við notkun DVD diska og taka upp streymiskerfi.
Kvikmyndahátíð í Reykjavík hefur nú verið endurvakin eftir 13 ára hlé og fer fram dagana 12.-21. september næstkomandi. Það er sjálfseignarstofnunin Heimili kvikmyndanna ses. sem stendur fyrir hinni endurvöktu hátíð. Kvikmyndahátíð í Reykjavík er sjálfseignarstofnun sem starfar með það að markmiði að efla og styrkja kvikmyndamenningu og -iðnað á Íslandi og er hátíðin ekki haldin í hagnaðarskyni.
Markmið með endurvakningu Kvikmyndahátíðar í Reykjavík er að skapa viðburð í samvinnu og samstöðu allra sem málið varða og annast framkvæmd hennar og stjórnun á sem faglegastan hátt. Hátíðin mun veita almenningi aðgang að rjómanum af þeim kvikmyndum sem hafa hlotið verðlaun og viðurkenningar á stærstu kvikmyndahátíðum heims þar sem áherslan er lögð á gæði frekar en magn kvikmynda. Áhorfendaverðlaun hátíðarinnar verða veitt við hátíðlega athöfn á lokahófi hennar, en einnig verður alþjóðlegur verðlaunaleikstjóri heiðraður.
Á meðal gesta, verða þekktir verðlaunaleikstjórar og aðrir alþjóðlegir kvikmyndagerðarmenn. Áhersla verður lögð á að sýna það nýjasta úr kvikmyndagerð heimsins og einnig verður sérstök áhersla lögð á tengslamyndun íslenskra og erlendra kvikmyndagerðarmanna.
Hátíðin verður samstarfsverkefni allra hagsmunaaðila í kvikmyndageiranum á Íslandi er markmiðið með hinni endurvöktu hátíð að þjóna samfélaginu sem hún sprettur úr, efla og auðga kvikmyndamenningu á Íslandi árið um kring og vera íslenskum kvikmyndaiðnaði lyftistöng bæði erlendis og innanlands. Allt kapp verður lagt á að starfrækja Kvikmyndahátíð í Reykjavík á faglegan, gagnsæjan og lýðræðislegan hátt með stjórn skipaðri úr fagfélögum kvikmyndaiðnaðarins.
Starfsfólk hátíðarinnar mun tileinka sér fagleg og ábyrg vinnubrögð gagnvart samstarfsaðilum, gestum og öðrum starfsmönnum. Erlendum blaðamönnum úr helstu og þekkstustu fjölmiðlum heims verður boðið að sækja hátíðina heim en sérleg upplýsingamiðstöð hátíðarinnar verður stofnuð til að taka á móti gestum hennar.
Af þessu tilefni er vefsíða hátíðarinnar opnuð í dag, reykjavikfilmfest.is en hún verður bæði aðgengileg á íslensku og á ensku.
Stjórn hátíðarinnar skipa Friðrik Þór Friðriksson, Guðrún Edda Þórhannesdóttir, Birna Hafstein, Dögg Mósesdóttir, Bergsteinn Björgúlfsson og Sjón. Framkvæmdastjórn skipa Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Heimili kvikmyndanna ses.; Ása Baldursdóttir, dagskrárstjóri Bíó Paradísar og Guðmundur E. Finnsson, viðburðastjóri Kvikmyndahátíðar í Reykjavík.
Stjórn hátíðarinnar frá vinstri: Bergsteinn Björgúlfsson, Birna Hafstein, Dögg Mósesdóttir, Guðrún Edda Þórhannesdóttir, og Sjón. Á myndina vantar Friðrik Þór Friðriksson.